Stjarnan - 01.10.1949, Page 5

Stjarnan - 01.10.1949, Page 5
STJARNAN 77 ur augnablik og sagði síðan: „Já, ég er á leiðinni heim til móður minnar.“ „Já, þú ert á heimleið,11 svaraði Moody, „en læknir- inn segir þú getir ekki komist áfram til þíns jarðneska heimkynnis. Er nokkuð sem þú vilt við segjum móður þinni?“ Það glaðnaði yfir andliti drengsins er hann svaraði: „Já, segðu móðir minni að ég dó í lifandi trú á freisara okkar Jesúm Krist.“ Þessi deyjandi drengur hafði örugga trú á Kristi, hann var viss um eilíft líf með honum. En það eru svo margir sem ekki hafa þessa fullvissu. Hjá þeim er það efa- mál hvort þeir muni á síðan komast inn um perluhliðin og ganga þau gullnu stræti hinnar himnesku borgar. Nokkrir hafa orðið snortnir af Guðs anda, en hafa ekki fullkomlega gefið Guði 'hjarta sitt. Jesús hefir oft talað til þeirra í orði sínu, en þeir hafa ekki gefið sig hon- um á vald, svo ennþá talar hann til þeirra fyrir sinn Heilaga Anda og hvetur þá til að ákvarða sig með að fylgja og hlýða honum. Guðs Andi útmálar fyrir þeim hinn óum- ræðilega kærleika sem leiddi Jesúm til að yfirgefa dýrð himinsins og líða dauðann á krossinum til þess að frelsa þá svo þeir mættu lifa eilíflega með honum í fögnuði og friði himinsins. Hefir þú meðtekið frelsarann. Hefir þú fyrir áhrif Heilags Anda sannfærst um að það er hin mesta hamingja lífsins að lifa daglega í trú á Jesúm og í samfélagi við hann? Hefir þú gefið honum hjarta þitt og falið honum framtiíð þína um tíma og eilífð? Hefir þú sagt við hann: „Jesús minn, ég meðtek þig sem frelsara minn og Drott- inn. Ég vil treysta þér og hlýða alla daga lífs míns. Hjálpaðu mér til þess. Ef þú hefir með þessum eða svipuðum orðum gjört samning við Jesús, þá getur þá hlakk- að til eilífðar í fullsælu og friði með Frels- ara þínum, því þá mun þér veitast ljúfur inngangur inn í hans eilífa ríki. J. W. Halliday _______________*______________ Ameríska Biblíufélagið hefir sent yfir eina miljón af Nýjatestamentinu til Japan, og 120,000 heilar Biblíur, en alltaf er beðið um fleiri og fleiri eintök af þessari bless- uðu, Guð-innblásnu bók. Hlýðni er nauðsynleg Ef þú óskar eftir að fá skilning á leynd- ardómi guðrækninnar, þá hlýddu hinu opinberaða orð. Jesús setur mjög skýrt fram skilyrðin fyrir eilífu lífi. Hann segir: „Ef þér elskið mig þá haldið þér mín boð- orð . . . Sá, sem 'hefir mín boðorð og heldur þau, hann elskar mig. En Faðir minn mun elska þann sem elskar mig og ég mun elska hann og sýna mig honum . . . Sá sem elskar mig hann mun varðveita mitt orð, og Faðir minn mun elska hann og til hans munum við koma og taka okkur bústað hjá honum. Sá, sem ekki elskar mig hann varðveitir ekki mín orð, og það orð sem þér heyrið er ekki mitt, heldur Föðursins, sem sendi mig.“ Hér eru skilyrðin fyrir hverja sál sem óskar útvalningar til eilífs lífs. Hlýðni þín við Guð sýnir að þú hefir meðtekið útvalninguna, til að verða hluttakandi hinnar eilífu arfleifðar. Þú ert útvalinn til að vera samvefkamaður Guðs, meðstarf- andi Krists, til að bera ok hans, lyfta byrði hans, og feta í fótspor hans. Þú hefir öðl- ast alt, sem þú þarft til að gjöra þína köllun og útvalningu vissa. Rannsakið Ritningarnar og þér munuð hvergi finna að nokkur sonur eða dóttir Adams séu útvalin til frelsunar meðan þau lifa í ó- hlýðni við Guðs boðorð. Ef Guð tæki til himins þá sem lifa í óhlýðni við hann hér, þá mundu þeir einn- ig þar halda áfram að lítilsvirða vilja hans. Þeir sem eru Guði ótrúir hér í heimi, mundu verða honum ótrúir eins á himni eða hinni hýju jörð. Það mundi meina aðra uppreisn gegn Guði. Menn þekkja frásög- una um óhlýðni Adams og afleiðing henn- ar, það ætti að vera nóg aðvörun fyrir þá til að forðast yfirtroðslu Guðs borðórða. Jesús gaf líf sitt í dauðann til þess menn gætu fengið tækifæri til að gjöra sína köll- un og útvalningu vissa. En mælikvarði rétt Jætisins er sá sami nú, á tímabili kristninn- ar sem hann var á dögum Adams. Eilíft líf í himnaríki verður umbun hlýðninnar. Heimurinn lítilsvirðir Guðs lögmál. En Guðs börn eru útvalin til trúar, hlýðni og helgunar. Þau eru útvalin til að hlýða Guðs boðorðUm jafnvel þó það kosti þau að taka upp krossinn. * X.X.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.