Stjarnan - 01.04.1947, Page 2

Stjarnan - 01.04.1947, Page 2
34 STJAKNAN yrðum 'þeim, sem ihann setur sem er trú á Jesúm og ifúsieiki til að fylgja honum. Les- um vér orðið til að fá þekkingu á vilja hans? Er allur tími vor upptðkinn við annríki iþessa lífs eða sfeemtanir1 og glaum heimsins? Höfum vér það hugfast að “'heimurinn ferst og hans lystingar, en sá sem gjörir Guðs vilja varir að eilífu?” Jesús býður oss að leita fyrst Guðs ríkis og hans réttlætis “og þá mun alt þetta (nauðsynjar lífsins) veitast yður í viðhót.” Ef vér ekki þorum, eða ef vér vanrækjum að hlýða þessari áminningu 'hans um að “leita fyrst Guðs ríkis,” þá sýnum vér að vér ekki trúum á hann, að vér erum ekki eftirfyigjendur hans og þá erum vér glat- aðir. “En Guð vill ekfei dauða syndarans, heldur að hann snúi sér og lifi”, þess vegna segir hann til vor: “Þvoið yður, hreinsið yður, takið yðar ilsfeubreytni frá mínum augum, látið af að gjöra ilt . . komið síðan og eigumst lög við, þó syndir yðar væru sem purpuri, þá sfeyldu þær verða hvítar sem snjór, og þó þær væru rauðar sem sfearlat, þá skyldu þær verða sem ull.” Jes. 1:18. Eg veit að óvinur alls hins góða setur ótal snörur og freistingar fyrir menn og telur þeim trú um að það sé ómöguiegt að mæta feröfum Guðs. en minnist þess að Satan er iygari og lýginnar höfundur. Skipið honum í nafni Krists: “Vífe frá mér Satan”. Það sem Guð býður oss að gjöra gefur hann oss kraft til að framkvæma, ef vér aðeins viljum hlýða honum. Jesús sa-gði við lama manninn: “Statt upp, tafe sæng Iþína og gakk.” Maðurinn hlýddi. Krafturinn til framlkvæmda faldist í orðum Krists. Orð Guðs hefir sama kraft enn í dag ef það er meðtefeið í trú af þeim, sem heyra það. Eg átti fyrir no'fekrum árum í orðakasti við ungan llögmann. Hann hélt því fram að það væri ómögulegt fyrir lögmann að vera fullkomlega ráðvandur. Hvílíkur mis- skilningur. Það er hægt að vera ráðvand- ur í hvaða stöðu sem maður er. Ráðvendni felst í því að hugsa eftir hvað Drotni er þóknamlegt. “Leita fyrst Guðs ríkis og bans réttlætis,” sá sem það gjörir nýtur blessunar ,Guðs -og leiðibeiningar í starfi sínu. “Alt, sem hann gjörir hepnast hon- um.” Sálm. 1:3. N Hversu oft hefir efeki fólfe sagt við mig, að það sé ómögulegt að elska óvini sína; íþað er þó eitt a'f því, sem Je-sús býður sín- um lærisveinum að gjöra. Jesús sjálfur elskaði óvini sína og ibað fyrir þeim. Ef vér erum eitt með Jesú eins og hann er eitt með Föðumum, þá getum vér, fyrir kraft hans, Mka elsfeað óvini vora og beðið fyrir þeim s-em -gjöra oss rnein. Margir afsaka óhlýðni sína við Guðs boðorð með því að segja að það sé ómögu- legt að halda Guðs heilaga hvíldardag, en hundruð þús'undir manna út um allan heim eru lifandi vitni þess, að rnenn -geta haldið það boðorð eins vel og alt annað, sem Guð býður. Landslögin víða skipa sunnudags- helgihald, satt er það, en sannir Jesú iæri- sveinar segja eins og Pétúr og hinir postul- arnir: “Framar ber að 'hlýða Guði en mönn- um.” Post. 5:29. í Daníel 3. kap. er oss sagt frá þremur ungum mönnum, sem heldur vildu láta ikasta sér á bálið hel'dur en að 'brjóta Guðs iboðorð. Guð frelsaði þá með fcraftaverki. Hann vill og getur frelsað oss líka ef vér lendum í hættu vegna Wlýðni vorar við hann. Þetta málefni verður ennþá alvarlegra þegar vér athugum að flestir spádómar bæði gamla og Nýja Testamentisins eru þegar fram komnir. Ástandið í heiminum er eins og spáð er það rnuni verða rétt áður en Jesús kemur. Alt bendir á að feoma hans sé mjög nálæg. Dómarinn stendur fyrir dyrum. En “í dag er dýrmæt tíð, í dag er náð að fá.” Eg grátlbæni yður því í Guðs nafni og vegna yðar eigin velferðar; “Leitið Drottins meðan hann er að finna, á'kallið hann meðan hann er yður nlálægur.” Gefið Guði hjörtu yðar og vilja. Lesið 'Guðs orð og lagið líf yðar eftir því, svo þér getið mætt Jesú með fögnuði þegar' liann feemur í dýrð sinni og allir englarnir með bonum. Þá mun h-ann gefa sérhverjum eftir því sem hans verk verða. Vér getum eifeki fylgt heiminum og þjónað syndinni og samtímis vænt að fá trúrra þjóha verðlaun hjá Guði á þeim mikla degi. En “sælir eru þeir, sem breyta eftir hans boðorðum, svo þeir nái að kom- -ast að lífstrénu, og megi inn ganga um borgarhliðin inn í borgina.” Op. 22:14. S. Johnson.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.