Stjarnan - 01.04.1947, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.04.1947, Blaðsíða 5
STJARNAN 37 Safnið yðyr fjársjóð á himni Biblíam er full af guðdómiegum leið- beiningum fyrir líf vort. Sumar þeirra eru viðvákjandi eignum vorum. Jesús segir: “Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar 'S'öm mölur og ryð granda, og þar sem þjóf- ar grafa til að stela. Safnið yður heldur íjársjóðum á himnum þar sem hvorki grandar mölur eða ryð né þjófar fá eftir- grafið og stolið, því þar sem fjársjóður yðar er, þar mun og yðvart hjarta vera.” Matt. 6:19-26. Drottinn bannar oss að safna fjársjóð- um á jörðu, og segir oss um leið hvar vér eigum að safna þeim, það er á himni. Þar eru eignir vorar óbultar, ekkert verðfall þar. Alt er þar í fullu gi'ldi og verður það eilíflega. Það eru engin stríð til að eyði- ieggja eignir manna. Það var stríð þar einu sinni fyrir löngu síðan, en uppreisnar- andanum var kastað út, niður á jörðina. Þess vegna er það að vér höfum endalaus stríð og eyðileggingu hér á jörðinni. Þjóf- ar finnast ekki á himnum, þar eru fjár- sjóðir vorir óhultir. Hvemig getum vér safnað fjársjóðum á himni? Fyrst og fremst með því að gefa líf vort, tíma og alt, sem vér höfum til þjónustu Guðs ríkis. Yér erum Guðs eign, því hann hefir endurkeypt oss, vér ættum því að vegsama Guð með líkama vorum og anda, seim hans eru. Vér sýnum elsku vora til hans og líotningu fyrir honum með því að helga honum vora beztu krafta og tíma vorn til eflingar hans himneska ríkis. Til eru þeir, sem segjast elsfca Guð og þeir þrái að sjá framgang starfs hans, en þeir hafa altaf svo mikið að gjöra að ann- ast um sína eigin hagsmuni, að þeir hafa engan tíma til að vinna til eflingar Guðs fí'ki hér á jörðunni. Ef allir fylgdu þeirra dæmi yrði ekkert kristilegt starf fram- kvæmt. Orðin tóm eru lítils virði. Þegar játendur Krists eru hvattir til að vinna trúboðsstarf, eða gefa af tíma sínurn fii eflingar ihans ríkis, þá safna þeir sér eng- um fjársjóð á himni ef þeir eru aðgjörða- lausir og hafast ekkert að. Játning þeirra er þá einber hræsni. Leyndardómurinn við kraft og áhrif Williams Booth bershöfðingja frelsishers- ins, eftir því sem hann sagði sjálfur frá, var þessi: “Guð hefir haft mig með öllu sem eg er og hef. Margir hafa betri heila en eg hef. Menn hafa haft betri tækifæri en eg, en frá þeim tíma að fátæklingarnir í Lundúnaborg voru lagðir á hjarta mitt, hefi eg ásett mér að Guð skyldi hafa öll umráð og stjórn yfir William Booth. Ef nokkur kraftur er í sáluhjálparhernum, þá er það af því hjarta mitt er heilt með Guði. Hann hefir allan vilja minn og öll áhrif lífs míns.” William Booth safnaði sannarlega fjár- sjóðum áfaimni. Allur hans áhugi var í því innifalinn að þóknast og þjóna Guði. Hann gat ekki hugsað um annað, séð aninað, talað um annað eða gjört annað. Hann hafði aðeins eitt áhugamál, það að halda engu tfl baka, heldur að alt væri Guði helgað. Hvílíkur kraftur og framför yrði í starfi Guðs rfkis, ef vér allir, sem væntum end- urkomu Krists innan skamms, með alvöru og áhuga helguðum Guði hjarta vort, tírna vorn og vilja. Vér tölum um að ljúka við kristniboðsstarfið. Þetta er vegurinn til að gjöra það, þetta er aðferðin til að safna fjársjóðum á himni. Auðvitað mundum 'vér þá hafa minni tíma til að safna jarð- neskum auð eða þægindum Sá tími sem vér annars mundum nota til þess yrði þá Ihe'lgaður útbreiðslu Guðs ríkis. Sá sem faelgar Guði alt sitt líf og krafta mun einnig helga honum efni sín hvort sem þau eru mikil eða lítil. Menn geta helgað Guði peningabudduna engu síður en hjarta sitt. Þetta tvent fylgist að. Jesús bendir á það er hann segir: “Þar sem fjár- sjóður yðar er, þar mun og yðvart hjarta vera.” Það mætti eins vel snúa við setn- in-gunni, hún yrði jafn sönn fyrir það: þar sem hj'arta yðar er þar mun og yðar fjár- sjóður vera. Vér þurfum alla mögulega fajálp til að festa hjörtu vor við himininn. Þeir, sem verða hrifnir til himins eru þeir hverra hjörtu nú þegar eru þar. Ef vér ósk'um að hafa hjörtu vor stöðugt á himni þá láturn oss safna fjársjóðum vorum þang- að, því fjársjóðurinn verkar eins og segu’i- magn og dregur 'oss til sín. Hvort aðdrátt- arafl eigna vorra dregur oss upp eða niður er komið undir því hvar fjársjóður vor er. Það eru mörg og sterk öfl í þessum vonda heimi, sem reyna að draga oss niður. Hví skyldum vér stynkja þessi öfl með því

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.