Stjarnan - 01.01.1949, Qupperneq 3
STJ ARNAN
3
að þú hefir blátt áfram haldið rangan dag.
í stað þess að halda sjöunda daginn eins og'
Guð hefir boðið, hefir þú ef til vill haldið
einhvern annan dag. Ef svo er þá verður
þú að breyta til í þessu efni og hlýða hinni
einföldu, skýru skipun Guðs.
Sama getur átt sér stað um fimta,
sjötta, sjöunda, og öll hin boðorðin, að þeg-
ar þú les þau og athugar þá sjáir þú með
sorg að þú hefir svo lengi óhlýðnast Drotni
þínum. Ef svo fer þá láttu samt ekki hug-
fallast, segðu Guði að þetta hryggi þig og
bið hann að fyrirgefa þér, snúðu svo al-
gjörlega við og gjörðu það sem þú veist er
rétt.
Til að gjöra þetta með góðum árangri
þarftu að læra að biðja og halda áfram að
biðja, þetta er næsta sporið og mest um
vert. Bænin heldur oss í sambandi við Guð,
hún er undraverð hjálp til að geta lifað
kristilegu lífi. Hinn sterkasti Guðs þjónn
má ekki við því að vanrækja bænina einn
einasta dag.
Vér verðum að læra að gjöra það sem
Páll postuli áminnir um: “Biðjið án afláts.”
Þetta þýðir ekki að vér eigum altaf að
liggja á hnjánum biðjandi, væri svo gætum
vér ekki framkvæmt þau verk sem Guð
væntir af börnum sínum. En það þýðir að
lifa stöðugt í sambandi við Guð, snúa sér
til hans og leita ráða hjá honum þegar eitt-
hvert vandamál ber að höndum og spyrja
sjálfa oss: “Hvað mundi Jesús gjöra?”
Næsta sporið í undirbúningnum er að
hefjast handa og gjöra eitthvað fyrir Guð.
Enginn kristinn getur komist hjá þessu
og haldið áfram að vera Kristinn maður.
Hann getur ekki lifað einungis sjálfum sér
hann verður að taka tillit til annara. Krist-
inn maður verður að sýna hluttekningu
þeim sem eiga bágt. Hann verður að gefa
þegar þörf er á og gjöra það fúslega, hann
verður að rétta hjálparhönd og vera sam-
verkamður Guðs til að frelsa mannkynið.
Sérstaklega á þessum hættutímum verður
hann að taka höndum saman við aðra
kristna menn til að útbreiða boðskapinn
um endurkomu Krists, vitandi það að
heimsendir er í nánd.
Dr. Norman V. Peale skrifaði grein í
ritið “Womans Home Companion” nýlega
og sagði yndislega sögu um sannkristinn
mann, sögu sem sýnir hvernig jafnvel þeir
lítilmótlegustu geta gengið með Guði um
leið og þeir gegna sínum daglegu störfum,
jafnvel þar sem verslunar hávaðinn og
kaupsýsluglaumurinn láta mest á sér bera.
“Það var snemma morguns,” sagði Dr.
Peale, “Eg var alveg nýkominn til New
York eftir svenflausa nótt á járnbrautar-
lest. Þegar eg náði í flutningsvagn varð eg
hrifinn af vingjarnlegu við móti ökumanns-
ins. Svo spurði hann mig, mér til mestu
undrunar hvort eg vildi að hann syngi fyrir
mig. Eg var ekki sérlega þyrstur í söng um
þennan tíma dags, en eg sagði honum að
byrja. Um leið og við ókum inn á fimtu
götu byrjaði hann að syngja gamlan guð-
ræknissálm. Hann hafði fallega millirödd
og eftir fáein augnabiik hafði eg gleymt
allri þreytu og öllum svefni og mig lang-
aði til taka undir og syngja með honum.
Þegar við komum á brautarenda spurði eg
manninn hvort hann syngi altaf sálma
fyrir þá sem hann flytti.
“Ekki altaf,” svaraði hann, “það er eftir
því hvað þeir vilja og hvað Guð segir mér
að gjöra.” Síðan sagði hann mér að á,
hverjum morgni þegar hann færi út með
flutningsvagninn sinn þá hneygði hann
höfuðið yfir hjólið og segði: “Drottinn, þeg-
ar eg ek eftir götunum í New York í dag,
flyt eg alskonar fólk. Sumum líður vel,
sumir eru áhyggju fullir, sumir eiga við
»rfið kjör að búa og líður illa. Drottinn
vertu með mér og hjálpaðu mér til að opna
hjörtu allra sem eg mæti fyrir þínum
læknandi anda.”
Þeir sem í raun og sannleika eru við
því búnir að mæta guði lifa einmitt þess-
konar lífi; þeir eru glaðir og ánægðir, þeir
eru sannkristnir menn eins og þessi lítil-
mótlegi ökumaður. Ekki svo að skilja að
allir menn verði að vera syngjandi hvar
sem þeir fara, menn geta frelsast án þess;
þetta var aðeins sérstök aðferð sem þessi
maður notaði til að láta í Ijósi sína innri
gleði í Drotni. Sumir kristnir menn gætu
ekki eða vildu ekki fylgja þessari reglu.
Sumir vitna um Guð á einn og sumir á
annan hátt. Sem betur fer veit Guð að vér
erum öll mismunandi eins og smásteinarn-
ir í mölinni, á sjávarströndinni, og hann
ætlast ekki til að allir hagi sér eins hið ytra.
Það er hinn innri imaður sem alt er undir
komið, hugarfarið og einlægnin.
Þegar maður í raun og veru hefir snúið
sér til Guðs og alveg gefið sig honum á