Stjarnan - 01.09.1949, Side 6
70
STJARNAN
„En Páll, þú verður að kannast við, að
þó þetta sé góð hugmynd, þá eru mjög
fáir, sem fylgja henni eftir nú á dögum.
Þrátt fyrir allar framfarir heimsins um
liðnar aldir, þá lítur út sem við séum
langt frá hugmyndinni um sannan bróður
kærleika“.
„Ég verð að kannast við það“, svaraði
Páll, „en ef þú og ég tökum alvarlega ein-
staklings ábyrgð vora, þá mun líferni vort
bera góðan ávöxt. Vér könnumst við mann
gildi hvers einstaklings. Vér eigum að bera
virðingu fyrir hverjum manni, og leitast
við að sjá og finna það sem er gott og göf-
ugt hjá honum“.
Seinna um kvöldið þegar Georg kom
heim sagði hann við bróður sinn: „Páll
ég hef hugsað alvarlega um það, sem þú
talaðir við mig í dag. Ef þú ert ekki of
þreyttur þá vildi ég tala meira við þig
um það“.
„Það gleður mig Georg“.
„Heldur þú að verzlunarmaður ætti að
lesa Biblíuna?“
„Já, vissulega. í gærmorgun las ég það,
sem Páll skrifaði til Rómverja: „íklæðist
Drottni, Jesú Kristi“. Þegar maðurinn
íklæðist Kristi þá er hann orðinn nýr mað-
ur. Þegar guðdómlegur sannleikur upp-
lýsir hug og hjarta mannsins, þá verður
framtíð hans þjört og hamingjusöm og
hann álítur ekkert eins dýrmætt eins og
það að lifa í samfélagi við Guð“.
„Sannkristinn maður álítur það æðstu
skyldu sína að vera góður og gjöra gott.
Fjársafn, völd og veraldleg staða verða
aukaatriði fyrir hann. Hvern dag og hverja
stund verður hann að standa á verði að
kærleikur hans ekki kólni. Að hið óvænta
sem fyrir hann kemur ekki raski rósemi
hans, eða hann falli fyrir freistingu.
„Já, Georg, ég er sannfærður um að
vegurinn, sem Jesús benti lærisveinum
sínum á, er hinn eini vegur til friðar,
gleði og hamingju. Peningafíkn borgar sig
ekki. Áköf samkeppni er hættuleg. Óráð-
vendni í viðskiptum er nokkurskonar
sjálfsmorð. Félagsskapur með Guði er
eftirsóknarverður og borgar sig ríkulega“.
Það kvöld, þegar búið var að slökkva
ljósin og bræðurnir ætluðu að fara að sofa,
heyrði Páll að Georg sagði við sjálfan
sig: „íklæðist Kristi“. Greenville Kleiser
Kjós þú lífið
„Hver sem trúir á soninn hefir eilíft
líf, en hver sem ekki hlýðnast syninum
skal ekki sjá lífið heldur varir Guðs reiði
yfir honum“. Jóh. 3:36. Sjá einnig 1 Jóh.
5:11—12. „Sá, sem hefir soninn hefir lífið,
sá, sem ekki ~ hefir Guðs son hefir ekki
lífið“.
Af þessu virðist skýrt að skilyrði fyrir
eilífu lífi sé trú á Guðs son, Jesúm Krist,
en þó finnast margir, sem halda því fram,
að allir verði hólpnir, það er, að allir öðlist
eilíft líf, en Guðs opinberaða orð kennir
það ekki. Hver verður svo árangurinn af
þeirri ímyndun að allir verði hólpnir? Öll
von sem byggð er á falsi eða lýgi hlýtur
að bregðast. Hver áhrif hefir þessi skoðun
á breytni manna nú í þessum heimi? Hví
skyldi ég ekki lifa og láta eftir fýsnum
mínum, svalla og skemmta mér, sleppa
mér út í glaum og glaðværð, ef allir verða
hólpnir hvort sem er? Aðeins gæta þess
að komast ekki í hendur lögreglunnar.
Hví skyldi ég vinna að kristniboði og gefa
fé mitt til þess, ef allir verða hólpnir,
hvernig sem þeir lifa, hverju sem þeir
trúa og hvernig sem þeir breyta?
Jesús skipar: „Farið út um allan heim
og kunngjörið gleðiboðskapinn allri
skepnu. Sá, sem trúir og verður skírður
mun hólpinn verða, en sá, sem ekki trúir
mun fordæmast11. Mark. 16:15—16. Þetta
væri markleysa ein ef allir yrðu hólpnir
hvort sem þeir tryðu og væru skírðir eða
ekki. Sá, sem heldur því fram að allir
verði hólpnir hafnar því kenningu Krists
og þá um leið honum sjálfum.
Óvinur alls hins góða hlýtur að hlakka
yfir því, er menn halda fram þeirri skoð-
un að allir verði hólpnir, því þá gefa þeir
lítið eða ekkert til útbreiðslu Krists fagn-
aðarerindis, þeir finna enga þörf fyrir að
lesa Guðs orð til að þekkja Guðs vilja og
laga líf sitt eftir honum. Þeir lifa andvara
lausu lífi, hugsa aðeins um þetta líf, þarfir
og nautnir þess og verða svo óviðbúnir að
mæta fyrir Krists dómstóli, þar sem hverj
um manni verður endurgoldið eftir því,
sem hans verk verða. „Þeim, sem með
stöðugleika í góðu verki leita vegsemdar,
heiðurs og ódauðleika, þeim veitist „eilíft
líf“. „En hinum, sem þverúðarfullir eru