Stjarnan - 01.01.1949, Side 2

Stjarnan - 01.01.1949, Side 2
2 STJARNAN IX KAPITÚLI (Frh.) “UNDIRBÚIST EÐA FYRIRFARIST” Fyrsta sporið til undirbúnings. Vér verðum að snúa oss til Guðs, segja honum að vér séum orðnir þreyttir á syndinni, og fyrir náð hans fúsir til að hætta misgjörð- um vorum. Þetta er ekki erfitt. Hver sem vill getur það hvar sem er og hvernær sem er. Hvorki aldur né hörundslitur, þjóðerni né staða leggja þar stein á leið. Hver sem vill getur það, en viljinn er áríðandi. Guð getur ekki byrjað að hjálpa oss nema vér viljum láta hann gjöra það. Hann segir: “Sjá eg stend við dyrnar og kný á, ef ein- hver heyrir raust mína og opnar dyrnar þá mun eg ikoma inn.” Op. 3:20. Vér verð- um að opna dyrnar. Annað sporið er eins auðvelt eins og það fyrsta. Vér verðum að biðja Guð að fylla hjarta vort með sínum heilaga anda. Þann- ig fæst sú algjörða breyting hugarfarsins, ástríðanna, sjálfselskunnar og viðhorfsins, sem Jesús kallaði endurfæðing. Hann sagði við Nikódemus: “Sannlega sannlega segi eg þér, enginn getur séð Guðs ríki nema hann endurfæðist.” Og þegar Nikó- demus lét í ljósi að hann efaðist um að þetta væri mögulegt þá svaraði Jesús: “Undrast þú ekki að eg.sagði þér: Yður ber að endurfæðast. Vindurinn blæs hvar sem hann vill, og þú heyrir þytinn í honum, en ekki veist þú hvaðan hann kemur eða hvert hann fer, eins er farið hverjum sem af andanum er fæddur.” Svona er það auðvelt. Vér opnum dyr hjarta vors og heilagur andi kemur inn í skyndi eins og vindurinn. Vér getum ekki séð hann fremur en vindinn, en vér vit- um að hann er þar, vér vitum það af áhrif- um hans, þeirri gjörbreytingu sem verður á hugsunarhætti vorum og líferni. Þriðja sporið í undirbúningnum er að sækjast eftir að þekkja Guðs vilja. Ef vér vitum ekki hvers Guð væntir af oss þá er erfiðleikum bundið að geta þóknast hon- um. Vér verðum því að snúa oss að Biblí- unni þar opinberar Guð vilja sinn fyrir oss. Vér ættum að verja miklum tíma til að lesa þessa blessuðu bók, lesa hana og ígrunda efni hennar, bera saman kapítula við kapítula og vers við vers. Vér ættum að læra vissa kafla utanbókar eins og t.d. 23. sálminn, Faðir vor, fjallræðuna og tíu boðorðin. Vér ættum að verja miklum tíma til að lesa spádómana þangað til vér skilj- um hina guðlegu ráðstöfun og getum rakið spor Guðs í sögunni frá syndafallinu alt til þess tíma að Eden verður endurreist, og gefin hinum endurleystu. Um fram alt ættum vér að kynna oss líf og kenningar Jesú, sem endaði með dauða hans, upprisu og himnaför og mun verða dýrð og sigri krýnd við endurkomu hans. Þegar vér þannig lifum á Guðs orði, sem í raun og sannleika er lífsins brauð, þá verður sál vor stöðugt nærð á andlegri fæðu. Vor innri maður styrkist og þroskast og vér verðum færari til að mæta hverju sem að höndum ber á ókomnum tíma. Fjórða sporið er að gjöra Guðs vilja eins og hann er opinberaður oss í orði hans. Að lesa Biblíuna en fylgja ekki kenningum hennar og boðum væri léleg aðferð til þess að búa sig undir að mæta Guði, sann- leikurinn er sá að megingagnið sem vér höfum af að lesa Biblíuna er eyðilagt ef lestrinum ekki fylgir tilsvarandi 'hlýðni. Þegar vér lesum tíu boðorðin þá er ekki nóg að segja: Hvílíkar fyrirtaks kenningar, en láta svo þar við sitja. Heldur ættum vér að segja við sjálfa oss: þetta er það sem Guð vill eg blýði. Lifi eg í samræmi við þessi boðorð? Ef ekki, hvað er þá skylda mín að gjöra? Ef svo skyldi fara, þegar þú lest og hugsar um fyrsta og annað boðorðið, að heilagur andi þá hvíslar að þér að þú sért of hneigður fyrir auðsöfnun eða skemtanir og verjir til þeirra þeim tíma og áhuga, sem þú ættir að helga Guði, að peningar og skem'tanir iséu þínir aðal gUðir. Ef svo er þá þarftu að biðja Guð um hjálp og leiðbein- ingu til að bæta í líf þitt svo það verði í samræmi við vilja hans, gef honum hjarta þitt í fullkominni undirgefni, auðmýkt og tilbeiðslu. Þegar þú lest boðorðið sem segir: “Þú skalt iekki leggja nafn Guðs þín við hégóma,” þá sér þú ef til vill að það for- dæmir orðbragð þitt, að þú hefir ekki verið gætinn í orði, heldur svarið og notað blóts- yrði og þannig brotið boðorðið. Þegar þú athugar hvíldairdagsboðorðið, þá má vera að augu þín opnist alt í einu svo þú sjáir að þú hefir ekki haldið hvíld- ardaginn heilagan. Þú gætir jafnvel séð

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.