Stjarnan - 01.07.1949, Síða 1

Stjarnan - 01.07.1949, Síða 1
STJARNAN I JÚLÍ, 1949 LUNDAR, MANITOBA Apturhvarf Hvernig getur maðurinn orðið réttlát- ur fyrir guði? Hvernig getur syndari orðið réttlættur? Aðeins fyrir Krist getum vér komizt í samræmi við guð og heilagleik- ann. En hvernig eigum vér að komast til Krists? Margir spyrja enn í dag sömu spurningunni og mannfjöldinn forðum á hvítasunnuhátíðinni, er þeir voru orðnir sannfærðir um syndir sínar og kölluðu: “Hvað eigum vér að gjöra?” “Takið sinna- skiptum,” voru fyrstu orðin í svari Péturs. Og skömmu síðar sagði hann við annað tækifæri: “Takið því sinnaskiptum og snú- ið yður, svo að syndir yðar verði fyrir- gefnar.” Apturhvarfið felur í sér hryggð yfir syndinni og fráhvarf frá henni. Vér mun- um ekki hverfa frá syndinni, fyr en oss er orðið ljóst, hversu viðbjóðsleg hún er, og engin veruleg breyting getur orðið á líferni voru fyr en vér hverfum frá henni af öllu hjarta. Margir eru þeir, er eigi skilja hið sanna eðli apturhvarfsins. Margir menn hryggj- ast yfir því að þeir hafi syndgað, og betr- ast jafnvel hið ytra, af því að þeir óttast það, að hin vondu verk þeirra leiði af sér illt fyrir sjálfa þá; en þetta er ekki aptur- hvarf eptir skilningi ritningarinnar. Þeir hryggjast af bölinu sem syndin leiðir af sér, en ekki af syndinni sjálfri. Þannig var hryggð Esaús, er hann hafði glatað frum- burðarréttinum fyrir fullt og allt. Bileam skelfdist og kannaðist við synd sína, þegar engillinn kom í veg fyrir hann með brugðnu sverði; það gjörði hann af því, að hann var hrædur um líf sitt, en ekki af því, að hann angraðist yfir syndinni; í áformi hans lýsti sér hvorki apturhvarf né viðbjóður á hinu illa. Þegar Júdas Iskaríot hafði svikið drottinn sinn hrópaði hann: “Illa gjörði ég, er ég sveik saklaust blóð.” Það var hræðileg tilfinning fyrirdæm- ingarinnar og óttaleg vænting dómsins er knúði hans seka hjarta til þessarar játn- ingar. Afleiðingarnar, sem hann sjálfur átti í vændum, fylltu hann skelfingu, en það var engin djúp, innileg hryggð í sálu hans yfir því, að hann hefði svikið guðs saklausa son og afneitað hinum heilaga í ísrael. Þegar dómar guðs þjökuðu Faraó, þá kannaðist hann við synd sína til þess að komast hjá frekari refsingu, en óðar en plágunum linnti þrjóskaðist hann aptur gegn drottni. Öllum þessum mönnum þóttu afleiðingar syndarinnar leiðar, en þeir hryggðust ekki af syndinni sjálfri. En þegar hjartað viknar fyrir áhrifum guðs anda, þá vaknar samvizkan, og synd- arinn skilur að nokkru hina miklu þýðingu og helgi guðs laga — þeirra laga, sem stjóirn hans á himni og jörðu grundvallast á. Það “ljós, sem upplýsir hvern mann, er kom í heiminn,” upplýsir innstu fylgsni sálar- innar leiðir í ljós það, sem í myrkrunum var hulið. Syndaviðurkenningin þrengir sér inn í sálina og hjartað. Syndarinn fær hugmynd um réttlæti Jehóva og finnur til þess, hve voðalegt það er að standa frammi fyrir honum, sem rannsakar hjörtun, í syndasekt þeirra og saurugleika. Honum skilst hversu guð er kærleiksríkur, hversu heilagleikinn er fagur og hvílíkur fögn- uður er fólginn í hreinleikanum. Hann þrá- ir að verða hreinn og komast í samfélag við hina heilögu íbúa himinsins. Bæn Davíðs, er hann hafði hrasað, sýn- ir hvernig hin sanna hryggð yfir syndinni er. Iðrun hans var einlæg og djúp. Hann leitaðist ekki við að afsaka synd sína. Hann fór ekki fram á það í bæn sinni að losna við þá refsingu, sem vofði yfir honum.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.