Stjarnan - 01.12.1948, Side 1

Stjarnan - 01.12.1948, Side 1
STJARNAN DESEMBER, 1948 LUNDAR, MANITOBA Elskar þú mig? Fyrir nokkrum mánuðum síðan ferð- aðist eg með stóru gufuskipi gegn um sundið milli eyjarinnar Madagascar og meginlands Afríku. Þá kom mér til hugar saga sem eg hafði lesið nokkrum árum áður um kristna unga stúlku sem átti heima á eyjunni nærri hundrað árum áður. Heiðna drotningin á Madagascar sem þá réði ríkjum ásetti sér að uppræta kristnu trúna. Trúboðar voru reknir í burt og kristnar guðsþjónustur bannaðar. Árið 1848 voru margir kristnir menn líflátnir samkvæmt konunglegri skipun. Ein aðferðin var að hrinda hinum kristnu niður fyrir klettahamra fyrir ofan höfuð- borgina. Hinir kristnu voru látnir standa á klettabrúninni og horfa ofan fyrir. Þeim var boðið líf ef þeir vildu hylla hina heiðnu guði eyjarinnar, annars var þeim hrint fram af klettabrúninni. Á þessu tímabili bjó kristin ung stúlka á eyjunni sem var af konungs ættinni. Drotningin vildi frelsa hana frá lífláti. En bænir og loforð, hótanir og ofbeldi höfðu engin áhrif, hún stóð stöðug með Kristi. Ásamt fleiru kristnu fólki var hún tekin upp á klettabrúnina. Hún var sett þar sem hún gat séð þegar hinum var hrint niður fyrir. Yinir hennar, einn eftir annan létu líf sitt fyrir frelsara sinn. Yfirmennirnir reyndu ennþá að fá hana til að afneita Kristi. Faðir hennar grátbændi hana að snúa baki við Kristi til að frelsa líf sitt, en hún lét ekki bugast. Svo var hún leidd fram á brúnina svo hún gæti séð lík vina sinna, og ennþá reyndu menn að fá hana til að afneita trú sinni. Hún svaraði ein- ungis: “Lofið mér að fylgja vinum mínum.” , Þessi unga stúlka elskaði frelsara sinn meir en sitt eigið líf. Ungi maður u n g a kona, ef þú ættir að velja milli Guðs og þíns eig'in lífs, hvað mundir þú velja? Hvað mikið elskar þú Drotinn Jesum Krist? Það er dýrmætt að hafa hjörtu vor svo fylt af kærleik til Krists að vér séum fúsir að deyja fyrir hann, en það er margfalt meira vert að elska hann svo mikið að vilja lifa honum. Þeir sem á liðnum tím- um hafa látið líf sitt fyrir Krist hafa fyrst verið fúsir til að lifa fyrir hann. Þess vegna var það að þeir stóðust reynsluna þegar að því kom að láta líf sitt fyrir hann. Guð hefir starf fyrir alla, sem gefa honum umráð yfir lífi sínu, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir. Páll postuli segir:“ Lát engan líta smáum augum á æsku þína, en ver þú fyrirmynd í hrein- leika . . . stunda þetta ver allur í þessu. 1. Tim. 4:12-15. Um leið og vér leggjum oss alla fram, verðum vér að reiða oss á Drottinn vorn Jesúm Krist. Vér eigum að ráðast í mikið fyrir hann og vænta mikils af honum. Hann hefir nóg starf fyrir alla, unga og gamla, óreynda jafnt sem æfða. Vér eigum að vera fyrirmynd trúaðra í öllum greinum, það meinar Guði helgað lífemi. Pétur postuli segir: “Þér skuluð víðfrægja dáðir hans, sem kallaði yður frá myrkrinu til síns und- ursamlega ljós”. Jesús er sá sem hefir kall- að út úr myrkrinu inn í dýrðlega ljós fagn- aðarerindisins. Yfirstandandi tími er mentunar og framfara tímabil, en spillingin er á háu stígi. Myrkraveldið vinnur með meiri krafti heldur en nokkru sinni fyr. Skemt- anafýsnin og heimselska útrýmir elskunni til Guðs. Æskulýðurinn, og hinir eldri líka, eru umkringdir á allar hliðar af freistingu hins vonda. Johannes postuli segir: “Djöf- ullinn er stíginn niður til yðar í miklum móð, því að hann veit að hann hefir naum- an tíma.” Op. 12:12. Bæði ungir og gamlir

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.