Stjarnan - 01.06.1949, Page 8
48
STJAKNAN
STJARNAN Authorized a.s second class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00
a year. Publishers: The Can. Union Conference
of S. D. A., Oshawa, Ontario.
Ritstjórn og afgreiðslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar_ Man, Can.
Einn dag þegar hinn sorgbitni konung-
ur sat við hlið dóttur sinnar, vor honum
sagt að betlari einn væri úti, sem heimtaði
að sjá konung. Hann sagðist þurfa að sjá
hann til að borga honum skuld, og vildi
ekki fara í burtu fyr en hún væri goldin.
Konungur undraðist en sagði þó að lokum:
“Komið inn með hann.”
Þegar hann sá betlarann sagði hann:
“Svo það ert þú, sem neitaðaðir auðfjár
fyrir eitt auga, eitt eyra, einn handlegg
og einn fót. Þú segist skulda mér. Hvern-
ig' stendur á því?”
“Það er veruleg skuld, yðar hátign,”
sagði betlarinn og hneygði sig djúpt. Ég
bið þig hlusta á mál mitt þar til því er
lokið.”
Svo sagði hann frá að eftir að hann hpfði
neitað tilboði konungs, þá hefði hann feng-
ið nýjan skilning á hve dýrmætt það væri
að hafa augu, eyru, hendur og fætur.
Hann ásetti sér að nota krafta sína sem
best hann gæti og vera þakklátur fyrir þá.
Þegar hann heyrði um sjúkdóm kon-
ungsdóttur, fékk hann ómótstæðilega löng-
un til að ná í jurt þá er yrði henni til lækn-
ingar. Hann sigldi af stað í einu af
skipunum og lánaðist að komast óséður
í land. Svo hafði honum hepnast að ná
hylli eyjarbúa eftir að hann gat ekki dul-
ist lengur, og svo náði hann í hina sjald-
gæfu jurt.
“Verðlaunin eru þín,” sagði konungur
um leið og han meðtók hinn dýrmæta
jurta pakka.
Nú brosti betlarinn, kastaði af sér
tötrakápunni og stóð frammi fyrir kon-
ungi í besta fatnaði. Hann sagðist hafa
farið í betlarakápuna til þess að minna
konung á hver hann var. Hann kvaðst nú
vera ríkur maður og eiga skipið sem hann
fór á yfir hafið. Hann kvaðst vera í svo
mikilli skuld við konung sinn fyrir að leiða
athygli hans að hvílík auðlegð það er að
hafa augu, eyru, hendur. og fætur, og fyrir
skipun hans að nota þessar eignir til ann-
ars beifra en að betla. Hann óskaði að halda
þakklætishátið með því að borga skuld
sína.
“Konungsdóttir mun ná heilsu,” sagði
hann. “Ég vildi óska að allir þegnar yðar
gætu lært að meta góða heilsu og krafta
meir en öll jarðnesk gæði, og þannig
styðja alt sem er gott og göfugt í landi
voru.
“Y” Instructor 1941
______________+______________
Smávegis
Tyrkneskir læknar, sem Istanbul há-
skóli sendi út til að rannsaka heilbrigðis-
ástand fólksins umhverfis svarta hafið
segja að 80 hundruðstu af fólkinu sé tær-
ingarveikt.
-f ■ -f -f
Það er ánægjulegt að vita að þegar þú
hjálpar öðrum að klifra upp bratta brekku,
þá stendur þú sjálfur á hærra stigj.
Ayrograms
-f -f -f
Óhreinn vasaklútur getur borið með sér
136.000 gerla. Þetta var vísindalega sannað
fyrir nokkru síðan.
4- -f -f
Óhreinsaða olíu má framleiða úr tjöru-
sandi þeim sem finst bæði í Bandaríkjun-
um og Canada með því aðeins að þvo
sandinn í heitu vatni.
-f -f f
Þótt Rússland hafi slept fleiri en helm-
ingi af Japönum sem teknir voru til fanga
í lok stríðsins, þá hafa Rússar ennþá 568.-
000 fanga.
-f -f -f
Bandaríkja bóndinn fær nú helming
verðs fyrir hvern dollar sem látinn er fyrir
matvæli hinn helmingurinn fer fyrir flutn-
ing og sölukostnað.
-f -f -f
Hafið þið nokkurn tíma heyrt að hérar
klifri upp í tré? Þeir gjörðu það í Cardigan-
shire í Wales þegar áin flóði yfir bakka
sína. Hérarnir sátu á greinum trjánna
alveg eins og uglur þangað til vatnið rén-
aði eftir nokkrar klukkustundir.