Stjarnan - 01.09.1945, Page 7
STJARNAN
71
skilið og athugað, þá mundu þeir sjá að
eigingirni þeirra frestar sigrinum. Hver
veit nema heimurinn hefði getað komist
hjá miklu af yfirstandandi hörmungum, ef
kristnir menn hefðu einhuga gengið fram
í þeim andans krafti, sem (Juð frambýður
þeim til að ljúka við verk hans á jörðunni.
Vera má sigurinn yfir hinu illa væri þá
þegar unninn og Guðs ríki stofnsett á jörð-
unni.
Framsóknin verður að aukast í öllum
söfnuðum Krists, bæði heima og úti í trú-
boðslöndunum. Kristnir menn mega ekki
þreytast á að gjöra gott. Þeir mega ekki
áfellast unga fólkið fyrir áhuga þess eða
daufheyrast við beiðni um fjárframlög til
að senda boðbera sannleikans út um heim-
inn og halda uppi starfi þeirra þar.
Vér höfum frestað sigrinum of lengi.
S. T.
“Drottinn Guð þinn
skalt þú tilbiðja5’
Skapari og viðhaldari allra hluta, hinn
lifandi, sanni Guð, er einn þess verður að
vér berum lotningu fyrir honum og til-
biðjum hann. Þess vegna er oss bannað að
taka nokkurn til jafns við hann eða fram
yfir hann. Jesús staðfesti fyrsta boðorðið
þegar Satan freistaði hans og hann svar-
aði: “Drottinn Guð þinn átt þú að tilbiðja
og þjóna honum einum.” Matt. 4:10.
Til er einn, og aðeins einn Guð, sem vér
eigum að tilbiðja. Rómverjar voru fúsir
til að viðurkenna og gefa pláss í helsta
goðahofi sínu hvaða guði sem var. Þeir
hötuðu hina fyrstu kristnu fyrir það að
þeir vildi ekki telja Jesúm Krist, sem einn
meðal hinna mörgu heiðnu guða er geymd-
ir voru í þeirra nafnkunna goðahofi.
Heiðin trúarbrögð hafa fjölda guða, þeir
sem í myrkrinu sitja geta valið milli þeirra.
Hindúar hafa nógu marga Guði til þess
hver einstakur geti haft sinn eigin guð
ef hann óskar þess.
Páll postuli segir er hann skrifar til
Korintumanna: “Jafnvel þó guðir séu kall-
aðir, svo vel á himni sem á jörðu ... þá
höfum vér ekki nema einn Guð, Föður-
inn frá hverjum alt er og vér í honum.”
IKor. 8:5.6.
Sumir álíta að fyrsta boðorðið hafi ver-
ið nauðsynlegt fyrir ísraelsmenn, sem
komu út af Egyptalandi og tilbáðu gull-
kálfa og önnur goð, en það sé óþarft fyrir
oss á þessum upplýstu framfaratímum.
Þeir leyfa sér einnig að bæta við, að fólk-
ið í Asíu og Afríku þurfi ef til vill að vera
ámint um að hafa ekki aðra Guði en skap-
ara alheimsins, hinn lifandi Guð, en fólkið
í kristnum löndum þurfi als ekki þetta
boðorð. Hinn mikli prédikari Moody segir:
“Vér þurfum ekki að fara til heiðinna
landa til að finna falsguði. Ameríka er
full af þeim. Hvað sem þú virðir mest er
Guð þinn. Hver eða hvað, sem þú elskar
meira en Guð er hjáguð þinn. Hjarta
margra manna líkist kofa Kaffíra manns-
ins, hann var svo fullur af hjáguðum að
maðurinn gat varla snúið sér við þar inni.
Ríkir og fátækir, lærðir og fáfróðir, allar
stéttir manna og kvenna hafa brotið þetta
boðorð: “Þú skalt ekki aðra guði hafa.”
(Weight and Wanting bls. 22—23).
Websters orðabók gefur þessa skýringu
á orðinu guð: “vera eða hlutur, sem virt
er hið æðsta og besta. Það sem mest er
metið”. Hvað sem vér elskum mest eða
sækjumst mest eftir getur orðið vor hjá-
guð.
Maður nokkur heimsótti kínverskt forn-
gripasafn fyrir nokkrum árum síðan. í
sýningarkassa einum var merkisspjald, sem
á var ritað: “Guð Ameríku manna”. Fyrir
neðan spjaldið hékk amerískur silfur doll-
ar, steyptur í Bandaríkjunum. Kínverjar
höfðu tekið fyrir alvöru það sem stóð á
peningnum: “Guði treystum vér”, og á-
lyktað svo að dollarinn væri guð Ameríku
manna.
Ágirndin (eftirsókn eftir fé) er rót als
ils, í hverja nokkrir hafa svo fíkst að þeir
hafa vilst frá trúnni.” lTím. 6:10.
Tveir menn gengu framhjá skrautlegum
búgarði og ræddu um hve fagur hann var.
“Hvað skyldi hann vera mikils virði?”
spurði annar þeirra.
“Eg veit það ekki svaraði hinn, “en eg
veit hvað núverandi eigandi lét fyrir hann.”
“Hvað mikið var það?”
“Hann gaf velferð sálar sinnar fyrir
hann,” svaraði hinn.