Stjarnan - 01.09.1945, Page 8

Stjarnan - 01.09.1945, Page 8
72 STJARNAN Það er sorglegt hve margir sækjast eft- ir þessa heims gæðum, og selja sálu sína fyrir jarðneska hluti. Þeir eiga svo ann- ríkt að safna þessa heims gæðum, að þeir hafa engan tíma fyrir Guð sinn og skap- ara. Jóhannes postuli ritar: “Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti sem í honum eru, ef nokkur elskar heiminn í honum er ekki kærleiki Föðursins.” lJóh. 2:15. Þeir finnast í þessum heimi, sem heldur vildu hafa háa stöðu í stjórninni, heldur en sitja til hægri handar Guði á himnum. Hversu margir gjöra sér ekki hjáguði úr valdi og stöðu. I þeirra augum er vald og upphefð hið eftirsóknarverðasta, það er hjáguð þeirra. Þegar Páll skrifaði til Efesusmanna set- ur hann ágjarna á bekk með skurðgoða- dýrkendum. Sá ágjarni lætur stjórnast af girnd sinni til að afla fjár. Efes. 5:5. Moody gefur í skyn að margir á þessum tímum hafi tízkuna fyrir sinn Guð. Annar kristinn starfsmaður segir: “Tízkan hefir verið hjáguð heimsins barna, og hún leitar oft inngöngu hj á meðlimum kristinna safn- aða.” Annar hjáguð sem menn tigna eru ver- aldlegar skemtanir. Yér lifum á því tíma- bili sem bæði ungir og gamlir leita skemt- ana, einhvers sem æsir og hrífur tilfinn- ingarnar. Efst í huga miljóna manna er þráin eftir að skemta sér. Páll postuli sagði fyrir þetta ástand fyrir 1900 árum síðan: “því það skaltu vita að á síðustu dögum, munu verða hættulegar tíðir því, þá munu menn vera . . . hroka- fullir elskandi munaðarlífið meir en Guð.” 2Tím. 3:1—4. í voru landi þar sem siðmenning og framfarir eru á svo háu stigi eru miljónir manna sekar fyrir Guði um að hafa brotið fyrsta boðorðið. Sekt vor er enn stærri fyrir það að vér höfum haft besta tæki- færi til að þekkja Guðs orð og lesa heilaga Ritningu svo vér höfum enga afsökun ef vér dýrkum slíka falsguði sem upphefð, vald, skemtanir eða tízku. Snúum baki við öllum falsguðum en leitum hins lifandi sanna Guðs af öllu hjarta og allri sálu. R. H. Pierson. STJARNAN kemur út einu sinni á mánuði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Publishers: The Canadian Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ont. Ritstjórn og afgreiðslu annast Miss S. Johnson, Lundar, Man. Can Smávegis Það borgar sig að vera kurteis við hæn- urnar. Þetta er haft eftir búfræðadeild Arizona háskólans. “Vertu kurteis við fugl- ana”, seg'ir í fræðslubók þeirra. “Berðu hægt að dyrum hjá þeim til að láta þær vita að þú sért að koma. Þetta kemur í veg fyrir að þær verði hræddar, og þá leggja þær fleiri egg. 4- ♦ ♦ 1. maí var borgin Moskva lýst upp eftir nærri fjögra ára ljósleysi vegna stríðsins. ♦ ♦ ♦ íbúatala Bandaríkjanna 1. júlí 1944, var 138.100.874 að meðtöldum þeim er voru í hernum erlendis. Samkvæmt skýrslunum hafði íbúum fjölgað síðan 1940 um 6.431.599 manns. ♦ ♦ ♦ Járnbrautir Bandaríkjanna flytja skip- pund af vörum þrjár mílur fyrir minna gjald, heldur en kostar að senda alment bréf til næsta nágranna þíns. ♦ ♦ ♦ Eyjan Cuba hefir að minsta kosti 10 ný- boraða olíubrunna. Olían er svo létt og hrein að það má nota hana eins og hún kemur úr brunninum til að keyra flutn- inga tæki. ♦ ♦ ♦ Borgirnar Montreal og Toronto ráðgjöra að búa út neðanjarðargöng fyrir flutninga eftir stríðið. Montreal býst við að þau kosti 60 miljónir dollara og að 8 þúsund menn hafi vinnu við það í fimm ár. En Toronto býst við að neðanjarðargöng hennar muni kosta 52 miljónir dollara og veita 3 þúsund mönnum atvinnu við bygginguna í 10 ár.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.