Stjarnan - 01.07.1949, Side 7

Stjarnan - 01.07.1949, Side 7
STJARNAN 55 Guð elskar útlendinginn J. F. Knipschild segir frá því að hann hafi árið 1919 verið kallaður til að starfa meðal Portúgalsmanna í austurhluta Bandaríkjanna. Hann hafði meðtekið fagn aðarerindi Krists aðeins hálfu öðru ári áður. Hann kunni ekki portúgölsku og fann sárt til þess hve mjög hann þarfn- aðist Guðs aðstoðar. Hann tók nokkra mán uði til að læra málið og gekk það svona nokkurn veginn, en ekkert fram yfir það. Svo einn sunnudagsmorgun þegar margir gestir voru viðstaddir tók hann fyr ir umtalsefni: „Innsigli Guðs og merki dýrsins.“ Guð gaf honum svo dásamlega hjálp að honum var eins létt um málið eins og þó hann hefði talað ensku. Þetta var mikil uppörfun fyrir hann og sýndi honum að Guði var umhugað um starfið meðal þessa fólks. Portúgölsk stúlka varð veik. Áfleið- ing veikinnar varð sú, að hún missti sjón- ina. Læknar álitu hana ólæknandi. Nokkr ir prédikarar komu saman, báðu fyrir stúlkunni og smurðu hana viðsmjöri í nafni Drottins, eins og Jakob postuli ráð- leggur. Stúlkan varð heilbrigð og fékk sjónina aftur. Hún starfaði síðan að því að útbreiða fagnaðarerindið í bókum og ritum meðal landa sinna, bæði í Nýja Englandi og Californiu og Hawai. I Nýja Bedford fann hún sjómann, sem á undra- verðan hátt hafði verið frelsaður frá dauð anum þegar hvalur hafði brotið skips- bátinn en maðurinn kunni ekki að synda. Þessi reynsla leiddi hann til Guðs. Hann fór að lesa Biblíuna og biðja til Guðs um leiðbeiningu. „Leitið fyrst Guðs ríkis“. Matt. 6:33. Hann mætti bókasölustúlkunni og svo var farið að lesa Biblíuna með honum. Bæði hann og kona hans tóku með fögnuði á móti boðskapnum og samein- uðust söfnuðinum. Nú fór þessi maður og seldi öðrum landa sínum bókina: „Vor dagur“, á portúgölsku. Sá maður átti á- gætt þrí-mastrað skip, sem verzlaði við Afríku og Portúgölsku eyjarnar. Þessi maður tók Biblíulexíur, en þær báru eng- an ávöxt fyrst um sinn, því hahn átti svo annríkt við verzlun sína. En svo fórst skip ið við strendur Afríku, og það var ein- hver galli á skipstryggingarskjalinu, svo hann missti aleigu sína, sem nam um 100.000 dollurum. En þegar hann kom heim aftur hélt hann áfram að rannsaka Biblíuna, og þá var hann meðtækilegur fyrir fagnaðarerindið. Nú hefir hann í 25 ár verið áhugasamur kristinn maður, og oft hefir hann sagt: „Nú hef ég nokkuð, sem ekki getur farist — hina blessuðu von Guðs barna“. Portúgalskur rakari í Austur Taunton léði rakarastofu sína fyrir sunnudaga- kvölds samkomur. Þeim var haldið áfram heilt ár með góðum árangri. Nú eru 20 ár síðan, og fjöldi manna hefir með tekið fagnaðarerindi Krists, þar á meðal margir unglingar. Rakarinn heldur stöðugt áfram að vinna fyrir Guðs ríki með því að út- breiða kristileg rit, og fá fólkið til að inn- rita sig í Biblíuskóla með pósti. Svo árum skiptir hefir hann farið á sjúkrahús borg- arinnar, unnið ókeypis að rakarastörfum og útbýtt kristilegum ritum. Aðrir safn- aðarmenn hafa lifað sannkristnu lífi, og fyrir áhrif þeirra hefir vinnuveitandi þeirra saméinast söfnuðinum. C. O. G. ___________________*______________ Siðferðislegt gjaldþrot Árlegur kostnaður sem leiðir af lög- leysi í Bandaríkjunum nemur 25 biljónum dollara. Það er yfir 170 dollara á mann að meðaltali. í skýrslu nefndarinnar til hindrunar lögleysi stendur: „Skipulagðir glœpir hafa útbreiðst svo voðalega, þar til vér nú sem þjóð erum að því komnir að líða siðferðilegt gjaldþrot“. Roger Babson segir: 15 biljón dollarar af tekjum þjóðarinnar fara árlega í sorpið gegn um áfengi, allskonar tóbakstegundir, lukkuspil, siðspillandi tímarit og fleira, sem veiklar heilsu og starfskrafta fólks- ins. Jafnvel meðan við vorum að berjast til að ná sigri, eyddi ameríska þjóðin sex biljónum dollara fyrir áfenga drykki. Hátt standandi menn í stjórn þjóðarinnar virð- ast blindir fyrir þessu. Rannsóknarnefnd verzlunarmanna slær sökinni að nokkru leyti upp á hreyfimyndir, sem styðja að og útbreiða áfengisnautn. Þeir rannsök- uðu 275 hreyfimyndir og skýrðu frá að

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.