Stjarnan - 01.07.1949, Page 8

Stjarnan - 01.07.1949, Page 8
56 STJAKNAN STJARNAN Authorized as second class mail, Post Office Depart- mont, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a year. Publishers: The Can. Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ontario. Ritstjórn og afgreiðslu annast: MISS S. JOHNSON, Lundar Man., Can. meir én helmingur þeirra sýndi drykkju- skap og hélt með honum. Þar sem fjöldi drengja og stúlkna reykja og drekka, þá leiðir það til alls- konar slarks og glæpa. Drykkjuskapur, ólifnaður og glæpir hafa farið mjög í vöxt á þessum síðari árum. S. T. ______________*______________ Hvernig faðirinn snerist til Krists Móðirin var kristin en faðirinn ekki. Hún ásetti sér að hafa guðþjónustu á heim ilinu með börnunum. Faðirinn gekk út úr húsinu í hvert skipti að kvöldinu þegar hann sá móðurina taka Biblíuna. Eitt kvöld sagði hann við sjálfan sig: „Hvaða vit er það fyrir mig að fara út bara af því konan mín gjörir sjálfa sig að flóni?“ Þetta er mitt heimili. Ég ætla að vera kyr og lesa blaðið. Hann fór að lesa blaðið meðan móðirin safnaði börnunum kring um sig og las fyrir þau í Biblíunni. Svo féll hún og börnin á kné til að biðja. Hann veitti þessu enga eftirtekt þang- að til sonur hann bað stutta bæn, sem endaði með þessum orðum: „Blessaðu pabba og hjálpaðu honum til að læra þitt orð og halda þín boðorð fyrir Krists skuld, amen“. Faðirinn stóð upp og gekk með hægð út að dyrunum, en áður en hann lokaði hurðinni á eftir sér heyrði hann litlu stúlkuna sína biðja: „Blessaðu pabba og hjálpaðu honum til að fylgja Jesú“. Hann var á gangi úti fram undir hátta tíma. Daginn eftir var hann órólegur. Um kvöldið lagði hann frá sér blaðið og hlust- aði á þegar konan hans og börnin fóru að lesa og biðja. Þegar sonur hans byrjaði að biðja féll hann sjálfur á kné í fyrsta skipti á ævi sinni, en hann var staðinn upp aftur áður en þau sáu hann. Daginn eftir var hvíldardagur. Þegar hann hafði lokið heimilisstörfum fór hann í spari- fötin. Þegar konan hans spurði hvert hann ætlaði svaraði hann: Mér datt í hug að fara með ykkur á hvíldardagaskólann ef ég má“. Hann fékk fullkomið samþykki. í mörg ár eftir þetta starfaði hann að efl- ingu Guðs ríkis þar til ellilasleiki hindr- aði hann. Hann sagði mér þessa sögu sjálfur. F. W. ______________*_______________ Smávegis Snjómokstur á götunum í 30 stórborgum Ameríku kostar meir en 7 miljón dollara á ári. -f -f -f Tímaritið „Pathfinder“ segir að á hverjum 20 sekúndum komi upp eldur einhversstaðar í Bandaríkjunum. -f -f -f Fyrir 10 árum síðan hvarf stór orða- bók úr bókasafni háskóla Pasadena borg- ar og fanst ekki fyr en nýlega þegar Arthur A. Simpson, Bandaríkjafulltrúi og hershöfðingi rakst á hana á þjófasölutorgi í Hong Kong í Kína. Hann tók eftir nafni og merki háskólans svo hann borgaði und- ir bókina og sendi hana til háskólans. -f -f *-f Járnbrautarlestir flytja um 70 hundr- uðustu af flutningi Bandaríkjanna. Hitt er flutt á vögnum, bátum, flugvélum o. s. frv. -f -f -f Ameríska Biblíufélagið áformar að senda út 60 miljón Biblíur eða hluta af henni á næsta fimm ára tímabili. Kostn- aðurinn verður 11.888,484 dollarar. -f -f -f Nærri 700 þúsund manns eru sjúkling- ar á geðveikrahælum í Bandaríkjunum. Auk þess eru 300 þúsund samskonar sjúkl- ingar neyddir til að vera heima í héraði sínu af því þeir getd ekki fengið inngöngu á sjúkrahúsin. -f -f -f „Það er sorgarefni að þurfa að neita beiðni, sem kemur til vor um að stofna skóla“, segir A. L. Davy, formaður S. D. Aðventista trúboðsins í Belgiska Congo. Ef vér hefðum menn og fé gætum vér nú strax stofnað hér 100 nýja skóla.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.