Stjarnan - 01.12.1948, Síða 4
92
STJARNAN
dómsfult. Synd á móti heilögum anda er
að standa stöðugt móti áhrifum hans og
hliðra sér hjá að hlýða, þegar hann knýr
mann til að iðrast syndanna og snúa sér
til Krists. Ef þú neitar að trúa á Jesúm
þá elskar þú myrkrið meir en ljósið, þá
velur þú lofstlagið sem umkringdi hinn
fyrsta uppreisnar anda í stað þess að lifa
í samfélagi við Föðurinn og soninn. Guð
leyfir þér að kjósa.”
MRS. E. G. WHITE
IX KAPÍTULI
“Undirbúist eða fyrir farist”
“Vér verðum að herbúast eða farast.”
Þetta var aðalkjarnin'n í skýrslu George C.
Marshalls til Patterson hermálaritara 9.
október 1945 eftir að hann hafði rannsak-
að sumar af þeim ægilegu hættum sem
leynast í ástandi heimsins nú á dögum.
Marga hrylti við orðum hans. Hví
skyldi hann tala þannig þegar Bandamenn
höfðu unnið hinn mesta sigur, sem mann-
kynsagan getur um? Þegar þeir hölðu
keypt frið fyrir afarverð í blóði og fjár-
munum. Hví var hann þá að kalla og hrópa
um þörf á nýjum herbúnaði? Var það
mögulegt að eftir allar siguirvinningarnar
á landi, sjó og í lofti, að nú yrði að byrja
nýjan leik og búa sig undir eitt stríðið enn
á móti einhverjum óvin, sem enginn þorði
að nafngreina? Var það mögulegt eftir allar
fórnirnar, hörmungarnar og sorgirnar, sem
ríkt höfðu undanfarin ár, að ennþá væri
voði á ferðum og ennþá yrðu menn að
vera á verði um líf sitt og limi.
Til þess að leggja enn meiri áherslu
á þessa viðvörun skoraði Marshall herfor-
ingi á H. H. Arnold herforingja að lýsa sum-
um hinna nýju vopna sem þegar væru í
smíðum bæði hér á landi og annarstaðar.
Arnold svaraði:
“Vér getum stjóirnað flugeldum til
vissra staða með rafmagni og nýum áhöld-
um, isem beina þeim nákvæmlega að upp-
sprettum hita, ljóss og seglumagns. Þessir
flugelda drekar stefna þráðbeint á verk-
smiðjur knúðir af eigin mætti og aðdrátt
arafli frá eldfærum verksmiðjanna. Þeir
eru svo vísindalega úr garði gjörðir og svo
nákvæmir, að í stóru herbergi stefna þeir
af sjálfsdáðum á mann sem kemur inn með
aðdráttarafli því sem hitin frá manninum
framleiðir.
“Innan fárra ára verða búnar til flug-
vélar sem þeytast áfram með 500 til 600
mílna hraða á klukkustundinni til staða
í 1,500 mílna fjarlægð, 40 þúsund fet uppi
í loftinu. Nú þegar eru afarstórar flugvélar
í undirbúningi, sem flutt geta yfir 100,000
pund og ferðast með ofsa hraða.
Þessar flugvélar hafa svo mikið úthald
að þær geta farið hvert semier ætlað í ver-
öldinni og komist heim aftur til sinna upp-
haflegu stöðva. Einmitt nú erum vér að
búa til sprengju sem vigtar 45,000 pund,
svo hún verði til reiðu á sama tíma sem
hin tröllaukna flugvél er fullgjörð. Vís-
indamenn hafa þegar í undirbúningi risa-
sprengju sem verður 100,000 pund”.
Loksins sagði Marshall herforingi í
endir skýrslu sinnar: “Uppgötvun atóm-
sprengjunnar getur orðið mannkyninu til
hinnar mestu blessunar eða til gjörsam-
legrar eyðileggingar.” Svo bætti hann við:
“Það er á móti þeirri mögulegu eðlilegg-
ingu, sem þessi þjóð þarf að undirbúa sig
eða fyrirfarast.
Hann skýrði ekki frá því hvaða þjóð
eða þjóðir það væru sem ef til vill mundu
búa til samskonar sprengjuir, eða hvernig
þeim gæti orðið beitt gegn Bandaríkjunum.
En athugasemdir hans gáfu til kynna að
hann bar í huga sér djúpan ótta, og þess
vegna hrópaði hann; “Undirbúist eða fyr-
irfarist,” og þetta hróp verður endurtekið
hvað eftir annað á komandi tíma. Það mun
berast út fyrir Ameríku og yfir allan heim,
aðrar þjóðir munu heyra það og fylgja
iráðum þess. Þetta getur leitt til hins mesta
kapps í hernaðar framleiðlsu sem nokkru
sinni hafa farið sögur af.
En þessi aðvörun á sér dýpri þýðingu
í sambandi1 við þau alvörumál sem vér
horfumst í augu við. Vér þurfum meir
ett efnalegan og vísindalegan undirbúning
til þess að mæta því sem framundan er. Vér
þurfum líka andlegan undirbúning.
Þær skelfingar sem Marshall herfor-
ingi óttaát í niðdimmu framtíðarinnar er
enn ein sönnunin fyrir því að öll hrófatyld-
ur liðinna daga í menningarlegu tilliti eru
að því komin að hrynja. Þær eru
tákn, sem samkvæmt orðum spámannanna
benda á að endir mannkynsögunnar er þeg-
ar fyrir höndum. Og á þeim degi dómsins