Stjarnan - 01.04.1947, Síða 6
38
STJARNAN
að safna oss fjársjóðum á jörðu. Vér ósk-
um að hafa hjörtu vor og hugsanir á himni
og öðlast guðdómlegan kraft til að standa
á móti illum áhrifum þessara síð-ustu daga.
Bezta ráðið til þess er að keppast við að
saf-na sem mestum fjársjóðum á himni.
Sumir álíta jþað sé of mikið talað um
peninga í kirkjunni. En ef vér iítum á það
frá Biblíunnar sjónarmiði, hvað það mein-
ar að gefa Guði bæði hjarta sitt og eigur
sínar, þá finst ekkert pláss í huga vorum
fyrir uppástungu Satans að of mikið sé
talað 'um peninga. Auðmenn kvarta a'Idrei
um tækifæri, sem þeir hafa til að ávaxta
fé sitt, skyldum vér þá kvarta þegar oss
er gefið tælkifæri til að leggja fé vort í starf
Guðs níkis. Hvergi annarsstaðar geturn
vér verið óhultir og öruggir með eignir
vorar.
Alla vikuna erurn vér hvattir eða freist-
aðir til að eyða peningum vorum. Auglýs-
ingar blaðanna koma út í þeim tilgangi.
Víðvarpið heldur fram ýmsu, sem fæst
fyrir peninga, og búðargluggarnir eru
þögul 'hvöt til að fcaupa það, sem þar er til
sýnis. Ef vér föruim inn eru æfðir útsölu-
menn við hendina til að selja oss hvað sem
þeir geta. Sjaldan heyrast menn kvarta
um, þó þeir hafi lagt fram peninga sína til
að kaupa það, sem þó hlýtur að farast,
eyðast eða slitna. Hví skyldum vér þá,
synir og dætur konungs konunganna, álíta
það illa viðeigandi fyrir starfsmann Guðs
ríkis þótt hann einu sinni á viku hvetji
oss til að leggja fé vort inn á hinn himneska
banka til eflingar ríiki Föður vors.
Guð þarfnast ekki peninga vorra. Hann
gæti gjört fjöllin að gulli, ef hann vildi.
Hann gæti látið englana starfa í stað
rnanna, sem þurfa að hafa fé til að kaupa
mat. Nei. Guð þarfnast ekki penmga
vorra, en vér þurfum að gefa þá til að
losast við eigingirni þá, sem stjórnar óum-
ventu hjarta mannsins. Vér þurfum að
gefa svo vér getum notið þeirrar gleði að
vera með til þess að senda ljós fagnaðar-
erindisins til þeirra, sem sitja í dauðans
skugga. Vér þurfum að gefa svo vér finn-
um til þess að vér séum meðstarfendur
Guðs.
Leyndardómur guðrækninnar er að
nokkru leyti innifalinn í því að Guð gefur
oss tæki'færi til að starfa með honum að
frelsunar áforminu. Það er fagnaðarefni
hins sannkristna manns að geta fært öðrum
þá haimingjusömu lífsreynslu, sem vér
sjálfir höfum orðið aðnjótandi. Þetta eru
einkaréttindi vor, sem meðstarfendur Guðs.
Hvernig störfum vér með honum? Með því
að fórna honum lífi voru, fé vo-ru, öllu, sem
vér höfum.
Vér minnumst hinna göfugu Píslarvotta.
Hvernig þeir jafnvel lögðu líf sitt í sölurn-
ar. Vér syngjum um þá og látum í ljósi
fúsleika vom að feta í fótspor þeirra. En
rétt á eftir finst oss ef til vill að til ofmikils
sé ætlast -af okkur ef við gefum eins mi'kið
og óskað er eftir til trúboðsins, svo við
getum ekki keypt okkur nýtt gólfteppi.
Englarnir hljóta að furða sig á því hvað
rner.n. sem fcalla sig kristna, eru fastir á fé
sínu. Vér þurfum að minnast orða Krists:
“Refar hafa greni og fuglar himins hreið-
ur, en mannsins sonur hefir hvergi höfði
sínu að að halla.”
Ef það sýnir eigingirni að hliðra sér hjá
að gefa til kristniboðs hvað má þá segja um
það að vanrækja að borga tíund, að gefa
Guði hvað Guðs er. Getum vér safnað
fjársjóðum á himni ef vér prettum Guð?
Það er óskiljan'Iegt að menn og konur, sem
Láta í ljósi von sína um að komast í Guðs
riki skuli gjöra slíkt. Það verður of seint
þegar englarnir koma til að samansafna
ihinum útvöldu, að fara þá að borga Guði
eða mönnum skuldir sínar. Til eru þeir,
sem segjast efcki hafa efni á að borga tíund,
en sannleiikurinn er sá, að þeir hafa ekki
efni á að vanrækja það
Þegar menn ekki borga tíund ræna þeir
Guð, og þeir ræna sjálfa sig þeirri bless-
un, sem lofuð er þeim, sem eru Guði trúir.
Það er sönn ánægja í því að vita sig hafa
heiðrað Guð með skyldurækni og hlýðni
við orð hans. Enginn öð-last sálarfrið af
því að óhlýðnast Guði eða ræna hann. Ef
vér rænum Guð, hvemig getum vér þá
beðið um hjálp og blessun hans til að geta
borgað það, sem vér skuldum mönnum?
F. D. Nichol.
♦ ♦ >
Nú er mönnum gefin von um að gúmmí
hringir fyrir bíla verði búnir til sem end-
ast lengur en bílarnir sjálfir, og að ekki
verði stungin göt á þá.