Stjarnan - 01.06.1949, Side 2

Stjarnan - 01.06.1949, Side 2
42 STJARNAN leg villa, að ímynda sér, að það þurfi ekki annað en að efla þroska hins góða, sem í manninum býr að náttúrufari. “Holdlega sinnaður maður skilur ekki það, sem guðs anda tilheyrir, því það er heimska fyrir honum, og hann getur ekki skilið það, því það hlýtur andlega að dæmast.” Undrastu ekki að ég sagði þér: “yður byrjar að end- urfæðast.” Um Krist er skrifað: “1 því (orðinu) var líf, og lífið var ljós mann- anna.” Og nafn Jesú er það einasta nafn “undir himninum fyrir hvers fulltingi oss sé ætlað hólpnum að verða.” Það er ekki nóg að skilja guðs mikla kærleika og sjá miskunn hans og föðurlega viðkvæmni. Það er ekki nóg að skilja speki og réttlæti laga hans og sjá að þau eru grundvölluð á hinu eilífa undirstöðuatriði kærleikans. Páll postuli sá allt þetta, þegar hann sagði: “Ég samsinni lögmálinu að það sé rétt..” “Þess vegna er að vísu lögmálið heilagt og réttvíst og gott.” En hann bætti við í angist og örvæntingu sálar sinnar: “En ég er holdlegur, seldur undir syndina.” Hann þráði þann hreinleik og það réttlæti, sem hann mátti eigi öðlast af sjálfsdáðum, og hann hrópaði: “Ég vesæll maður! hver mun frelsa mig frá þessum dauðans líkama?” Slíkt er það hróp, sem stigið hefur upp frá öllum angruðum hjörtum í öllum löndum og á öllum tímum. Svarið er til allra eitt og hið sama: “Sjá það guðs lamb, sem ber heimsins synd.” Guðs andi hefur leitast við að útskýra þessi sannindi með mörgum líkingum og gjöra þau ljós fyrir þeim sálum, sem þrá frelsun frá syndabyrði sinni.” Þá er Jakob flýði úr húsum foreldra sinna er hann hafði syndgað og tælt Esaú, fann hann til þunga syndar sinnar. Þegar hann var þá einmana og útskúfaður og sviptur öllu því, er honum var kært í lífinu, var það ein hugsun, sem öllu öðru fremur lá þungt á sálu hans; það var óttinn fyrir því, að syndin hefði útilokað hann frá guði, að drottinn hefði yfirgefið hann. Hann lagðist harmþrunginn til hvíldar á bera jörðina; umhverfis hann voru eyðihálsar, uppi yfir honum himininn stjörnubjartur. í svefnin- um rann undursamlegt ljós upp fyrir sjón- um hans. Honum þótti stigi standa á slétt- unni, sem hann hvíldist á, og ná upp til hliða himinsins. Guðs englar gengu upp og ofan stigann, en guðs rödd hljómaði úr hinni himnesku dýrð og flutti boðskap huggunar og vonar. Þannig birtist Jakobi það, sem sála hans þráði — frelsari. Hann sá með fögnuði og þakklátsemi þá leið, er honum syndaranum var opnuð, til þess að komast aptur í samfélag við guð. Hinn leyndardómsfulli stigi í draumi hans tákn- aði Jesú, hinn einasta milligöngumann milli guðs og manna. Til þessa fyrirburðar benti Jesús í við- ræðu sinni við Natanael er hann sagði: “Héðan af munuð þér sjá himininn opinn og engla guðs stíga upp og stíga niður yfir mannsins son.” Við syndafallið gjörð- ist mannkynið fráskilið guði; sérhverju sambandi milli himins og jarðar var slitið, og yfir það djúp, sem nú var staðfest þar á milli, mátti enginn maður komast. En fyrir Krists milligöngu er jörðin aptur orðin sameinuð himninum. Kristur hefur með verðskuldun sinni brúað það djúp, sem syndin hafði komið til leiðar, svo að þjónandi englar geti haft samneyti við mennina. Kristur sameinar hinn fallna mann, sem veikur er og vanmáttugur, við uppsprettu almættisins. Ef mennirnir leita ekki til þeirrar einu uppsprettu, sem hið fallna kyn á alla von sína undir og allrar hjálpar að vænta frá, þá eru allir þeirra framfaradraumar fánýt- ir, og þá verða allar tilraunir til þess að göfga mannkynið og lypta því á hærra stig árangurslausar. “Öll góð og öll fullkomin gjöf” er frá guði. Enginn, sem ekki er sam- einaður honum, getur haft trútt og göfugt hugarfar. Hinn eini vegur til guðs er Krist- ur. Hann segir “Ég er vegurinn, sannleik- urinn og lífið; enginn kemur til föðursins nema fyrir mig.” Sá kærleikur, sem er sterkari en dauð- inn, vekur í hjarta guðs meðaumkun með hans jarðnesku börnum. Um leið og hann gaf oss son sinn, gaf hann oss allan himin- inn með þeirri einu gjöf. Líf og dauði frels- arans og fyrirbæn hans fyrir oss, þjónusta englanna, löðun andans, faðirinn, sem verkar allstaðar og í öllum, hinn sífelldi áhugi himinbúanna, — allt þetta vinnur í sameiningu að endurlausn mannanna. Ó, látum oss hugleiða þá undraverður

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.