Stjarnan - 01.12.1948, Qupperneq 7
STJARNAN
95
“Aldrei hefir maður talað
eins og þessi maður”
Æðstuprestarnir og farisear höfðu
sent menn til að handtaka Jesúsm. Þegar
þeir komu án hans spurðu hinir skrift-
lærðu: “Hví komuð þér ekki með hann?”
Sendimennirnir höfðu orðið svo hrifnir af
orðum Krist. Þeir höfðu aldrei heyrt slíka
ræðu, svo þeir svöruðu: “Aldrei hefir mað-
ur talað eins og þessi maður.”
Jesús talaði ekkert líkt því sem hinir
andlegu leiðtogar þeirra tíma. “Hann tal-
aði eins og sá sem vald hafði.” Hann talaði
ákveðið af því hann vissi um hvað hann
talaði. Hann talaði af sannfæringu. Hann
talaði sannleikann.
Þegar hann var 12 ára að aldri undr-
uðust fræðimennirnir yfir þekkingu hans
og skilningi. Hinar ákveðnu skýru kenn-
ingar hans vöktu trú og von og hugrekki
í hjörtum manna. Þær, veita mönnum
huggun og hughreysting enn í dag, á tím-
um hörmunga efa og vantrúar.
Enginn sem einungis var maður gat
með sanni sagt: “Eg hefi stigið niður af
hinini” Joh. 6:38. “Eg er sonur Guðs.” Joh.
10:36.
“Áður en Abraham varð til er eg.” Joh.
8:58.
“Eg er upprisan og lífið.” Joh. 11:25.
“Eg og faðirinn erum eitt.” Joh. 10:30.
“Eg legg líf mitt í sölurnar til að taka
það aftuir.” Joh. 10:17.
“Eg er ljós heimsins.” Joh. 8:12.
Enginn jarðneskur maður, gat sagt og
látið það verða að áhrínsorðum — Við hinn
líkþráa: “Eg vil, vertu hreinn.” Matt 8:3.
Við lærisveinana: “Læknið sjúka vekið
upp dauða, hreinsið líkþráa, rekið út ílla
anda, ókeypis hafið þér meðtekið, ókeypis
skuluð þér af hendi láta.” Matt. 10:8.
Til hins látna: “Lazarus kom þú út.”
Joh. 11:43.
Við ílla andann: “Þú óhreini andi far
þú út af manninum.” Mark. 5:8.
Við vindinn: “Þegi þú, haf hljótt um
þig.” Mark. 4:39.
Við lama mannin: “Syndir þínar eru
fyrirgefnar . . . statt upp tak sæng þína
og far heim til þín.” Mark 2:5-11.
Við Gyðingana: “Brjótið þetta musteri
og á þrem dögum mun eg reisa það”. Joh.
2:19.
Enginn sem einungis var jarðneskur
maður gat opnað augu hins blinda með
því að snerta þau, eða fætt þúsundir manna
á fáum brauð-um, vísað Pétri á pening í
munni fisksins til að borga með skattinn,
læknað hinn mál og heyrnarlausa, rekið
peningavíxlarana út úr musterinu eða lof-
að: “Eg kem aftur og mun taka yður til
mín.”
Sjúkdómar, dauði, vindur, bylgjur
vatnsins, íllir andar, skepnur og vondir
menn heyrðu rödd hans og hlýddu skipun-
um hans. Hann talaði eins og enginn ann-
ar meður hefir talað. Hann talaði sem Guð
en ekki maður. Og það er hann sem innan
skams mun opinberast frá himni sem kon-
ungur konunganna og Drottinn drotnanna.
Guð hefir gefið honum nafn sem er öllum
nöfnum æðra, til þess að fyrir nafni Jesú
skuli hvert kné beygja sig . . . og sérhver
tunga viðurkenna að Jesús Kristur sé
Drottinn Guði föður til dýrðar.”
Sendimennirnir höfðu rétt fyrir sér er
þeir sögðu: “Aldrei hefir maður talað
eins og þessi maður talar.”
W. R. FRENCH
Lögregluþj ónninn
Eftir O. L. JACQUES
William, lögregluþjónn sem hafði verið
í stjórnarþjónustu víða í Tanganyika hér-
aðinu þar skírður fyrir 6 mánuðum síðan.
Nokkrum dögum seinna sá eg hann
standa við dyrnar á trúboðstöðinni. Eg gat
ekki annað en dáðst að honum með sjálfum
mér þar sem hann stóð, hreinn, hraustur
og unglegur í einkennisbúningi sínum.
“Kennari, eg hef sagt upp lögregluþjóns
stöðunni,” sagði hann.
“Hvernig stendur á því William, vilja
þeir ekki gefa þér frí á hvíldardögunum?”
spurði eg. “Það stendur ekki í vegi”, svar-
aði hann rólega.
“Geðjast þér ekki að starfinu eða fær
þú of lítið kaup?”
“Mér geðjast að starfinu og fæ gott
kaup.” “Hvers vegna hættir þú þá?”
“Eg verð að vinna fyrir Guðs ríki. Eg
verð að fara heim til ættingja minna og