Stjarnan - 01.04.1947, Qupperneq 8

Stjarnan - 01.04.1947, Qupperneq 8
40 STJARNAN STJARNAN Authorized as second class mail, Post Office Depart- ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a yeor. Publishers: The Can. Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ontario. Ritstjðrn og afgreiSslu annast: MISS S. JOHNSON, Lundar, Man„ Can. Nægjusemi Hvar sem menn ferðast á þjóðvegum, járnbrautujn eða strætisvögnum, þá er sjaldgæft að sjá andlit, sem ánægjan skín út úr. Fólk virðist svo órólegt og áhyggju- fult, laust við nægjusemi. Páll postuli sagði: “Eg hefi lært að láta mér nægja það sem fyrir hendi er.” Fil. 4:11. Skaplyndi hans virtist þó ekki lík- legt til að íramleiða rólyndi og nægjusemi, þvert á móti, íhann var áhugamaður og framgjarn. Skömmu áður hafði hann of- sótt þá, sem ekki voru hans trúar. En nú kvaðst hann hafa lært nægjusemi og vera orðinn rólyndur. Ekki það að honum stæði á sama um alt, langt frá því. En að hann hafði fund- ið leyndardóm þess hugrekkis, sem getur tekið rólega því, sem að höndum ber. Nú hafði hann öðlast þá trú og þann innri kraft, sem veitti honum ánægju í lífinu, með öll- um þess mögulegleikum, þrátt fyrir alla erfiðleika. Hvernig getum vér fundið gleði og nægjusemi á þessum yfirstandandi tíma? Bkki með því að leita að henni eða keppa eftir henni. Gleði og nægjusemi kemur af sjálfu sér þegar vér sækjumst eftir því sem æðra er og æfum það, svo sem kær- leika, guðrækni, góðvild, meðaumkvun og gjafmildi. Hver 'sem maðurinn er og hvar sem hann er, þá finnur hann hvorki hvíld né sanna gleði nema í Guði. Sama hvað það er, sem vér njótum í lífinu, vér getum ekki öðlast frið nema í honum. Eins og börn erum vér óánægðir ef vér erum hungraðir. Vér verðum að hafa lífsins brauð til að vera hamingjusamir. R. L. Hubbs. Sœlir eru þeir hverra yfirtroðslur eru fyrirgefnaf, hverra syndir eru huldar. Sæll er sá maður sem Drottinn ekki tilreiknar syndina og sá í hvers anda er ekki flærð. Sálm. 32:1.2. 4 4 4 Skapa í mér hreint hjarta ó Guð og endurnýja í mér stöðunga anda. Kasta mér ekki burt frá þínu augliti, og tak ekki þinn heilaga anda frá mér. Gef mér aftur fögnuð þíns írelsis, útbú mig með öruggan anda. Sálm. 51:10-12 4 4 4 Smávegis I Ameríku eru 253,762 kirkjur. Meðlima- tala jó'kst um nærri 33 hundruðustu á tíma- bilinu frá 1926 til 1944, en þó eru rúmlega 47 hundruðustu Ameríkumanna, sem ekki tilheyra neinni kirkju. 4 4 4 Yfir 200 þúsund pottar af blóði, eða svo sem svarar öllu blóðmagni 40 þúsund manna, voru notaðir, til að viðhalda lífi særðra hermanna í Evrópu áður en lokið var 'síðasta alheimsstríði. 4 4 4 England hefir bygt 110,438 hús síðan stríðinu linti, en þetta er langt frá að full- nægja þörfinni. Húsabygginganefndin kalíL- ar eftir að 491,924 hús eða íbúðir verði bygð. 4 4 4 Búnaðardeild Bandaríkjanna segir að 'kartöflur séu ekkert meira fitandi heldur en brauð. Kartafla af meðal stærð, og þykk brauðsneið hafa hér um bil sama nser- ingargildi. 4 4 4 Peningar í Argentínu hafa lækkað svo mikið í verði að járnbrautarþjónar, sem vinna á járnbrautum þeirn, sem tilheyra Bretum, hafa beðið um að kaup þeirra væri borgað í gulli en ekki í pappírspen- ingum. 4 4 4 Vindlinga framleiðsla var hærri í Bandaríkjunum árið 1945 heldur en nokkru sinni fyr. En í 1946 voru 6,800,000,000 fleiri framileiddir, eða alls 340,000,000,000 — þrjú ’hundruð og fjörutíu biljónir.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.