Stjarnan - 01.01.1949, Page 5
S T J A R N A N
5
ust. Án efa verður það hinn mesti fögnuður
að fá að sjá Jesúm augliti til auglitis. Hann
er uppfylling allra Guðs fyrir heita, allra
hans náðargjafa. Það er fórn hans og kær-
leikur hans, sem hefir veitt oss endurlausn.
Jafnvel nú getum vér að nokkru leiti skilið
Guðs undra, verðu miskunsemi, en hans
óútmálanlega kærleika getum vér ekki
skilið til fulls fyr en vér frelsaðir frá þreng-
ing hinna síðustu daga stöndum frammi
fyrir hans hátign. Sá fagnaðarfundur mun
eiga sér stað þegar Jesús kemur aftur. Vor
sigri hrósandi frelsari kemur þá í skýjum
himins og allra augu munu sjá hann. Þá
koma fram dirð postulans: “Nú sjáum vér
gegn um gler í ráðgátu, en á síðan augliti
til auglitis. Nú þekki eg að nokkru leyti,
en þá mun eg sjálfur þekkja eins og eg er
sjálfur þektur.” 1. Kor. 13:12.
Önnur von sem þá verður uppfylt eir að
lifa í návist Guðs. Jesús sagði: “Sælir eru
hreinhjartaðir því þeir munu Guð sjá”
Þegar Jesús kemur tekur hann lærisveina
sína til bústaða föðursins. Þar ríkja þeir
með honum í þúsund ár.
Slíkurn fögnuði er ekki unt að lýsa eða
skilja hann til fulls. Vér vitum hvílík hrifn-
ing það er að standa frammi fyrir hátt-
standandi manni. En hve miklu fremur ef
vér getum sagt: “Hann er vinur minn og
hefir boðið mér að vera hjá sér.” En slíkt
er einkisvert í samanburði við þann sigur-
sæla fögnuð sem hinir frelsuðu njóta þegar
þeir standa frammi fyrir Guði og hann
býður þá velkomna til hinna himnesku
bústaða.
Auk þessa eru aðrar framtíðarvonir.
Vér höfum loforð um að Guðs börn muni
jarðríkið erfa Eden verður enduTreist og
gefin mönnum. Frelsunar áformið verður
ekki fullkomnað fyir en syndin og upphafs-
maður hennar er algjörlega áfmáð, og all-
ar menjar syndarinnar. Þá fær mannkynið
bústað í nýjum heimi þar sem verður
eilífur friður og fullsæla. Það er erfitt að
gjöra sér hugmynd um tiiveru vora á
himnum gegn um þúsund árin, en þegar
vér hugsum til nýju jarðarinnar, berum
vér hana saman við hina núverandi jörð,
'nema hvað hún verður í öllum greinum
fegri og fullkomnari. Ritningin gefur oss
dálitla hugmynd um lífið á hinni nýju
jörð.
Þar verður enginn ótti fyirir sjúkdómi
eða dauða. Op. 21:4. Þar verður engin mis-
klíð, ekkert stríð. Þar verður tilveran örugg
og hættulaus vinnan ánægjuefni og öll dýr
friðsöm. Þar mun dýrð Guðs uppljóma alt.
Op. 22:5. Þar verður ævarandi líf og eilífur
fögnuður.
Páll postuli fer þessum orðum um fram-
tíðar tilveru Guðs barna: “Auga hefir ekki
séð, ekki eyra heyrt og í einkis huga komið
það sem Guð hefir þeim fyrirbúið sem
hann elska”, 1. Kor. 2:9. Það er í sannleika
erfitt fyrir mann að gjöra sér hugmynd
um hina nýju jörð. Hugsum oss hið besta
sem njóta má í þessu lífi, fegurð skógi
fclæddra hlíða, ár og lækir með tæru fersku
vatni, blómum þaktar grasi vaxnar sléttur
þar sem friðsamur fénaðuir1 er á beit,
skrautlegir fuglar á flugi í loftinu, ham-
ingjusamt heimili þar sem kærleikurinn
ríkir og saklausu börnin leika sér, land þar
sem friður, velmegan og réttlæti ríkir.
Sannir óeigingjarnir vinir umhverfis,
fjöldi söngradda sem allar hljóma í fullu
samræmi, og svo margt fleira sem hugur-
inn getur gripið, en alt þetta er aðeins lítið
geislabrot af því sem Guð hefir fyrir oss.
Þegar vér hugsum um þetta dýrðarland
vaknar hjá oss þessi hugsun: “Hver fær
inngöngu þangað?” Biblían tekur skýrt
fram inngönguskilyrðin. “Andin og brúð-
urin segja kom. Sá sem þetta heyrir hann
segi kóm þú. Sá sem þyrstur er hann komi,
hver sem vill hann taki gefins lífsins vatn”.
Op. 22:17.
En veirðið sem þarf að borga er hátt.
Það er alt sem vér höfum. Sjá Matt. 13:45.-
46. “Guðs ríki er líkt þeim kaupmanni sem
leitaði að góðum perlum, en er hann fann
eina dýrmæta perlu fór hann og seldi alt
hvað hann átti og keypti hana.” Hvað sem
maður getur lagt í sölurnar, auð, heiðuir eða
hvað annað, þá er það einkis virði í sam-
anburði við það sem Guð mun veita oss
í staðinn. Róm 8:18.
Takið nú eftir eiginlegleikum þeirra
sem munu erfa nýju jörðina: “Sælir eru
hógværir því þeir munu jarðríkið erfa.”
Matt. 5:5. “Bið Drottins og vertu stöðug-
lega á hans vegi, þá mun hann hefja þig
svo þú erfir landið”. Sálm, 37:34. “Sá rétt-
láti fær umbun á jörðunni.” Orðsk. 11:31.
“Sá sem sigrar skal öðlast þetta eg skal
vera hans Guð og hann skal vera minn
sonur.” Op. 21:7.