Stjarnan - 01.02.1951, Side 4
12
STJARNAN
„Þess þjónar eruð þér, sem þér
hlýðið, hvort heldur er syndar til
dauða eða hlýðni til réttlætis“.
Róm. 16: Í6.
IV. Hvað er áselnings synd?
Þegar menn vísvitandi með ásettu
ráði breyta móti betri vitund.
1. Nadab og Abihú tóku eld fyrir
reykelsisbrennslu annars staðar
heldur en Guð hafði skipað fyrir.
3Mós. 10:1.
2. „Ananías og Saffíra sögðu ósatt um
verð eignarinnar sem þau höfðu
lofað að gefa“. Post, 5:1.—11.
3. Fólkið á Nóa dögum og nú í dag.
„Ilska mannsins var mikil á jörð-
inni, og allar hugrenningar hjarta
hans voru ekki annað en ilska alla
daga“. lMós. 6:3.—7. Lúk. 17:26.-27.
V. Geiur maðurinn vitað þegar hann
hefir drýgi hina ófyrirgefanlegu
synd?
1. Margir munu drýgja þá synd án þess
að vita að þeir hafa gjört það.
„Ekki mun hver sá er við mig segir:
Herra, herra, innganga 1 Guðs ríki,
heldur sá er gjörir vilja föður míns
sem er á himnum. Margir munu
segja við mig á þeim degi: Herra,
herra, höfum vér ekki spáð með
þínu nafni, og höfum vér ekki rekið
út illa anda með þínu nafni, og höf-
um vér ekki gjört mörg kraftaverlc
með þínu nafni, og þá mun ég segja
þeim afdráttarlaust, aldrei þekti ég
yður, farið frá mér þér sem fremjið
lögmálsbrot“. Matt. 7:21.—23.
2. Margir munu of seint sækjast eftir
Guðs orði. „Sjá, þeir dagar munu
koma segir herrann Drottinn að ég
mun senda hungur inn í landið, ekki
hungur eftir brauði, né þorsta eftir
vatni, heldur eftir því að heyra orð
Drottins, svo að menn skulu renna
frá einu hafinu til annar og renna
frá norðri til austurs til þess að leita
eftir orði Drottins. En þeir skulu
ekki finna það“. Amos. 8:11.—12.
3. Öllum sem í einlægni koma til Jesú
nú veitir hann viðtökur. „Alt sem
Faðirinn gefur mér mun koma til
mín, og þann sem til mín kemur
mun ég alls ekki burt reka“. Jóh.
6:37.
VI. Ásetnings synd er að gjöra það sem
oss sýnist þó vér vitum það sé gagn-
stætt Guðs orði, og treysta því að
Guð sé svo góður að hann muni
fyrirgefa það. Þetta leiðir til þess
að maður slekkur andann og drýgir
hina ófyrirgefanlegu synd. Boðskap
Nóa var hafnað og fólkið fórst. Það
er hættuieg villa að vænta þess að
réttlátur, góður Guð muni fyrirgefa
allar syndir undir öllum kringum-
stæðum. E. G. W7
-----------☆------------
Líttu upp; en ekki umhverfis þig
Maður frá New York, ókunnugur mér,
sat á móti mér við borðið í matsöluhúsi
einu í borginni. Eftir að við höfuðum tal-
að saman um stjórnmál, fjármál og félags-
lífið sagði hann: „Það er alt annað en hug-
hreystandi að líta í kringum sig. Ég er
hættur að lesa dagblöðin og hlusta á út-
varpið. Það er alt í slíkri óreiðu að taugar
mínar þola ekki að heyra það“.
Nokkrum dögum seinna staddur í Vest-
urríkjunum var ég á járnbrautarstöð að
bíða eftir að mæta kunningja mínum. Þá
heyrði ég verkamann tala við einn af yfir-
mönnum járnbrautarfélagsins. Fyrst töl-
uðu þeir um stjórnmál þjóðarinnar. Svo
sagði járnbrautarþjónninn við vin sinn:
,„Það gleður mig, að ég er orðinn eins gam-
all og ég er, Jim. Ég vildi ógjarnan hafa
önnur tuttugu ár fyrir framan mig eins
og alt nú lítur út“.
Hálfum mánuði seinna sat bankastjóri
við hlið mér í flugvél frá Utah til San
Francisco. Eftir að hafa talað um fjár-
hagsvandræði heimsins sagði hann: „Það
eru hættulegir dagar framundan. Það
skelfir mig að hugsa um hvað næstu fimm
árin geta fært með sér. Mér er skapi næst
að hætta við starf mitt“.
Ég var dálítið hissa yfir þessum hugs-
unarhætti sem alment var látinn í ljósi
frá hafi til hafs. Hann sýnir óvissu, ótta
og vonleysi nútíðarmanna. Það virðist eins
og mannkynið um miðbik þessarar aldar
hafi tapað bæði trú og hugrekki.
Ef hinir hraustustu brautryðjendur
liðinnar aldar gætu séð hugarástand
barna sinna mundu þeir verða for-
viða. Nútíðarmenn erfðu heilbrigðan hugs-
unarhátt og hraustan líkama frá hinum
hugrökku forfeðrum sínum, sem voguðu
sér yfir hafið á lélegum seglbátum, ferð-
uðust yfir eyðimerkur, mættu alls konar
torfærum, og þurftu að berjast við Indí-