Stjarnan - 01.01.1949, Side 1
STJARNAN
JANÚAR, 1949 LUNDAR, MANITOBA
GLEÐILECT NÝÁR 1949
Ó hvað það léttir erfiðleika lífsins og
eykuir mani bæði andlegan og líkamlegan
styrk að bafa eitthvað sem maður getur
hlakkað til, og horft með vonargleði fram
á ókomna tímann. Þessi hamingja istendur
þér til boða vinur minn, sem les eða heyrir
þessar línur lesnar. Nú erum vér enn fyrir
'Guðs náðarríku handleiðslu komnir að nýj-
um áramótum. Ef þér hafið valið Jesúm
fyrir leiðtoga yðar og hans orð fyrir leið-
arljós á hinu nýja ári, þá getið þér fangn-
andi litið fram á ókomna tímann, því Guð
hefir sjálfur sagt: “Eg skal ekki sleppa þér
né yfirgefa þig.” Heb. 13:5. Og Jesús hefir
lofað fylgendum sínum: “Sjá eg er með yð-
ur alla daga alt til veraldarinnar enda.”
Matt. 28:20.
Mann tala mikið um ófriðarhorfur í
heiminum, dýrtíð og fleira, en vér höfum
Jesúm með oss og hann hefir alt vald á
himni og jörðu, svo vér höfum engu að
kvíða. Hann er það lífsins brauð sem af
himnum er bfan komið og heiminum gefur
líf. Hinum þyrstu, sem biðja hann um það
gefuir hann lífsins vatn. Vér vitum hvað
góðum foreldrum er ant um velferð barna
sinna og hvað það gleður þau að geta gefið
börnunum það sem þeim er til gagns eða
gleði. En Jesús, segir: “Ef þér sem vondir
eruð tímið að gefa börnum yðair góðar
gjafir, hvað miklu framar mun þá ekki fað-
ir yðar á himnum gefa þeim heilagan landa
sem hann biðja. Luk. 11:13. Með gjöf heil-
ags ianda öðlumst vér alla þá blessun og
hamingju sem hægt er að njóta, því “ávöxt-
ur andans er kærleiki, gleði, friðsemi, lang-
lundairgeð, góðlyndi, góðvild, trúmenska,
hógværð, bindindi.” Gal. 5:22. Nú kann
einhver að segja að þetta snerti ekki líkam-
legar þarfir vorar svo sem fæði, klæði,
húsnæði o.s.frv. en þá skulum vér fni
þess að allar þessar náðargjafir fást ein-
ungis fyrir trú á Jesúm Krist og samfélag
vort við hann, og hlýðni við hans heilaga
vilja og sá sem lifir slíku 'lífi í trú og hlýðni
við Guðs orð getur gjört kröfu til loforðsins
í Jóh. 15:7. “Ef þér eruð stöðugir í mér og
mín orð hafa stað hjá yður, þá megið þér
biðja hvers þér viljið og það mun yðuir
veitast.” Þetta fyrirheit tekur yfir bæði
tímanlegar og 'andlegar þarfir sem vér get-
um beðið um. Eg veit af þeim sem ennþá
eru lifandi, sem hafa tileinkað sér þessi
fyrir heit og fengið reynslu fyrir áreiðan-
legleika þeirra. Guð fer ekki í manngrein-
arálit, svo ef þú mætir skil yrðinu sam Guð
setur, getur þú verið fullviss um bæn-
heyrslu hvort sem þú biður um tímanleg
eða andleg efni.
Gefið Guði hjörtu yðar, lesið Guðs orð
og hlýðið því, biðjið svo um það sem yður
liggur á hjarta og þér munuð fá eigin
reynslu fyrir því að Guðs loforð bregðast
ekki. Guð gefi yður öllum blessunarríkt og
gleðilegt ár í Jesú nafni.
S. JOHNSON
-----------*-----------
Jesús minn eg þrái þig,
þú munt komia að sækja mig;
Biðin er mér orðin löng,
Erfið leiðin grýtt og þröng.
Jesús minn eg þarfnast þín,
Þú ert leiðarstjarnan mín.
Alt er valt í heimi hér,
Hjá þér vera kýs eg mér,
Þar hinn sanna frið eg finn,
Frelsari og Drottinn minn.
Jesús minn eg þarfnast þín,
Þú ert eina vonin mín.
n IíÖEÍSBÓKASAFN
i 7 7 81 b
ÍSIAKDS
P. SlGURÐSON