Stjarnan - 01.10.1949, Page 4
76
STJ'ARNAN
himni segjandi: Þetta er tjaldbúð Guðs
meðal mannanna, hjá þeim mun hann bú-
stað hafa og þeir skulu vera-hans fólk, og
Guð sjálfur mun vera hjá þeim, og vera
þeirra Guð.“ Op. 21:3.
Þeir sem hafa nöfn sín skrifuð í lífsins
bók. „Ekkert óhreint, enginn sem fremur
viðurstygð eða fer með lýgi mun þangað
inn koma, heldur þeir einir sem skrifaðir
eru í h'fsbók lambsins.“ Op. 21:27.
Þeir sem halda Guðs boðorð. „Sælir
eru þeir sem breyta eftir hans boðorðum,
svo þeir nái að komast að lífstrénu, og
megi inn ganga um borgarhliðin inn í
borgina.“ Op. 22:14.
Hinir hógværu. „Sælir eru hógværir
því þeir munu jarðríkið erfa.“ Matt. 5:5.
Sá, sem sigrar. „Þann sem sigrar skal
ég láta sitja hjá mér í mínu hásæti eins og
ég að unnum sigri settist hjá mínum Föður
í hans hásæti.“ Op. 3:21.
______________+______________
Hluttakendur í dýrð Krists
Þetta er áform frelsara vors Jesú
Krists, að lærisveinar hans skuli verða
hluttakendur í hans eilífu dýrð í hinum
komanda heimi, þar sem allar þarfir þeirra
og óskir verða uppfyltar í heimkynnum
friðarins, og þeir verða synir og dætur
hans sem er konugur alheimsins. Þeir hafa
fyrir kraft hans gengið sigrandi gegn um
þennan heim, og munu um alla eilífð bera
vitnisburð sinn um kraft og kærleika hans,
sem frelsaði þá.
Það var fyrir þann fögnuð að sjá menn
frelsaða og hamingjusama með honum um
alla eilífð, að Jesús sté niður til jarðar og
leið píslir óg krossfestingu. Vér erum
ámintir um að„ beina sjónum vorum til
Jesú, höfundar og fullkomnara trúarinnar,
til hans sem í stað gleði þeirrar, er hann
átti kost á, leið þolinmóðlega á krossi, mat
smán einkis, og hefir sest til hægri handar
hástóli Guðs.“ Hebr. 12:2.
Það er sagt um hina endurleystu að
þeir séu „Guðs börn, en ef vér erum börn
þá erum vér líka erfingjar, og það erfingj-
ar Guðs en samarfar Krists, því að vér
líðum með honum, til þess að vér einnig
verðum vegsamlegir með honum.“ Róm.
8:16—17.
í Opinberunarbókinni er þeim sem
sigra synd og freistingar gefið loforð um
hlutdeild í hásæti Krists.
„Sá sem sigrar, hann mun ég láta sitja
hjá mér í hásæti mínu, eins og ég sjálfur
sigraði og settist hjá Föður mínum í há-
sæti hans.“ Op. 3:21.
Jafnvel í þessu lífi er hamingja hins
sannkristna óumræðileg gleði. „Þá munuð
þér fagna, þótt þér nú um skamma stund,
ef svo verður að vera hafið hrygst í margs-
konar raunum, til þess að trúarstaðfesta
yðar, langt um dýrmætari heldur en for-
gengilegt gull, sem þó stenst eldraunina,
geti orðið yður til lofs, dýrðar og heiðurs
við opinberun Jesú Krists. Þér hafið ekki
séð hann en elskið hann þó, þér hafið hann
ekki nú fyrir augum yðar, en trúið samt
á hann, þér munuð fagna með óumræði-
legri dýrðlegri gleði, þegar þér náið tak-
markinu fyrir trú yðar, frelsi yðar sálna.“
1 Pét. 1:6—9.
Hvílíkur fögnuður það verður um alla
eilífð, hvílík dýrð. Þar verður hvorki
sjúkdómur, sorg eða dauði, heldur sífeld
gleði, sem ljómar og lýsir upp ásjónu
manna. og brýst út í háróma fagnaðar
söngvum.
Þessi dýrðlega fullvissa um komandi líf
heldur hinum sannkristna uppi, jafnvel á
dauðastundinni, eins og sjá má af eftir-
fylgjandi atviki í æfisögu ihins mikla pré-
dikara Moody. Það var meðan borgarastríð-
ið stóð yfir, eftir hinn voðalega bardaga
við Shilo. Moody var á leið niður Tennessee
fljótið á skipi sem hlaðið var særðum
mönnum. Þeir voru sífelt að kalla eftir
vatni. Hann gaf þeim að drekka og bauð
þeim um leið hfsins vatn, þeim til sálu-
hjálpar. Loks kom hann að þar sem ungur
hermaður lá, sem ekki gat svarað þegar
hann talaði til hans. Læknirinn sagði að
honum hefði blætt svo mikið að það væri
engin lífs von. En Moody sagði hann gæti
ekki vitað nafn hans, og væri leitt ef hann
dæi án þess menn vissu nafn hans. Hvort
ekki mundi mögulegt að hjálpa honum til
meðvitundar. Meðan lifgunartilraunir voru
gjörðar sagði hermaður sem nærstaddur
var að pilturinn héti William Clarke. Loks
opnaði sjúklingurinn augun og Moody
spurði hann: „William, veistu hvar þú
ert?“ Drengurinn leit í kring um sig nokk-