Stjarnan - 01.01.1949, Side 8
8
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00
a year. Publishers: The Can. Union Conference
of S. D. A., Oshawa, Ontario.
No papérs are sent out except on paid
subscription
Ritstjðrn og afgTeiðslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundap, Man„ Can.
læknirinn til hennair fór nú út á veggs-
valirnar til að hlífa stólunum fyrir rigning-
unni. Hún sá nú gamlan mann koma upp
stiginn, hann var sjáanlega rennandi vot-
ur. Hann tók ofan hattinn og spurði á
ensku, en með útlenskum hreim: “Frú mín,
má eg sitja hér á veggsvölunum þangað til
það hættir að rigna?” Hún benti honum
þegjandi á stól fór svo inn og lokaði dyrum
og gluggum fyrir rigningunni. Henni datt
ekki í hug að bjóða manninum inn. Litlu
seinna sá hún vagn keyra upp að dyrunum
og keyrslumaðurinn hljóp í flýti upp á
veggsvalirnar með regnhlíf og kápu. Hann
lagði kápuna yfir herðar gamla mannsins,
svo flýttu þeir sér út að vagninum og
keyrðu burt.
Konan gaf þessu lítinn gaum, en þegar
kvöldblaðið kom út sagði það frá að hinn
nafnkunni læknir hefði heimsótt borgina
og hann hefði setið um kyrt á veggsvölum
einum meðan á hríðinni stóð. Þess var get-
ið að tvisvar hefði farið hrollur um hann,
fyrst af hinu kalda regni og svo frá viðmóti
konunnar sem bjó í húsinu . . . Hún kast-
aði frá sér blaðinu og flýtti sér yfir á veit-
ingahúsið þar sem læknirinn hafði hald-
ið til. En þegar þangað kom var hann rétt
nýfarinn af stað með járnbrautarlest til
New York og ætlaði að halda þaðan heim
tiL sín. Þetta var meira en hún gat afborið.
Þegar hún ^ar tekin þaðan æpti hún aftur
og aftur: “Ef eg aðeins hefði vitað. Guð
sendi hann sem svar uppá bæn mína en
eg tók ekki á móti honum.”
Jesús býður þér hjálp, fyrirgefning
synda þinna og ikraft til að lifa nýju,
heilögu lífi. Viltu meðtaka hann og þiggja
tilboð hans?
E. VALDE
------------'ÍC----------
Bandaríkin hafa radio fyrir hverja 2%
manneskju, Bretland hefir radio fyrir
hverja sjö og Rússland fyrir hverja 48 af
fólki sínu.
SMÁVEGIS
Svo telst til að fimti hver maður í
Bandaríkjunum hafi bíl. Á Englandi er
einn bíll fyrir hverja 31 persónu. Á Frakk-
landi ein bíll fyrir hverja 32 íbúanna, og á
Rússlandi .er aðeins einn bíll fyrir hverja
1130 íbúanna.
4- ♦ ♦
Hveiti uppskera í Bandaríkjunum 1948
var lítið eitt minni en árið áður. Vonast er
eftir að stjórnin geti haft 400 miljón mælira
(bushels) til útflutnings þangað sem þörf-
in er mest.
4- 4- +
Gufubátur sem nú er notaður fyrir
framan Genoa á ítalíu er hið fyrverandi
skemtiskip “Mayflower”, sem var smíðað
1896 og var notað af sex af forsetum Banda-
ríkjanna.
4-4-4-
“Kappkostið því bræður mínir að stað-
festa yðar köllun og útvalningu . . . því
þá mun yður veitast ljúfur inngangur í hið
eilífa ríki Drottins vors frelsara Jesú
Krists.” 1 Pet. 1:10.11.
-----------*-----------
“Gleðjið yður ávalt í Drotni; og enn
aftur segi eg gleðjið yður. Yðar hóg-
værð verði öllum kunnug, Drottinn er ná-
lægur. Verið ekki hugsjúkir um nokkurn
hlut, heldur látið í öllum hlutum yðar ósk-
ir koma fyrir Guð í bæna áballi, með þakk-
argjörð. Þá mun friður Guðs sem er öllum
skilningi æðri halda yðar hjörtum og hugs-
unum stöðuglega við Jesúm Krist.”
Fil. 4:4-7.
4-4-4-
Ef aðrir gleyma þér, þá minstu þess að
þú hefir að líkindum ekki gjört nógu mikið
fyrir þá til að gjöra þig ógleymanlegan.
Ef aðrir hrósa þér þá mundu eftir því
að af sjálfum þér getur þú ekkert gott gjört.
Guði ber allur heiðurinn.
Ef aðrir gjöra þér ilt á einhvern hátt,
þá minstu þess að “þeir vita ekki hvað þeir
gjöra,” og fyrirgefðu þeim.
C.O.G.
4-4-4-
Vinir mínir, það flýtir fyrir mér ef þið
setjið fulla utanáskrift yðar á bréfin til
mín, eg man svo fáar án, þess nema eg
fletti þeim upp.
S. JOHNSON