Stjarnan - 01.07.1949, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.07.1949, Blaðsíða 3
S T J A R N A N 51 þeirra er óguðlegt og hversu djúpar rætur syndin hefur fest í sálum þeirra. Þeir byrja að fá nokkurn skilning á réttlæti Krists og hrópa: “Hvílík er syndin, er slíkrar fórnar var þörf til þess að endurleysa synd arana! Var allur þessi kærleikur, öll þessi þjáning og niðurlæging nauðsynleg til þess, að vér ekki skyldum fyrirfarast, held- ur hafa eilíft líf? E. G. W. ______________+______________ III. Endurkoma Krists 1. Kemur Jesús aftur? Hann lofaði þvi og hans orð bregðast ekki. “Hjarta yðar skelfist ekki; trúið á Guð og trúið á mig. í húsi Föður míns eru mörg hýbýli; væri ekki svo hefði ég sagt yður það. Ég fer burt til að tilbúa yður stað, og þegar ég er burt farinn og hefi tilbúið yður stað, þá mun ég koma aftur og taka yður til mín, svo að þér séuð þar, sem ég er.” Jóh. 14:1—3. 2. Hvernig mun hann koma? “Sjá hann kemur í skýjunum, og hvert auga mun sjá hann, eins þeir, sem hann gegn um stungu, og allar kynkvíslir jarð- arinnar munu fyrir honum skelfast.” Op. 1:7. „í því hann sagði þetta varð hann upp- numinn að þeim ásjáandi, og ský nam hann frá augum þeirra. Nú sem þeir störðu til himins, þá hann fór frá þeim, sjá þá stóðu tveir menn hjá þeim í hvítum klæðnaði, þeir sögðu: Galíleisku menn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús, sem upp numinn er frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.” Jóh. 14:1—3. “Þá mun teikn Mannsins Sonar birtast á himni, og allar þjóðir jarðarinnar kveina, og þær munu sjá hann komandi í skýjum með veldi og dýrð mikilli.” “Þó einhver segi yður þá að Kristur sé hér eður þar, þá skuluð þér ekki trúa . . . Því eins og eld- ingin gengur frá austri og skín alt til vest- urs, eins mun verða tilkoma Mannsins Sonar“. Matt. 24:30. Vér munum heyra hann. „Þá mun hann senda engla sína með hvellum lúðri, og þeir munu saman safna hans útvöldum úr öllum áttum, frá einu heims skauti til annars.” Matt. 24:31. “Því sjálfur Drott- inn mun með ákalli, með höfuðengilsraust og með Guðs lúðri af himni niður stíga, og þeir sem í Kristi eru dánir munu fyrst upp rísa.” 1 þess. 4:16. Hann kemur í dýrð. “En þegar manns- ins Sonur kemur 1 dýrð sinni og allir englar með honum, þá mun bann sitja í sínu dýrðar hásæti.” “Því hver sem lætur sér minkun þykja að mér og mínum orð- um, að þeim mun og mannsins Syni mink- un þykja, þegar hann kemur í dýrð sinni og Föður síns og helgra engla.” Lúk. 9:26. “Himininn hvarf eins og samanvafið bókfell, og hvert fjall og ey færðist úr stöðvum sínum; konungar jarðarinnar, höfðingjar og herforingjar, auðmenn og ríkismenn, þegn og þræll, fólu sig í hell- um og hömrum fjalla, og sögðu til fjall- anna og hamranna: hrynjið yfir oss og felið oss fyrir ásjónu þess, sem í-hásætinu situr, og fyrir reiði lam^sins, því að nú er kominn sá mikli dagur hans reiði. hver fær nú staðist?“ Op. 6:14—17. Hann mun koma óvörum. „Verið þér því viðbúnir, því Mannsins Sonur mun koma þegar þér síst ætlið“. Matt. 24:44. „En þann dag og tíma veit enginn fyrir, og ekki englar á himnum, nema Faðirinn einn“. Matt. 24:36. 3. Hvað mun hann gjöra þegar hann kemur? „Sjálfur Drottinn mun með ákalli, með höfuðengils raust og með Guðs lúðri af himni niður stíga, og þeir sem í Kristi eru dánir munu fyrst upp rísa, síðan munum vér, sem eftir erum lifandi, verða hrifnir til skýja ásamt þeim, til fundar við Drottinn í loftinu, og munum vér síð- an með Drottni vera alla tíma“. Iþess. 4:16—17. „Því vort föðurland er á himni, hvaðan vér væntum lausnarans, Drottins Jesú Krists, sem mun ummynda líkama vorrar lægingar, svo hann verði líkur hans dýrð- arlíkama, eftir þeim krafti sem hann hefir til að leggja alt undir sig.“ Fil. 3:20—21. „Þá mun ég koma. og taka yður til mín svo að þér séuð þar sem ég er“. Jóh. 14:3. „Faðir, ég vil að þeir, sem þú gafst mér séu hjá mér þar sem ég er, svo þeir sjái mína dýrð sem þú gafst mér, því þú elsk-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.