Stjarnan - 01.11.1946, Page 4
84
STJARNAN
il'llræmdan ræningja, er ihét Barrabas og
var upphlaupsmaður og morðingi. Pílatus
snéri sér að lýðnum og mælti með mikilli
alvöru:
“Hvorn æslkið iþér að eg gefi yður laus-
an, Barrabas, eða Jesúm, sem kallast
Kristur?” Matt. 27: 17.
En þeir kölluðu upp, allir einu hljóði
og sögðu: Burt með þenna mann, en gef
oss Barrabas lausan. Lúk. 23: 18.
Pílatus stóð orðlaus af undrun og von-
brigðum. Með því að breyta á móti sann-
færinigu sinni og bera málið undir lýðinn,
misti ,hann virðingu sína og valdið yfir
fólkinu. Hér eftir var hann einungis verk-
færi í höndum þess, því nú gat það haft
hann eins og það vildi. Hann spurði:
“Hvað á eg þá að gjöra við Jesúm, sem
Kristur er kallaður?”
Með einum munni- hrópuðu þeir: “Hann
skal krossfestur.”
En hann sagði: “Hvað ílt 'hefir hann
þá gjört?”
En þeir æptu þess ákafar og sögðu:
“Hann skal krossfestur!” Matt. 27: 22, 23.
Pílatus fölnaði, er hann hevrði þetta
hræðilega óp: “Hann skal krossfestur!”
Hann hafði aldrei hugsað að það mundi
komast svona langt. Hann hafði marg-
sinnis sagt að Jesús væri saklaus, en þó
heimtaði 'lýðurinn að hann skyldi þola
þann hræðilega dauða. Hann spurði því
aftur:
“Hvað ílt hefir hann þá gjört?” Aftur
heyrðist þetta óttalega óp: “Krossfestu
hann! Krossfestu hann!”
Pílatus gjörði enn hina síðustu tilraun
til að hræra lýðinn til meðaumkvunar, en
árangurslaust.
Særður, þreyttur og máttvana var Jesús
húðstrýktur í augsýn þeiira er ákærðu
hann.
“Og hermennirnir (fléttuðu kórónu af
þyrnum og settu á höfuð honum, og færðu
hann í purpurakápu; ogþeir gengu til hans
og sögðu: Heill vert þú, konungur Gyð-
inganna! Og þeir gáfu honum kinnhest.”
(Jóh, 19: 2, 3).
Þeir hræktu á hann, og einn þeirra tók
reyrstafinn, ©r þeir höfðu fengið honum,
og slló með honum á þyrnikórónuna, er
hann hafði á höfðinu, svo þyrnamir stung-
ust inn í enni hans og blóðið rann niður
andlitið.
Það var Satan, sem var forsprakki her-
mannanna við þessa grimmilegu misþyrm-
ingu á frelsaranum.
Áform hans var, ef mögulegt væri, að
reita hann til reiði og fá hann til að hefna
sín, eða að koma honum til að frelsa sjálf-
an sig með kraftaverki, og ónýta þannig
endurlausnar-:áformið. Ef Jesús hefði haft
einn einasta blett á lífi sínu, ef hann hefði
í eitt einasta sinn látið bugast á þessari
þungu reynslustund, þá hefði það guðs
lamb verið ófullkomin fórn, og endurlausn
mannanna mistekist.
En hann, sem réði yfir herskörum himn-
anna og á hverju augnabliki gat kallað
englasveitir sér til hjálpar, hann, sem með
því að opihbera hátign sína og guðdóms-
'kraft, hefði getað slegið kvalara sína til
jarðar á svipstundu, já, hann bar nú með
göfugri rósemi hið smánarlegasta spott og
rangsleitni.
Eins og kvalarar Jesú óvirtu sjálfa sig
með framkomu sinni, svo að þeir urðu lík-
ari djöflum en mönnum, eins sýndi Jesús
með þolinmæði sinni og langlundargeði,
að hann var hátt hafinn yfir onennina og
hafði guðlegt eðli.
Pílatus varð mjög hrærður af fram-
komu hans. Hann gjörði boð eftir Barra-
bas, og hann var færður inn í dómssalinn.
Hann lét fanigana standa hvem við hlið-
ina á öðrum, benti á frelsarann og mælti
alvarlega og í klökkuim róm:
“Sjá, þar er maðurinn! Eg leiði hann
nú aftur út til yðar, til þess að þér vitið,
að eg finn enga sök hjá honum.” Jóh.
19: 5, 6.
Þarna stóð sonur guðs, klæddur purp-
urakápu og með þyrnikórónu á höfði og
blóðugt andlit, er bar vott um kvalir og
þreytu; en aldrei hafði það verið fegurra
en nú. Svipurinn lýsti mildi og undir-
gefni og hinni innilegustu meðaumkvun
með Ihinum grimmu óvinum.
Banidinginn, sem stóð við hlið hans,
var algjörlega igagnstæður honum; því
hver dráttur í andliti hans lýsti því, að
hann væri forhertur glæpamaður.
Meðal þeirra, er viðstaddir voru, höfðu
sumir meðaumkvun með Jesú. Jafnvel
prestarnir og fræðimennirnir fóru nú að