Stjarnan - 01.11.1950, Qupperneq 8
88
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00
a year. Publishers: The Can. Union Conference
of S. D. A., Oshawa, Ontario.
Ritstjðrn og afgreiBsiu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar_ Man., Can.
fletti upp í Matteus sjötta kapítula. „Lestu
19. versið Mae, það segir þér hvar fjársjóð-
ur minn er geymdur.“
Mae las versið fyrst í hljóði og svo upp-
hátt. „Safnið yður fjársjóð á himni.“
„En amma, hvernig er hægt að safna
fjársjóð þar?“ Mae las versið aftur og
sagði: „Eg vildi ég gæti safnað
fjársjóð á himni og fengið hann þegar ég
kem þangað. Hvernig get ég það amma?“
„Auðvitað getur þú það. Eg held þú
hafir þegar byrjað að safna fjársjóð þar.
Peningarnir sem þú gefur í hvíldardaga-
skólann eru fjársjóður á himni. Alt sem
þú gjörir til að hjálpa öðrum og gleðja þá
er fjársjóður á himni. Manstu að
við sendum mat og peninga til fátæku
barnanna 1 Evrópu. Það sem við gjörum
fyrir aðra af elsku til Jesú, það telur hann
að vér gjörum fyrir sig.
„Þegar við höfum fjársjóð vorn óhultan
á himni, þá þurfum við aldrei að gráta yfir
að missa hann eins og Mrs. Fillips. Hún gat
ekki hugsað um neitt annað en heimili sitt
og innan hússmuni sem alt var eyðilagt.
Jesús segir okkur að þar sem fjársjóður
okkar er þar muni hjarta okkar vera.“
„Nú skil ég hvers vegna þú ert altaf
svo glöð, amma. Þú hugsar um fjársjóðinn
þinn á himni og veist hann er óhultur, því
Jesús lítur eftir honum.“ —S.S.W.
-------------☆-------------
Hvíld og friður
Það er sannur og reyndur málsháttur,
að sá, sem hefur nokkuð að lifa fyrir, og
takmark að keppa að hann er ekki áhyggju-
fullur um, á hverju hann eigi að lifa. Jesús
sagði: „Segið því ekki áhyggjufullir. Hvað
eigum vér að eta? Hvað eigum vér að
drekka? eða: Hverju eigum vér að klæð-
ast? því að eftir öllu þessu sækjast heið-
ingjarnir og yðar himneski faðir veit að
þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis
hans og réttlætis, og þá mun allt þetta veit-
ast yður að auki“. Matt. 6:31.—33.
Mentuð kona ein kom á heilsuhæli vort
til að hvíla sig og byggja upp heilsuna.
Demantshringir og eyrnagull báru vott um
efnahag hennar. En þegar minst var á and-
leg efni við hana þá virtist hún ekki geta
fylgst með. Einu sinni sagði hún: „Mér
hefir liðið illa svo vikum skiftir. í gær
fanst mér að ég gæti ekki liíað af daginn.
Ég lá í rúminu og bylti mér hvíldarlaust.
Svo kom hjúkrunarkona inn í herbergi
mitt. í barnslegri einlægni sagði hún: „Því
reynir þú ekki að lesa í Biblíunni. Það
mun veita þér hvíld og frið svo þú getur
sofnað'.
Loksins sagði ég: „Ég skal gjöra það
iyrir þín orð að lesa hana“. Og ég er enn-
þá að lesa. Litla hjúkrunarkonan hafði rétt
fyrir sér. Ég er svo róleg og ánægð, sem
ég hefi aldrei verið fyr. Ég er hætt að hugsa
um sjálfa mig. Hugur minn dvelur við það
sem ánægjulegra er“.
Hvað er helzta áhugamálið í lífi þínu?
Maður verður að hafa einhvern tilgang
með líf sitt. Enginn maður með vakandi
skynsemi getur til lengdar lagt sig 'fram
til að vinna, nema hann hafi ákveðinn til-
gang með vinnuna. Ef taugarnar hafa bil-
að þá getur læknirinn látið sjúklinginn
íást við að flétta körfur, vefa eða prjóna
til að gefa honum eitthvað að hugsa um.
Verzlunarmaðurinn getur unnið inn
nóg til að lifa á, en ef maður hefir ekkert
til að lifa fyrir, þá verður hann leiður og
þreyttur á vinnunni. Hann hugsar með sér:
„Til hvers er allt þetta? Hvaða gagn hef
ég af því?“
Sá, sem lifir aðeins fyrir sjálfan sig
getur ekki notið fylstu ánægju lífsins. Sá,
sem lifir fyrir aðra nýtur bæði blessunar
og gleði af starfi sínu. Líf hans er eins og
iýst er í Sálm. 1:3. „Hann er sem tré gróð-
ursett hjá vatnslækjum, er ber ávöxt sinn
á réttum tíma, og blöð þess visna ekki. Allt
er hann gjörir lánast honum“.
S. O. Martin
----------☆----------
Rand McNally, vel þekt félag í Banda-
ríkjunum sem býr til landabréf framleiðir
um 50 miljón þeirra á ári sem sýna þjóð-
vegi landsins. Olíufélög útbýta ókeypis
flestum þessum vegabréfum.