Stjarnan - 01.11.1946, Síða 7

Stjarnan - 01.11.1946, Síða 7
STJARNAN 87 “Vakna þú sem sefur” Alt í gegn um aldirnar hefir Guð aðvar- að menn við þeirri faættu sem yfir vofði. 'Hann ihefir sannarlega lagt fyrir menn lífið og dauðann,. iblessunina og bölvunina, og beðdð þá, hvatt þá og knúið til að velja hið góða svo þeir mættu lifa. Nú.lætur hann öllum mönnum alstaðar bjóða að þeir taki sinnaskifti og snúi sér alverlega til að leita Guðs af öllu hjarta því, “Tími 'hans dóms er kominn.” Ástand ‘heimsins á öllum sviðum bendir á að endir allra hluta er nálægur, og dómari lifenda •og dauðra, Jesús Kristur kemur bráðum til að gefa sérhverjum eftir því, sem verk hans verða. Jiesús segir: “'Þetta er hið eilífa lífið, að þeir þekki þig hinn eina sanna Guð og þann sem iþú sendir, Jesúm Krist.” Þessa þekk- ingu getur maðiur öðlast fyrir lestur Rit- ningarinnar sameinaðan trú á og hlýðni við þetta dýrmæta lífsins orð- Hver er svo þekking manna á Guðs heilaga orði? Af 18,000 háskólanemendum í Bandaríkjun- um gátu 16,000 ekki gefið nöfn á svo mörg- um sem þnemur spámönnum Gamla Testa- mentisins, 12,000 gátu ekki gefið nöfnin á fjórum Guðspjöllunum, og 10,000 þeirra gátu ekki einu sinni gefið nöfnin á þremur af postulum Krists. En þetta var nú ekki hjá okkur hér 1 Canada. En hvernig er þekkingin á Guðs orði hér? Hvaða áhugi er sýndur í því að kenna börnunum hið eina nauðsynlega, að leita fyrst Guðs ríkis og hans réttlætis? Mörg þeirra fara á sunnu- dagaskóla. Já, Guð blessi sunnudagaskól- ana og þá sem ihalda þeim uppi, en vlíða er enginn sunnudagaskóli og mörg börn sem ekki fara á hann þótt hann sé á meðal þeirra. Ofan á þetta bætist að víða er eng- in kristileg uppfræðsla á heimilunum. Hvað er það þá sem börnin hafa í andlegu tilliti til að lýsa þeim leið til hinna himn- esku ibústaða? Fyrir nokkru síðan heimsótti eg ýms heimili og íbauð mæðrunum að senda litlu börnin sín frá 4—10 ára aldurs í Biblíu- skóla til mín. Ein móðir lofaði að koma sjálf með litlu stúlkuna sína á ákveðnum tíma, en hvorug þeirra kom. Fáum dögum seinna kom eg á annað heimili þar sem þessi sama elskulega litla stúlka var að læra, eða æfa sig í að spila á spil. Eg af- greiddi erindið í flýti og fór út. Mér. lá við að gráta. Þessir saklausu smæhngjar 'hvorki sjá né heyra nokkurn áhuga fyrif Guðs orði hjá foreldrum sínum, sj áifum er þeim leyft að vera úti á götunum, eða í fé- lagsskap annara barna hvar sem þau vilja án þess foreldrarnir oft og tíðum viti hvar þau eru. Auðvitað verða þau að ganga á skólann hinn ákveðna tíma daglega eftir að þau eru komin á skólaaldur. Einu sinni spurði eig litla stúlku, sem eg mætti fyrir utan ibæinn, hvort mamma hefði leyft henni að fara svona langt. Hún sagði að mömmiu væri sama ef hún bara kæmi heim fyrir myrkrið. Er nokkur furða þó að drengir og stúlkur vfllist út á glap- stigu, læri að reykja, drekka og annað sem þvá fylgir, þegar þau alast upp á þennan hátt? Og ef þau að lokum ekki skyldu ná takmarkinu, mun þá ekki þeirra blóðs verða krafist af hendi þeirra, sem Guð setti til að annast um uppeldi þeirra. Sem ibetur fer finnast heiðarlegar und- antekningar, þar sem foreldrarnir gjöra alt sem í þeirra valdi stendur til að kenna hin- um unga bæði með orði og eftirdæmi, þann veg sem hann á að ganga. Ef slíkur ungl- ingur síðan villist af leið, þá er bezta von um að æskuáhrifin, endurminningin um bænir og eftirdæmi foreldranna verði með- al í Guðs ihendi til þess aftur að leiða þá inn á réttlætisins veg. Guð gefi oss foreldra, sem elska Frels- ara vorn svo einlæglega að þeir gjöra alt sem þeir geta til að ala börn sín upp hon- um til dýrðar svo þau verði góðir borgarar mannfélagsins og öðlist að lokum hið dýrð- \ega ríki sem Guð hefir fyrirbúið þeim, sem hann lelska. S. Johnson. + + + Svissland er aðeins einn þriðjungur að stærð við Ohio ríkið, en hefir nær því þre- falt fleiri íbúa, eða um 256 manns að með- altali fyrir hverja ferhyrnismílu. + + + Nú eru um 1 og hálf milljón pund af nylon garni framleidd á mánuði í Banda- ríkjunum. Það þarf ekki alveg eitt lóð fyrir hvert par af sokkum.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.