Stjarnan - 01.01.1949, Page 7
STJARNAN
7
en þeir fóru út af Egyptalandi. Páll post-
uli te'kuir þessu skýrt fraim er hann segir:
“Því að páskalambi voru er slátrað sem
er Kristur.” 1. Kor. 5:7. Fórn Krists er
fyrir oss það sem páskalambið var fyrir
fsraelsbörn.
Getið þér ímyndað yður tilfinningar
ísraelsbarna þá nótt. Guð hafði skipað
þeim að slátra lambi fyrir hverja fjöl-
skyldu og rjóðra blóðinu á dyrastafi sína.
Það var 1 j ós í hverju húsi, fólkið hélt há-
tíð en var alveg ferðbúið. Þetta var nóttin
sem allir frumburðir Egypta dóu en Guðs
fólk komst hjá eyðileggingunni. Blóðinu
var rjóðrað á dyrafstafi þess. Drottinn hafði
sagt við þá: “Þessa sömu nótt vil eg fara
um Egyptaland og deyða alla frumburði
í Egyptalandi. .. blóðið skal vera yður tákn
á þeim húsum þar sem þér eruð, er eg sé
blóðið mun eg ganga framhjá yður.” Ex.
12:12.-13.
Öll heimili sem dkki voru blóði stökt
mistu frumburði sína. En í öllum húsum
sem voru blóði rjóðruð voru menn óhultir
ef þeir héldu sér inni til morguns. Vér
verðum að standa undir merki blóðsins
en ekki sleppa oss út í náttmyrkur syndar-
innair.
Gyðingar neyttu páskalambsins. Jesús
er vort lífsins brauð. Ef vér daglega lesum
og íhugum Guðs orð og biðjum til Guðs þá
þroskast vort andlega líf. Gæti nokkur
maður haldið heilsu og kröftum ef hann
hefði aðeins éina máltíð á viku? Það er
heldur ekki nóg fyirir vort andlega í líf að
hafa aðeins lítið eitt af andlegri fæðu einu
sinni á viku. Vér þurfum daglega að neyta
af því brauði, “sem af himnum er ofan
komið og heiminum gefur líf.”
Páskarinir meintu líka undirbúning fyr-
ir langa ferð til hins fyrirheitna landsins.
Þeir voru að yfirgefa Egyptaland. Vér
ættum að undirbúa oss fyrir vort fyrir-
heitna land. Líf vort breytist þegar vér
meðtökhm Krist. Með hverju árinu ættum
vér að komast nær voru fyrirheitna landi,
líkjast Jesú betur og betur. “Ef vér göng-
um í ljósinu eins og hann er sjálfur í ljós-
inu, þá höfum vér samfélag innbyrðis og
blóðið Jesú Krists hans sonar, hreinsar oss
af allir synd.” 1. Jóh. 1:7.
Sagt er frá lítilli stúlku þessa páska-
nótt fyrir löngu síðan. Hún var elst syst-
kina sinna og spurði föður siinn hvort blóð-
inu hefði verið rjóðrað á dyrastafina. Faðir
hennar fullvissaði hana um það því þjónn-
inn væri áreiðanlegur, sem átti að gjöra
það. Litlu seinna spuirði hún föður sinn
aftur. Hann bað hana vera örugga því alt
væri í lagi. Enn leið nokkur stund, það var
komið fast að miðnætti. Hún tók hönd föð-
ur síns og bað hann leiða sig svo hún sjálf
sæi blóðið. Hann lét það eftir henni, slengdi
hurðinni opinni og sagði: “Líttu —en orð-
in frusu á vörum hans. Það hafði gleymst
að rjóðra blóðinu á dyrastafina. *Hann
greip í flýti skálina með blóðinu og dreifði
því á dyrastafina rétt um miðnættið, þegar
ópin heyrðust yfir alt landið. Þau voru nú
óhult.
Blóð Krists gagnar oss ekki nema því
sé dreift á hjörtu vor og það er einungis
gjört ef vér iðrumst synda vorra og við-
urkennum trú vora á frelsarann. Það er
hægt að tala um þetta og prédika um það
en það er ekki nóg. Vér verðum að iðrast
synda vorra, viðurkenna þær og biðja um
fyrirgefningu fyrir Krists forþénustu, og
um leið trúa loforði hans um fyrirgefning
og frelsun fyrir Jesú úthelta dýrmæta blóð.
Látum oss meðtaka Jesúm, trúa á hann
og fylgja honum. Honum sem elskaði oss
og þvoði oss af vorum syndum með sínu
blóði.”
Auðugur maður í Ameríku skrifaði hin-
um fræga lækni Adolph Lorenz í Vienna
og bað hann koma til Ameríku til að lækna
dóttur sína sem þjáðist af veiki í beinun-
um. Læknirinn kom og meðan hann dvaldi
í Ameríku fékk hann mörg þúsund beiðnir
um að koma til sjúklinga og hjálpa þeim.
Eitt bréfið var frá rífcri konu í austurhluta
Chicago borgar. Hún var reiðubúin að
borga hvað sem upp vair sett ef hann vildi
koma og lækna barn hennar. Eftir að hún
sendi bréfið hélt hún daglega bænafund
með vinum sínum þar sem hún bað Guð að
senda þennan læknir heim til hennar. Hún
treysti fullkomlega að bænum sínum yrði
svarað.
Það var siður læknisins að taka göng-
utúr á hverjum degi seinni hluta dagsins
hvernig sem veður var. En hann bað keyr-
slumann sinn ef óveður kæmi að sækja sig
þá. Einu sinni er hann var á gan-gi kom
fyrst hæggjörð rigning og svo helliskúr.
Konan sem var að biðja Guð að senda