Stjarnan - 01.09.1949, Qupperneq 8

Stjarnan - 01.09.1949, Qupperneq 8
72 STJARNAN STJARNAN Authorized as second class mail, Post Oífice Depart- ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a year. Publishers: The Can. Union Coníerence of S. D. A., Oshawa, Ontario. Ritstjðrn og afgreiðslu annast:. MISS S. JOHNSON, Lundar, Man, Can. hvítklæddan engil, sem hélt á stórri Biblíu í annari hendinni og kallaði: „Jósateke“. Jósateke leit á hann hræddur og vand- ræðalegur. „Neyttu engrar óhreinnar fæðu Jósateke“, sagði engillinn hárri röddu. „Óhreina fæðu“, endurtók Jósateke. „Hvað er óhreint?“ „Tóbak, svín, áll, skelfiskur, krabbi“, svaraði engillinn. „Það er tími til kominn að þú hafnir öllu óhreinu“. Svo hvarf engillinn, en áhrifin sem Jósateke varð fyrir voru varanleg. Rödd engilsins hljómaði enn 1 eyrum hans: „Neyttu engrar óhreinnar fæðu“. Um morguninn sagði hann drauminn vini sínum, sem hafði komið að heim- sækja hann, og endurtók orð engilsins. Vinur hans sagði strax. „Þetta er Að- ventista kenning“. „Hvað meinar þú?“ spurði Jósateke. „Nota þeir ekki þetta?“ „Farðu og talaðu við þá“, ráðlagði vin- ur hans. Jósateke fór strax af stað þangað, sem útlendi trúboðinn átti heima. Þeir töluðu saman lengi og alvarlega, og Jósa- teke veitti nákvæma eftirtekt. „Guð hefir kallað mig og aðvarað mig“, sagði Jósa- teke. „Nær er næsta samkoma ykkar?“ Það hittist nú svo á, að þetta var föstu- dagur og morguninn eftir á samkomunni sagði Jósateke opinberlega frá áformi sínu að gefa Guði líf sitt og sameinast hreinu kirkjunni. Nú er Jósateke og konan hans á Fulton trúboðsskólanum að undirbúa sig undir kristilegt stárf. Guð á marga slíka gim- steina á Fijieyjunum. Biðjið fyrir starfi voru þar. Norma I. Jakobson ______________*_______________ í árslok 1903 voru bræðurnir Wilbur og Orville Wright þeir einu farþegar sem nokkurn tíma höfðu ferðast með flugvél. En árið 1948 höfðu nærri 14.000.000 Ame- ríkumenn flogið átta biljón mílur. Smávegis Mrs. Dóra Keen Handy, 1 Vestur Hart- ford, Vermont, tók sér skemtiferð með flugvél til Belgiska Congo. Hún er 78 ára gömul, 5 fet á hæð og 100 pund að þyngd. En þar sem hún sagðist hljóta að eiga skammt eftir ólifað, væri laus við gigt og heilsugóð að öllu leyti, þá langaði hana til að lyfta sér upp og fá að sjá krókodíla, tígrisdýr, dverga og fjöllin í Afríku meðan hún ennþá gæti haft nokkra ánægju af því. Verður mögulegt að kenna 1.200.000.000 ólæsu fólki í Asíu, Afríku og latnesku Ameríku, þremur fimmtu af íbúum heims- ins, að lesa sitt eigið móðurmál á næstu tveimur árum? Dr. Frank C. Lauback upp- eldisfræðingur og trúboði heldur það sé mögulegt. Síðan 1915 hefir hann ferðast meðal frumþjóðanna og fundið upp ein- falda aðferð til að kenna 200 tungumál. Nýlega sagði Doktorinn: „Það sem vér ættum að gjöra er að kenna fjölda krist- inna ungra manna og kvenna einfalda að- ferð til að kenna lestur, og senda þau svo til að undirbúa hina 30.000.000 innfæddu kristnu í Asíu, Afríku og latnesku Ame- ríku, til að verða kennarar hver hjá sinni eigin þjóð.“ 4-4-4- Jefferson Davis West, í Mobile, Ala- bama var 80 ára að aldri. Hann hafði verið blindur í tvö ár. Hann sparaði hvert ein- asta cent, sem honum var mögulegt, svo hann gæti borgað fyrir uppskurð á aug- unum, til að nema burt skýið af sjáaldr- inu. Nú hafði hann sparað saman 380 dollara. Það var nærri nóg til að borga læknishjálp, en þjófur braust inn í húsið meðan hann svaf og stal peningunum. Þegar fréttablöðin sögðu þessa sorgar- fregn, þá fóru menn frá ýmsum stöðum í Bandaríkjunum að senda peninga til gamla mannsins, svo innan skamms hafði hann meir en nó til að borga fyrir læknis- hjálp. Þegar umbúðirnar voru teknar af augum hans grét hann af gleði og þakk- læti fyrir að hafa fengið sjónina. 4 4 4 Rússland sendir fréttir og fleira með útvarpinu á 30 tungumálum.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.