Stjarnan - 01.05.1947, Page 1

Stjarnan - 01.05.1947, Page 1
——-——^ MUmiiuiiiiii iMmmi iiMLjiiiMiMjuimi [ STJARN [ AN n MAÍ1947 LUNDAR, MAN. Hin eina von heimsins (Voice of Prophecy) Fyrir meir en 1900 árum síðan sagði Ungur maður við vini sína: “Eg fer til hans, sern sendi mig.” Jóh. 16:5. Þetta hrygði þá mJÖg, þeim fanst lífið lítils virði, ef þeir mistu félagsskap hans. Átti þetta þá að Vera endinn á öllum framtíðarvonum þeirra. En hann fullvissaði þá um að hann mundi koma aftur. “Eg fer að tilbúa yður stað .. . eg mun koma aftur og taka yður til mín.” Jóh. 14:3. Frá þeim degi hefir þetta loforð hans verið vonarstjarna lærisveina 'Fans út um allan heim. Faðirinn kallaði hann heim, en hann lofaði að koma aftur pg vér getum reitt oss á loforð hans. ‘Hjörtu yðar skelfist ekki né firæðist . . . Hg fer burt að tilbúa yður stað og þegar eg er burt farinn og hefi tilbúið yður stað naun eg koma aftur og taka yður til mín svo að þér séuð þar sem >eg er.” Jóh. 14:1-3. Endurkoma Krists mun fyrir marga uieina frelsun frá þjáningum, sjúkdómi, sorg 0g dauða. 1 stað þess mun þeim veit- ust hreysti, auðlegð, endurfundur vina og odauðleiki. Það er því engin furða þó end- urkoma Krists sé blessun og fagnaðarefni fynir þá, sem hafa þessa von í hjarta sínu. í Títus 2:13, er talað um að Guðs börn Híða þeirrar sælu, sem er í vændum og úýrðlegrar opinberunar hins mikla Guðs °g vors Frelsara Jesú Krists.” Og í I. Jóh. 3:3 lesum vér að, “hver sem hefir þessa von til hans hreinsar sjálfan sig eins og hann er hreinn.” Þessi blessaða von þegar hún nær að festa rætur í hjarta mannsins, breytir hon- um svo að hann lítur öðrum augum á lífið °g metur jarðneska hluti ekki eins mikils og áður. Hann eyðir minna í skemtanir og þarflausa hluti en ieggur fram meiri tíma, krafta og fé fyrir Guðs ríkis málefni, því hann veit að Jesús hefir sagt: “En kenningin um Guðs ríki mun um gjörvallan heim boðuð verða til vitnisburðar fyrir öll- um þjóðum, og þá mun endirinn koma.” Matt. 24:14. Höfum vér nokkra sönnun fyrir því, að Jesús komi bráðum? Vissulega. Hver eru táknin? Meðal annars þessi: Stríð, drep- sóttir, hungursneyð, og jarðskjálftar á ýms- um stöðum. (Sjá Matt. 24. og Lúkas 21. kap). Angist meðal þjóðanna í örvinglun, undir* búningur undir stríð og tal um “frið og öllu óhætt”, sívaxandi lögleysi og glæpalíf, kærleikur margra kólnar, fráfall frá krist- inni trú, uppfyndingar og framfarir á öll- um sviðum. Dan. 12:4. Öll þessi tákn eru uppfylt og benda á að endurkoma Krists er í nánd. Jesús leiddi athygli að þessu er hann sagði: “Þegar þér sjáið alt þetta koma fram þá vitið að hann er í nánd og fyrir dyrum.” Ef vér lesum Biblíuna með eftirtekt, þó sjáum vér að spádómunum um Messías er skift í tvo flokka. Annar segir frá að hann muni koma, líða og deyja. Allir spá- dómar um Krist, líf hans, þjáningar og dauða voru bókstaflega uppfyltir. Þess vegna höfum vér fulla ástæðu til að trúa spádómunum um komu hans sem konungur konunganna. Til hvers ætlaði Jesús að koma aftur? Meðal annars til þess að taka lærisveina sína til sín, svo þeir séu þar sem hann er. Jóh. 14:3. Hann kemur með hvellum lúðri til að reisa frá dauðum þá.. sem sofnaðir

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.