Stjarnan - 01.10.1949, Side 2

Stjarnan - 01.10.1949, Side 2
74 STJARNAN syndina, sem þeir höfðu gjört sig seka í. Vanþakklæti þeirra beygði sálir þeirra og skildi þá frá guði. Guð getur ekki tekið játninguna gilda, nema því að eins, að henni fylgi einlæg iðrun og apturhvarf. Lífernið verður að taka gagngjörðri breytingu. Allt það, sem guð hefur vanþóknun á, verður að leggja niður. Þetta mun og leiða af sannri hryggð yfir syndinni. Það, sem gjöra skal af vorri hálfu, hefur verið tekið skýrt fram. „Þvoið yður, hreinsið yður, takið yðar illsku- breytni í burt frá mínum augum og látið af því að gjöra illt. Lærið gott að gjöra, leitið þess, sem rétt er; hjálpið þeim, sem fyrir ofríki verður, unnið réttra laga hin- um munaðarlausa og verjið málefni ekkj- unnar.“ Ef sá, „ sem áður var óguðlegur, skilar aptur veði, bætir rán og breytir eptir lífsins boðorðum, svo að hann aðhefst ekkert það, sem rangt er, þá skal hann lifa og ekki deyja.“ Páll segir meðal annars, er hann talar um apturhvarfið: „Því sjáið, það, að þér hryggðust eptir guði, hvílíkt kapp vakti það hjá yður! já enn framar, afsakanir, þykkju, ótta, eptirlöngun, vand- lætingu, refsingu; í öllu sönnuðuð þér að þér hreinir væruð í þessu efni.“ Þegar syndin hefur sljófgað hina sið- ferðislegu dómgreind, þá getur syndarinn ekki séð brestina í fari sínu eða skilið hve mikil sú synd er, sem hann hefur drýgt, og ef hinn sannfærandi kraptur heilags anda vinnur eigi bug á honum, þá heldur hann að nokkru leyti áfram að vera blind- ur gagnvart synd sinni. Játning hans er ekki einlæg eða alvarleg; í hvert skipti, sem hann játar synd sína, kemur hann með afsökun um leið til þess að fegra aðferð sína. Hann segir, að hefði ekki stað- ið svo og svo á, þá hefði hann eigi gjört þetta eða hitt, sem fundið er að við hann fyrir í það sinn. Þegar Adam og Eva höfðu etið af hin- um fyrirboðna ávexti, urðu þau gagntekin af blygðun og skelfingu. Það fyrsta, sem þau hugsuðu um, var það, hvernig þau ættu að fara að afsaka synd sína og kom- ast hjá dauðahegningu þeirri, er þau óttuð- ust. Þegar guð spurði þau um synd þeirra, þá leitaðist Adam við að skella skuldinni að nokkru leyti á guð og nokkru leyti á konu sína. Hann svaraði: „Konan, sem þú gafst mér til sambúðar, gaf mér af trénu og ég át.“ Konan skaut skuldinni á högg- orminn: „Höggormurinn sveik mig, svo ég át.“ „Hvers vegna skapaðir þú höggorm- inn? Hvers vegna leiðst þú honum að kom- ast inn í Eden?“ Þessar spurningar felast í afsökun hennar. Þannig varpaði hún ábyrgðinni af syndafallinu á guð. Þessi tilhneiging til þess að réttlæta sjálfan sig er sprottin frá lýginnar föður, og hún hef- ur lýst sér hjá öllum sonum og dætrum Adams. Þess konar játning stafar ekki frá guðs anda og guð mun ekki taka hana gilda. Sönn iðrun leiðir manninn til þess að bera sjálfur sekt sína og játa hana yfir- drepsskapar- og hræsnilaust. Hann mun þá hrópa eins og tollheimtumaðurinn, sem ekki þorði einu sinni að lypta augum sín- um til himins: „Guð vertu mér syndugum líknsamur!“ Þeir, sem játa syndir sínar munu réttlættir verða; því að Jesús ber fram blóð sitt til friðþægingar fyrir hina iðrandi sál. Þau dæmi sannrar iðrunar og auðmýkt- ar, sem talin eru í guðs orði, sýna anda, sem eigi reynir að afsaka syndir sínar hið minnsta í játningu sinni eða réttlæta sjálf- an sig. Páll leitaðist ekki við að afsaka sig. Hann lýsir synd sinni með mjög dökkum litum og reynir eigi að gjöra lítið úr sök sinni. „Ég hneppti í myrkvastofur marga kristna, með því að ég hafði fengið full- makt til þess frá prestahöfðingjunum, og gaf mitt jákvæði til, þegar þeir voru líf- látnir, og í öllum samkunduhúsum lét ég þeim þrásinnis refsa og neyddi þá til að tala illa um Jesú. Já, svo frekt æddi ég gegn þeim, að ég elti þá til framandi borga.“ Hann hikar eigi við að koma með þessa yfirlýsingu: „Jesús Kristur er kom- inn í heiminn til þess að frelsa synduga menn, og er ég hinn helzti þeirra.“ Það hjarta, sem auðmjúkt er og sund- urkramið og bugað af sannri iðrun, mun kunna að meta rétt kærleika guðs og kvöl Jesús á krossinum; eins og sonurinn játar ávirðingar sínar fyrir elskandi föður, þannig mun hin iðrandi, einlæga sál koma með allar sínar S^ndir fram fyrir guð. Og skrifað er: „Ef vér viðurkennum vorar syndir, þá er hann trúfastur og réttvís, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.“ E.G.W.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.