Stjarnan - 01.06.1949, Side 3

Stjarnan - 01.06.1949, Side 3
STJARNAN i3 fórn, sem færð er fyrir oss! Látum oss leit- ast við að meta rétt það starf og það kapp, sem íbúar himinsins sýna til þess að frelsa hina glötuðu og leiða þá aptur heim til föðurhússins. Óhugsandi er, að sterkari hvatir né kröptugri meðul hafi nokkru sinni verið notuð. Hin óumræðilega miklu laun, sem bíða hinna réttlátu — hinn himneski fögnuður, samfélag englanna, sameining og kærleiki guðs og hans sonar, göfgun og þróun allra vorra hæfilegleika um alla eilífð — ætti ekki allt þetta að vera oss öflug hvöt, til þess að þjóna skap- ara vorum og endurlausnara, og elska hann af öllu hjarta? Á hinn bóginn eru í guðs orði taldir dómar hans er felldir eru yfir syndinni, hið óhjákvæmilega endurgjald, spilling hugarfars vors og hin síðasta eyðilegging til þess að vara oss við að þjóna Satan. Eigum vér ekki að meta náð guðs rétti- lega? Hvað gat hann gjört frekar? Látum oss leitast við að komast í rétta afstöðu gagnvart honum, sem hefur elskað oss með svo dásamlegum kærleika. Látum oss nota þau meðul, er hann hefur gefið oss, til þess að vér getum ummyndast eptir hans mynd og aptur komizt í samfélag hinna heilögu engla og samræmi og sameining við föðurinn og soninn. E.G.W. -----------4----------- Heimurinn stendur opinn fyrir þér. Líka er þér boðin hlutdeild í Guðs eiflífa dýrðarríki. Þú getur aðeins tileinkað þér og kosið annaðhvort þennan, eða komandi heim. Vertu forsjáll og kjóstu þér hið eilífa lífið og það ríkið sem aldrei mun til grunna ganga. X.X. 4- > + Gott svar til Guðs afneitara er að gefa honum góða máltíð og spyrja- hann svo hvort hann trúi því að til sé matreiðslu- maður eða matreiðslukona. —Free Methodist ♦ 4- + Safnaðu molum hamingjunnar, þú get- ur bakað úr þeim brauð nægjuseminnar. X.X. + + + Kvíði bætir nöglum í líkkistu þína, en glaðlyndi dregur þá út. II Vitnisburður Biblíunnar um Jesúm Krist. 1. Hvers son er Jesús? “Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf sinn eingetinn son, til þess að hver, sem á hann trúir, ekki glatist heldur hafi eilíft líf.” Jóh. 3:16. Þegar Jesús var skírður, “þá heyrðist rödd af himnum er sagði: þessi er sonur minn elskulegur, á hverjum ég hefi velþóknun.” Matt. 3:17. 2. Hver er afstaða Jesú til föðursins? “Ég og Faðirinn, við erum eitt.” Jóh. 10:30. “Eftir að Guð forðum hafði talað til feðranna, oftsinnis og með mörgu móti, hefir hann á þessum síðustu tímum til vor talað fyrir Soninn.” Hebr. 1:1 3. Hafði Jesús tilveru áður en hann kom í heiminn? “Gjör mig nú vegsamlegan Faðir, hjá sjálfum þér með þeirri dýrð, sem ég hafði hjá þér áður en heimurinn var.” Jóh. 17:5. Guð setti Soninn “erfingja allra hluta, fyrir hvern og hann hefir skapað heiminn.” Hebr. 1:2. 4. Var Jesús með Föðurnum í sköpunar verkinu? “Og Guð sagði: Vér viljum gjöra mann- inn eftir mynd og líkingu vorri.” 1 Mós. 1:26. Hebr. 1:1,2. (Sjá svar upp á aðra og þriðju spurn.) 5. Hvaða loforð var gefið viðvíkjandi fæðingu Krists? “Sjá mey nokkur mun barnshafandi verða og son fæða, þann mun hún heita láta “Imanú-El” (Guð er með oss).” Jes. 7:14. 6. Hvernig var það loforð uppfylt? “Hún mun Son fæða, hann skaltu láta heita Jesús, því hann mun frelsa sitt fólk frá þess syndum. En alt þetta skeði, svo að rættist það, sem Drottinn mælti fyrir spámanninn: . . . Sjá mey mun barnshaf- andi verða og Son fæða, hann munu menn heita láta Imanúel.” Matt 1:21.22. 7. Hvernig var líferni Krists? Hann lifði heilögu syndlausu lífi. “Ef að þér haldið mín borðirð, þá munuð þér halda minni elsku, eins og ég hélt boðorð Föður míns og held hans elsku.” Jóh. 15:10. “Syndin er lagabrot.” (Jóh. 3:4) Jesús var freistaður en hann syndgaði aldrei. Vér höfum æðstaprest, “sem freistaður er á John Wolcot

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.