Stjarnan - 01.11.1950, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.11.1950, Blaðsíða 3
STJARNAN 83 1. „En eftir hvíldardaginn þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar kom María Magdalena og María hin til að líta eftir gröfinni“. Matt. 28:1. 2. Hvíldardagurinn endar áður en fyrsti dagur vikunnar byrjar. Hér er ekki eitt einasta orð um helgi fyrsta dagsins. II. Vitnisburður Markúsar. (Hér um bil 10 árum eftir krossinn). 1. Markús nefnir tvisvar fyrsta dag vikunnar. „Og er hvíldardagurinn var iiðinn keyptu þær María Magdalena og María móðir Jakobs og Salóme ilm- smyrsl til að fara og smyrja hann. Og mjög árla hinn fyrsta dag vik- unnar, komu þær til grafarinnar um sólaruppkomu“. Mark. 16:1.—2. „Og er hann var upprisinn árla hinn fyrsta dag vikunnar, birtist hann fyrst Maríu Magdalenu, henni sem hann hafði rekið út af sjö ilia anda“. Mark. 1:19. 2. Hvíldardagurinn var liðinn áður en fyrsti dagur vikunnar byrjaði. 3. Jesús var jarðaður daginn fyrir hvíld- ardaginn. „Nú var komið kvöld en það var aðfangadagur, það er dagurinn fyrir hvíldardaginn, kom þá Jósef frá Arimaþeu, göfugur ráðherra er sjálf- ur vænti Guðs ríkis. Hann herti upp hugann og fór inn til Pílatusar og bað um líkama Jesú. Pílatus furð- aði sig á því að hann þegar skyldi vera andaður, og lét því kalla til sín hundraðs höfðingjann og spurði hann hvort hann væri þegar and- aður. Og er hann varð þess vís hjá hundraðshöf ðingj anum gaf hann Jósef líkið. Og hann keypti línklæði, tók hann ofan og sveipaði hann lín- klæðinu og lagði hann í gröf er höggvin var út í kletti, og velti steini fyrir dyr grafarinnar. En þær María Magðalena og María móðir Jóse sáu hvar hann var lagður“. Mark. 15:42.-47. 4. Hann var í gröfinni yfir hvíldar- daginn, en reis upp 1. dag vikunnar. „Og er hann var upprisinn árla hinn fyrsta dag vikunnar birtist hann fyrst Maríu Magðalenu“. Mark. 16:9. 5. Hún s'agði öðrum frá, en þeir trúðu því ekki. „Hún fór og kunngjörði þetta þeim sem með honum höfðu verið, er voru harmandi og grátandi. Og er þeir heyrðu að hann væri lifandi og hún hefði séð hann, trúðu þeir því ekki“. Mark. 16:10.—11. 6. Næst birtist hann tveimur lærisvein- um sínum. „En eftir þetta birtist hann tveimur af þeim í annari mynd, er þeir voru á gangi á leið út á landsbygð". Mark. 16:12. „Þeir fóru og kunngjörðu hin- um, og eigi trúðu þeir þeim heldur“. 13. vers. 7. Nú birtist Jesú og ávítaði lærisvein- ana fyrir vantrú. „En seinna birtist hann þeim ellefu er þeir sátu yfir borðum og álasaði þeim fyrir vantrú þeirra og hjartans harðúð, að þeir höfðu ekki trúað þeim, sem sáu hann upprisinn“. Mark. 16:14. Hér er ekki eitt einasta orð um helgi sunnudagsins. III. Vitnisburður Lúkasar. (Hér um bil 30 árum eftir krossinn). 1. Lúkas nefnir fyrsta dag vikunnar að- eins einu sinni. „En í afturelding fyrsta dag vikunn- ar komu þær til grafarinnar með ilmjurtirnar ér þær höfðu útbúið“. Lúk. 24:1. 2. Eftirfylgjendur Jesú héldu hvíldar- daginn áður. „Konur þær er komið höfðu úr Galíeu fylgdu eftir og sáu gröfina og hvernig líkami hans var lagður. Og þær sneru aftur og bjuggu út ilmjurtir og smyrsl, og hvíldardag- inn héldu þær kyrru fyrir sam- kvæmt boðorðinu“. Lúk. 23:55.—56. 3. Dagurinn fyrir hvíldardaginn var undirbúningsdagur, eða aðfangadag- ur. „Og það var aðfangadagur og hvíldardagurinn fór í hönd“. Lúk. 23:54. 4. Jesús birtist tveimur lærisveinum sínum fyrsta daginn.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.