Stjarnan - 01.05.1947, Qupperneq 2

Stjarnan - 01.05.1947, Qupperneq 2
42 STJARNAN eru í Kristi og ummynda þá, sem lifandi verða og tafea hvorutveggju til sín til himins. “Því Drottinn sjálfur mun með ákalli, með höfuðengils raust og með Guðs lúðri af himni niður stíga, og þeir sem í Kristi eru dánir munu fyrst upprísa, síðan mun- um vér, sem eftir erum lifandi, verða hrifnir til skýja ásamt þeim til fundar við Drottinn í - loftinu, og munum vér síðan með Drotni vera alla tíma, huggið því hver annan með þessum orðum.” I. Thess. 4:13-18. Það er endurgjaldstíminn þegar Jesús feemur. “Sjá, eg kem sfejótt og hefi með mér endurgjaldið handa sérhverjum, efth; því sem hans verfe verða.” Op. 22:12. Sumt fólfe trúir ekki endurkomu Krists af því það trúir ekki guðdómi hans. Það er aðal atriðið, sem alt snýst um. Ef Jesús er Guð þá er endurkoma hans áreiðanlegur verðulegleiki. Ef hann er ekki Guð, þá er um enga endurkomu að tala. Á dögum postulanna þá var grundvöllur trúarinnar það, að Kristur hefði komið í heiminn, nú er trúarreynslan í því innifalin hvort menn trúa að hann kemur aftur persónulega og sýnilega. Þegar maður segir: Eg trúi á persónu- lega, sýnilega, dýrðlega endurkomu Drott- ins míns og frelsara Jesú Krists í skýjum himins, þá veit eg hverju hann trúir í öll- um öðrum trúaratriðum. Hann trúir á innblástur Ritningarinnar, og að hún mein- ar það sem hún segir. Hann trúir því, að Jesús er Guð, bæði fús til og fær um að efna loforð sitt um að koma aftur og taka sitt fólk til sín. Hann trúir að Jesús fórnaði sjálfum sér á krossinum fyrir syndir manna og að hann reis upp frá dauðum. Þetta tvent er ástæðan fyrir því, að hann kemur aftur. Trúin á endurkomu Krists er eiginlega aðalatriði trúarinnar nú á dögum, því hún útilykur al'la svokallaða frjálstrú og Biblíu- krítik, allan efa og vantrú á Guðs orði. Þegar þú sérð og trúir Jesú dýrmæta lof- orði um að koma aftur, þá verður Biblían ný bók fyrir þig, þá muntu sjá að krossinn og kórónan, krossfestingin og endurkoman eru eins og hámark guðdómlegrar opinber- unar. Vanræktu ekki að rannsaka þetta efni í Biblíunni. Hvernig eigum vér að snúa oss gagn- vart þessum atburði? Eigum vér að taka undir með spotturum þessara síðustu daga og segja: “Hvar er fyrirheitið um tilkomu hans?” eða með hinum vonda þjóni, sem segir: “Það mun dragast að herra minn komi.” Nei, þúsund sinnum nei. Vökum og biðjurn því “þann dag eða stund veit enginn, hvorki englar á himni né sonurinn, enginn nema faðirinn einn. Verið því varir um yður, vakið og biðjið, því þér vitið ekki nær þess tími kemur. Því er eins varið og manni nokkrum, sem ferðaðist úr landi, og fól hús sitt og eigur þjónustumönnum á vald, og skipaði hverj- um sitt verk, en bauð dyraverðinum að vaka. Vakið þess vegna. því þér vitið ekki þegar húsbóndinn muni koma, hvort held- ur að aftni, um miðnætti, um aftureldingu eður að morgni, svo að hann finni yður ekki sofandi nær hann skyndilega kemur. En hvað eg segi yður, það segi eg öllum: Vakið.” Bíðum með þolinmæði. 1 I. Thess. 1:9. lO. versi er oss sagt frá þeim sem sneru sér til Guðs: “Menn gjöra orð á þ-ví hvílíka komu vér áttum til yðar og hvernig þér sneruð yður til Guðs frá skurðgoðunum til að þjóna lifandi og sönnum Guði, og vænta sonar hans frá himni, sem hann uppvakti frá dauðum, Jesú, er frelsar oss frá hinni yfirvofandi hegningu”. Vér munum ekki þurfa að bíða lengur en Guð sér hentugast. “Því innan harla skamms tíma mun sá koma, sem væntanlegur er og ekki tefja.” Hebr. 10:37. “Þannig er Kristur eitt sinn fórnfærður til að burt taka margra syndir, en í annað sinn mun hann birtast án þess að vera syndafórn, öllum sem hans vænta til frels- uar.” Hebr. 9:28. Hann mun birtast öllum, því “hvert auga mun sjá hann”, en það er aðeins þeim, sem vænta hans, sem hann mun birt- ast til frelsunar, þegar hann kemur. Hinir aðrir skelfast, örvænta og hrópa til fjall- anna og hamranna að hrynja yfir sig og fela sig fyrir ásjónu hans. Op. 6:14-17. í Fil. 3:20 og 21. versi lesum vér: “Vort föðurland er á himni hvaðan vér væntum lausnarans, Drottins Jesú Krists, sem mun ummynda líkama vorrar lægingar, svo hann verði líkur hans dýrðarlíkama eftir þeim krafti, sem hann hefir til að leggja alt undir sig.”

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.