Stjarnan - 01.12.1948, Síða 3
STJARNAN
91
fyrir börn hans. Jesús hefir bæði frá Guðs
og manna hálfu fullkominn rétt til allra
umráða í hjarta mannsins. “Allir hafa
syndgað og skortir Guðs dýrð.” Vér erum
allir fæddir í synd og af náttúrunni reið-
innar börn. (Efes. 2:3) Annar hefir sest í
hásæti það sem með réttu tilheyrir Kristi.
Önnur sorgleg afleiðing syndarinnar
er að maðurinn misti kraftinn til að istjórna
sér sjálfur. En hann misti ekki frjálsræðið
til að velja. “Kjósið þá í dag hverjum þér
viljið þjóna”. Jós. 24:15. “Komið til mín”.
segir Jesús, “allir þér sem erfiði og þunga
eruð hlaðnir, eg vil gefa yðuir hvíld.” Matt.
11:28. Jesús gekk fram og kallaði segjandi:
“Ef nokkurn þyrstir, þá komi sá til mín
og drekki.” Jóh. 7:37.
Það er ótvírætt að maðurinn hefir
frjálsræði til að velja, noti hann það
frjálsræði rétt þá getur hann öðlast aftur
kraftinn til að stjórna sjálfum sér. Til að
byrja með verður hann að gefa sig og vilja
sinn á vald Kristi Drotni vorum og frels-
ara. Vér verðum skilýrðislaust að vera
undirgefin Drotni vorum til að geta öðlast
hinn sjálfstjórnandi kraft. “Vitið þér ekki
að þeim sem þér ljáið yður sjálfa fyrir
þjóna til hlýðni, þá eruð þér þess þjónar
sem þér hlýðið, hvort heldur það er syndar
til dauða eða hlýðni til réttlætis.”
Eftir að maðurinn misti yfirráðin yfir
sjálfum sér með því að hlýðnast uppreist-
arforingjanum, sem reyndi að ná yirráð-
um í heiminum, þá var það eini vegurinn
fyrir maninn að meðtaka fagnaðarerindi
Krista til þess aftur að öðlast kraftinn til
að stjórna sjálfum sér. Freslunar áformið
er í því innifalið að Sonur Guðs “tók á sig
þjóns mynd og varð mönnum líkur,” og
hann “bar vorar syndir á sínum líkama
upp á tréð, svo vér skyldum skilja við
syndirnar og lifa réttlætinu.’* Fil. 2:7. 1.
Pét. 2:24.
Eftir hinn smánarlega dauða á kross-
inum og hina dýrðlegu upprisu sté Jesús
til himins og gjörðist talsmaður vor hjá
föðurnum. Svo sendi hann mönnunum
sinn heilaga anda til jarðar til þess að
halda áfram starfi hans. Heilagur andi á
að laða og leiða menn að koma til Krists,
en Jesús biður til Föðursins fyrir þeim
sem iðrandi koma til hans.
Meðan heilagur andi heldur áfram að
hnýja á hjörtu manna og Jesús heldur
áfram að tala máli þeirra fyrir föðurnum,
þá er tækifæri fyrir syndaranp til að brjóta
af sér hlekkina sem syndin og satan hefir
bundið hann með, ef hann aðeins vill ein-
læglega gefa sig Kristi og hylla hann sem
konung sinn.
Jesús neyðir engan til að veita sér
viðtökur. Hann segir: “Sjá, eg stend við
hurðina og drep á dyr, sá sem heyrir raust
mína og lýkur upp fyrir mér, til hans mun
eg inn ganga og við skulum eta kvöldverð
saman,” Op. 3:20. Hann bíður þess að hon-
um sé boðið inn. Hann stendur við hurðina
°g ber að dyrum, hann þráir að fá inn-
göngu. Hann knýr á hjarta syndarans og
segir “Snúið yður, snúið yður frá yðar
vondu breytni. Hví viljið þér deyja, Israels-
menn”. “Þar eð hann ekki vill að nokkur
fyrirfarist heldur að allir komist til sinnis-
betrunar.” Ez. 33:11; 2, Pét. 3:9.
Miskun og kærleikur eru eiginlegleik-
ar Guðs, en þó mun innan skams koma sá
tími að náð hans verður ekki lengur fram-
boðin syndurum. Guðs andi yfirgefur menn
að lokum ef þeir áframhaldandi þverskall-
ast gegn .honum. “Degi hallar og kveld-
skuggarnir lengjast.” Jer. 6:4.
Innan skams verður það of seint að
búa sig undir að mæta frammi fyrir kon-
unginum. Ó hve nauðsynlegt það er að vér
nú þegar komum til Jesú og meðtökum
friðþægingu hans, svo vér ekki með að slá
því á frest hryggjum heilagan anda “í
hverjum vér erum innsiglaðir til endur-
lausnardagsins, Efes. 4:30.
Jesús segir: “Gangið í ljósinu meðan
þér hafið ljósið svo myrkrin yfirfalli yður
ekki.”'Fylgið ljósinu, gangið í ljósinu. Hlýð-
ið öllum sannleikans boðorðum. Lifið af,
og samkvæmt hverju orði sem framgengur
af Guðs munni, og þá munuð þér fylgja
Jesú hvert sem hann fer . . .
Guð gefur sinn heilaga anda þeim sem
biðja um hann. Þegar Guðs andi sannfær-
ir samvisku þína um synd, þá veittu því
athygli, og gef gaum að því sem guðs andi
talar til þín. Hvert skifti sem vér drögum
oss í hlé og sláum á frest að hlýða, þá
gjörum vér oss erfiðara fyrir að meðtaka
hið himneska ljós og að lokum fer svo
að vér heyrum ekki lengur áminningar
og aðvaranir Guðs anda . . .
Enginn þarf að ímynda sér að synd
á móti heilögum anda sé eitthvað leyndar-