Stjarnan - 01.02.1951, Page 3
STJARNAN
11
II. Hvað er synd gegn heilögum anda?
Það er að spyrna á móti og hafna
starfi og áhrifum andans.
III. Hvað er hið iífalda verk heilags
anda?
1. „Hann sannfærir menn um synd“.
Jóh. 16:8. „Syndin er lagabrot“.
lJóh. 3:4. „Það er synd að hafna
Kristi, sem er hinn eini frelsari frá
synd“. Jóh. 16:9.
2. „Hann sannfærir menn um réttlæti“.
Jóh. 16:8. „Réttlætiskröfu lögmáls-
ins á að verða fullnægt hjá oss, sem
ekki göngum eítir holdi heldur eft-
ir anda“. Róm. 8:1.—4.
3. Hann sannfærir um dóm. „Höfðingi
þessa heims er dæmdur“. Jóh. 16:11.
„Menn verða dæmdir eftir lögmál-
inu“. Jakob 2:10.—12.
„Óttastu Guð og haltu hans boðorð,
því það á hver maður að gjöra, því
Guð mun leiða sérhvert verk fyrir
dóm yfir öllu sem hulið er, hvort
sem það er gott eða ilt“. Préd.
12:13.-14.
Kristur verður dómarinn. „Guð . . .
hefir ákveðið dag, á hverjum hann
mun láta mann, sem hann hefir fyr-
irhugað, dæma heimsbygðina með
réttvísi, og hefir hann veitt öllum
fullvissu um það með því, að hann
reisti hann frá dauðum“. Post. 17:31.
4. Andinn huggar og hughreystir.
„Huggarinn, andinn heilagi, sem
Faðirinn mun senda í mínu nafni,
hann mun kenna yður alt og minna
yður á alt, sem ég hefi sagt yður“.
„Hann vitnar um að vér erum Guðs
börn“. Róm. 8:16.
„Hann býður okkur að koma til
Krists“. Op. 22:17.
5. Hann endurfæðir menn. „Ef mað-
urinn fæðist ekki af vatni og anda
getur hann ekki Tcomist inn í Guðs
ríkið“. Jóh. 3:5.
Hann endurfæðir þá sem koma til
Krists. „Öllum þeim sem tóku við
honum gaf hann rétt til að verða
Guðs börn, þeim sem trúa á nafn
hans spm ekki eru af blóði, né af
holds vilja, né af manns vilja, held-
ur af Guði getnir“. Jóh. 1:12.—13.
6. Hann dvelur hjá mönnum og er í
þeim. Jóh. 14:17.
Hann ritar lögmál Guðs í hjarta
mannsins. „Þér eruð augljósir orðn-
ir sem bréf Krists, sem vér höfum
unnið að, ekki skrifað með bleki
heldur með anda lifandi Guðs, ekki
á steinspjöld heldur á hjartaspjöld
úr holdi“. 2Kor. 3:3. „Ég mun gefa
lög mín í hugskot þeirra og rita þau
á hjörtu þeirra“. Hebr. 8:10.
Jesús dvelur í hjörtum vorum fyrir
sinn heilaga anda. „Hvílíkur er
dýrðarríkdómur þessa leyndardóms
meðal heiðinna þjóða, sem er Krist-
ur í yður von dýrðarinnar“. Kol.
1:27.
7. Hann biður fyrir mönnum. „Vér
vitum ekki hvers vér eigum að biðja
eins og ber, en sjálfur andinn biður
fyrir oss með andvörpunum, sem
ekki verður orðum að komið“.
Róm. 8:26.
8. Hann gefur mönnum djörfung til
vitnisburðar. „En þér munuð öðlast
kraft er heilagur andi kemur yfir
yður, og þér munuð verða vottar
mínir í Jerúsalem og í allri Júdeu
og Samaríu, og til yztu endimarka
jarðarinnar“. Post. 1:8.
„Og er þeir höfðu beðist fyrir hrærð-
ist staðurinn þar sem þeir voru, og
þeir fyltust allir heilögum anda og
töluðu Guðs orð með djörfung“.
„Með miklum krafti báru postul-
arnir vitni um upprisu Jesú og mikil
náð var yfir þeim öllum“. Post.
4:31.-33.
9. Hann leiðbeinir mönnum sem vilja
meðtaka leiðbeiningu. „Allir þeir
sem leiðast af anda Guðs, þeir eru
Guðs synir“. Róm. 8:14.
„Þegar hann sá sannleiksandinn
kemur mun hann leiða yður 1 allan
sannleika“. Jóh. 16:13—12. „Guðs
orð er sannleikur“. Jóh 17:17.
10. Hann innsiglar menn..„Hryggið ekki
Guðs heilaga anda, sem þér eruð
innsiglaðir með til endurlausnar-
dagsins“. Efes. 4:30.
„1 honum (Kristi) hafið og þér eftir
að vera orðnir trúaðir, verið inn-
siglaðir með heilögum anda sem
yður var fyrir heitinn, og er partur
arfleifðar vorrar“. Efes 1:13—14.
„Vinnið ekki jörðinni grand, og
ekki heldur hafinu né trjánum, þar
til vér höfum innsiglað þjóna Guðs
vors á ennum þeirra“. Op. 7:3. Vér
erum þjónar þess er vér hlýðum.