Stjarnan - 01.06.1949, Page 7

Stjarnan - 01.06.1949, Page 7
STJARNAN 47 Gef mér þakklátt hjarta Einu sinni í fyrndinni er sagt svo frá, að Austurlanda konungur einn, sejn var elskaður af þegnum sínum varð hættulega veikur og læknar voru hræddir um líf hans. En hann rétti við að lokum, og fyrsta skifti sem hann var keyrður út í vagni, hætti fólk vinnu og hélt þakklætishátíð honum til heiðurs. Hann hafði talað nokkur orð til að heilsa þegnum sínum, þegar hann kom auga á betlara sem var að fara á milli fólksins og biðja ölmusu þá sem höfðu umkringt konungsvagninn. Konungur lét kalla manninn fyrir sig og sagði við hann: “Hvers vegna betlar þú? Ert þú ekki sterkur og heilbrigður, svo þú getir unnið sjálfur?” “Yðaf hátign,” sagði beiningamaðurinn og hneigði sig, “Ég bið aðeins um peninga til að geta lifað. Ég kom hingað í dag af því allir eru svo glaðir yfir því að þú ert orðinn frískur aftur, svo ég vissi fólkið mundi fúslega gefa mér. Ég mun vera mjög þakklátur fyrir örlæti þess.” “Er það alt sem þú ert þakklátur fyrir?” spurði konungur. “Já, yðar hátign,” svaraði beiningamað- urinn. “Ef ég hefði fallegan vagn og fjölda þjóna og nóg af peningum, þá mundi ég vera hamingjusamur, en beiningamaður hefir ekki mikið til að vera þakklátur fyr- ir.” “Ef ég gæfi þér nóg af peningum og hitt annað sem þú nefndir, mundir þú þá vera hamingjusamur?” spurði konungur. “Vissulega,” svaraði betlarinn, “og ég mundi vera yður þakklátur svo lengi sem ég lifði.” “Mundir þú vera svo þakklátur að þú vildir gjöra mér greiða í staðinn?” “Vissulega,” svaraði betlarinn, “ég skal gjöra hvað sem þú óskar eftir.” “Það er ágætt,” svaraði konungur. “Gefðu mér helminginn af öllu sem þú átt og ég skal gjöra þig ríkan.” “Helminginn af öllu sem ég á,” endur- tók betlarinn undrandi. “Ég á ekkert nema þessa fataræfla sem ég er í, þú kærir þig víst ekki um þá.” “Nei, og kæri mig ekkert um tötrana þína, en þú átt aðrar eignir sem eru ómet- anlega mikils virði. Þú hefir tvö augu til að sjá með, en mín eru farin að sljófgast af elli þú hefir tvö eyru, en ég er farinn að missa heyrn. Þú hefir tvo sterka handleggi, mínir eru farnir að lin- ast. Þú hefir tvo sterka fætur til að ganga, en ég er orðinn svo hrumur að ég verð að keyra hvað sem ég fer. Gefðu mér eitt auga, eitt eyra, annan handlegginn og ann- an fótinn og ég skal gjöra þig ríkan. “Gefa þér eitt auga, eitt eyra einn hand- legg og einn fót,” endurtók betlarinn ósjálfrátt. “Nei', það get ég ekki gjört, ekki einu sinni fyrir þig, náðugi konungur, ekki fyrir þúsund' fasteignir, hundrað hesta, hundrað þjóna og alla peninga sem til eru í heiminum. Nei, yðar hátign, þetta get ekki gjört.” “Svo þú hafnar tilboði mínu um auð- > æfi. Þú ættir þó að vera mér þakklátur fyrir slíkt tækifæri. Farðu burt. Hættu að betla. Notaðu sjón og heyrn, hendur þínar og fætur, fyri göfugra markmið.” Betlar- inn gekk í burt. Nú liðu tvö ár. Dóttir konungsins lá hættulega veik. Alt var reynt til að hjálpa henni, en árangurslaust. “Ef ég aðeins hefði sjaldgæfa jurt, sem vex þar sem skip sjaldan koma, þá gæti ég læknað konungs- dótturina,” sagði hirðlæknfrinn. “Ég skal strax senda skip þangað,” sagði konungur. Tólf skip fóru í þennan leiðangur, en þau komu öll aftur án þess að ná tak- marki ferðar sinnar. Menn sögðu að jurtin sprytti á eyju einni þar sem íbúarnir væru villimenn, sem sjaldan leyfðu aðkomu- mönnum landgöngu. Nú auglýsti konungur háa peninga upphæð til verðlauna fyrir hvern sem gæti fært honum, þó ekki væri nema fáeinar rætur af þessari sjaldgœfu jurt. Tuttugu skip lögðu nú af stað til að keppa eftir verðlaununum, en öll komu aftur eins og þau fóru. Konungur var frá sér af vonbrigðum. Nú bauð hann þúsundfalt hærri verðlaun þeim sem gæti náð í þessa lífgefandi jurt. Nú fóru hundrað skip af stað. Hugrakkir menn ætluðu sér að sigra allar tálmanir. En þeir komu allir tómhentir aftur.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.