Stjarnan - 01.11.1946, Page 6

Stjarnan - 01.11.1946, Page 6
86 STJARNAN Hugrekki í hættunni Páll postuTi var á leið til Rómaborgar. Skipið sem flutti hann fanginn til keisar- ans, hafði yfirgefið Góðhafnir á eyjunni Krít og snéri vestur, íþví þægilegur sunnan vindur blés. Litlu seinna skall á mikið óveður. Dimmviðrið var slíkt að ekkert sást, og vindurinn fleytti skipinu á bárunum eins og það væri skurn af eggi. Þótt skipið væri vel byggt, óttuðust menn fyrir að það mundi liðast í sundur. Það brakaði og marraði í viðum þess er það kastaðist upp og niður í æði stormsins. Stund eftir stund, dag efti'r dag, hélt þessu áfram. Flestu sem í skipinu var, köstuðu menn í sjóinn, jafnvel sumu af áhöldum þess. Svo dögum skifti sást hvorki sól né stjörnur, svo menn höfðu mist aila von um að komast af. Nú heyrðist einihver hrópa. Hermenn- irnir hruklku við þar sem þeir sfóðu 1 hóp og voru að ráðgast um hvað gjöra skyidi við bandingjana ef skipið liðaðist sundur. Þeir hættu samtalinu og hlustuðu á Pál, hinn eina á skipinu sem aitaf hafði verið rólegur; orð hans veittu þeim djörfung og hugrekki. “Nú ræð eg yður að þér séuð með öruggum huga, því enginn yðar mun lífi týna, en skipið' mun farast, því að á þessari nóttu stóð 'hjá mér engiil þess Guðs, sem eg tilheyri og þjóna. og mæiti: “Vertu óhræddur Páil, fyrir keisarann áttu að koma og sjá, Guð hefir náðarsamlega gefið þér alla þá, sem með þér eru á sjóferð- inni.” Post. 27: 22-24. Þetta hughreysti samferðamenn Páls. Engill Drottins hafði staðið hjá honum í ofsaveðri næturinnar. Örvænting þeirra breyttist í traust og vonleysið í öruggleika. Hvílíkur styrkur og hughreysting felst' ékki í þessum orðum: “Engill Drottins stóð hjá mér í nótt.” Hvílíkur kraftur á tíma neyðar og þrenginga. Hættan og sfcelfingin sem umkringir menn í dag orsakast ekki af ofviðri né æstum bylgjum sjávarins. Það er stormur haturs og eyðiieggingar, stríð milii hins góða og iila, sem geysar yfir jörðina. Sú skelfing eyðileggingarinnar, sem nú ógnar mannkyninu er verri en nokkur hvirfil- bylur eða ofsav^ður. En þó höfum vér von. Allir sem einlæglega elska Guð, geta verið fullvissir um að engill Drottins stend- ur hjá þeim. Fyrir mörgum öldum síðan var Daníel spámaður dæmdur til að deyja í ljóna- gröfinni. Myrkur dauðans umkrmgdi hann, en engili Guðs stóð hjá honum. Orð hans til Daríusar konungs báru vott um fullkomið traust: “Guð minn sendi engd sinn og íhann lokaði munni ljónanna svo að iþau gjörðu mér ekkert mein.” Dan. 6: 23. Sömuleiðis þegar Jesús sjálfur átti i hinu harðasta stríði og synd heimsins hvíldi eins og farg yfir honum, og sv° virtist sem ihún mundi gjöra aðskilnað milli hans og föðursins, svo hann í angist sinni hrópaði: “Faðir minn, ef mögulegt er þá fari þessi bikar fram hjá mér, þd ekki sem eg vil, heldur sem þú vilt.” Þegar iausnarinn féll máttvana, kram- inn af byrði synda vorra, “þá birtist hon- um engill frá himni sem styrkti hann.” Lúk. 22: 43. Svo er það enn í dag, þegar vér eigum í stríði og völd mynkranna umkringja og þrengja að oss, þá er oss send hjálp frá himni. f Hebr. 1: 14 er dýrmætt loforð um hjálp: “Eru þeir ekki allir þjónustu bundnir andar, útsendir í þeirra þarfir sem hjálpræðið eiga að erfa.’ Erfiðleikar og stormar lífsins geta blás- ið umhverfis oss og slengt bátnum okkar fram og aftur, en vér getum staðið hug- hraustir og öruggir þrátt fyrir ailan öldu- ganginn, fulivissir um það, að engill þess Guðs, sem vér tillheyrum og þjónum, stend- ur hjá oss, svo ekkert er að óttast. F. A. Soper. ♦ -f ♦ Það er áætlað í borginni Chicago einni að ljósieysið sem átti sér stað um tíma vegna verkfalis í kolanámunum hafi ollað 11,0 miljón dollara fjártapi fyrir framleið- endur og verzlunarmenn, og yfir 21 og hálfa miijón tekjumissir fyrir verkafólk. ♦ ♦ ♦ Nú eru um 1 og hálf miljón pund af nylon garni framleidd á mánuði í Banda- rífcjunum. Það þarf ekki alveg eitt lóð fyrir hvert par af sokkum.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.