Stjarnan - 01.12.1948, Page 2

Stjarnan - 01.12.1948, Page 2
90 STJARNAN þurfa frelsarans fremur en nokkru sinni fyr. Guð vill að vér séum starfsamir kristn- ir menn, lifandi vitni Krists til að leiða aðra til hans. 'Völt þú gefa gaum að köllun Guðs. Vilt þú lofa Guði að opinbera sig fyrir öðrum gegn um líf þitt. Menn og konur á liðnum öldum hafa gefið Guði líf sitt, helgað honum starf sitt og áhrif, og jafnvel látið líf sitt fyrir hann. Hvað vilt þú gjöra? Hvað mikið elskar þú frelsara þinn? R. H. PIERSON “Ekkert rúm” “Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að það var eigi rúm fyrir þau í gisti- húsinu.” Frá þeim tíma og alt til þessa í rúmar 19 aldir, hefir Jesús fengið svipaðar við- tökur hjá fjöldanum “ekkert rúm”. Eins og gestgjafinn í Bethlehem hefir flest fólk vísað honum í burtu því það hafði ekkert rúm fyrir hann. Það er ómögulegt að halda verulega jólahátíð án Krists. Að vísu er hægt að taka sér frí frá vinnu sendast gjöfum á og hafa veislurétti á borðum, og kalla þetta jól. Margir gjöra þetta, en þeir fara alveg á mis við anda hátíðarinnar, hið mest árið- andi er að kannast við Jesúm sem Guðs son, og að hann kom í heiminn til að frelsa syndara. 1. Tim. 1:15. Það verður fyrst veruleg jólahátlð þeg- ar vér getum sagt með postulanum: “Vér vitum að Guðssonur er kominn og hefir gefið oss skilning, til þess að vér þekkjum hinn sanna, og vér erum í hinum sanna fyrir samfélag vort við Son hans Jesúm Krist. Þessi er hinn sanni Guð og eilífa lifið.” 1. Joh. 5:20. Velgengi er hættuleg. Af því gestgjaf- inn hafði mikla aðsókn, var “ekkert rúm” í gestgjafahúsinu. Ef vér ekki gætum vor lifum stöðugu bænalífi á þessum velgengn- is og nægtatímum þá er hætta á því að vér ekki höfum tíma eða pláss fyrir Krists í lífi voru. Margir láta í ljósi með breytni sinni að þeir hafa “ekkert rúm”. Hjörtu þeirra ofþyngast af áhyggju fyrir lífinu. Heimurinn er fullur af sorg og þján- ingum. Margir eru heimilislausir, kaldir og klæðlitlir. Þótt stríðið sé á enda þá hafa eyðilagðar borgir ekki risið úr rústum, menn fálma eins og í myrkri til að leita friðar. “Friður á jörðu” virðist ennþá eiga langt í land. Bak við tárin sem hrynja og sorgina sem nístir hjörtu manna stendur Guðs ó- brigðula loforð um nýjan heim, þar sem Guð mun “þerra hvert tár af augum þeirra, og dauðinn mun ekki framar til vera hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið”. Op. 21:4. “Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig. í húsi föður míns eru mörg híbýli, væri 'ekki svo, mundi eg þá hafa sagt yður að eg færi burt að búa yður stað. Og þegar ég er burt farinn og hefi búið yður stað, kem eg aftur og mun taka yður til mín, til þess að þér og séuð þar sem ég er”. Joh. 14:1-3. Þegar Jesús kemur aftur þá kemur hann ekki eins og hjálparlaust ungbarn. Þá kemur hann í konungsdýrð sinni og allir hinir heilögu englar verða í för með honum. Þá kemur hann ekki til að deyja fyrir syndara heldur til að taka til sín þá sem hér hafa gefið honum rúm í hjörtum sínum. Hvort vér verðum viðbúnir að mæta honum með fögnuði og fáum að fylgjast með hinum dýrðlega skara sem oðlast heimili á himnum, er eingöngu undir því komið hvort vér viljum gefa honum rúm í hjörtum vorum nú. Opnið hjörtu yðar fyrir honum nú, og gefið honum full umráð yfir lífi yðar, þá mun yður veitast ljúfur inngangur í hið eilífa ríki Drottins vors og frelsara Jesú Krists. M. L. RICE “Hryggið ekki Guðs heilaga anda” Jesús, sonur Hins lifanda guðs, Drott- inn dýrðarinnar, sem englarnir tilbiðja, hann óskar eftir að hafa hásæti sitt í hjört- um vorum, og hafa söfnuð vorn sem sína konunglegu hirð. Þetta virðist nær því of dásamlegt til að trúa því, en Guðs orð opinberar ótvírætt að þetta er áform Guðs

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.