Stjarnan - 01.02.1951, Qupperneq 6

Stjarnan - 01.02.1951, Qupperneq 6
14 STJARNAN Forðist hættuna Fjöldi fólks safnaðist saman til að sjá dýrasýninguna. Formaður sýningarinnar vissi hvað skemti fólkinu bezt, og seinast á hverjum degi sýndi hann það. Einn af dýratemj endum hans endaði venjulega sýningu dagsins með því að stinga höfð- inu inn í opinn kjaftinn á ákaflega stóru ljóni. Fólkið var hrifið mjög að horfa á þetta. Ljónið hafði verið æft í þessu og manninum fanst ekkert til um það. Mánuðir liðu. Dýrasýningin hélt á- fram í hverjum stað meðan aðsókn var góð, svo fluttu þeir í annan bæ. En einn dag þegar temjandinn var að því kominn að stinga höfðinu inn í ljónskjaftinn, þá tók hann eftir manni sem hann var viss um að hafa séð í þorpinu þar sem þeir voru næst á undan. Hví skyldi hann vera hér. Hann hefir líklega gaman af að sjá til mín, hugsaði hann með sér, svo stakk hann höfðinu inn í ljónskjaftinn eftir vanda. Dagarnir liðu, og á hverju kvöldi sá hann þennan sama mann standa rétt hjá ljónsbúrinn til að horfa á hann ljúka við dagsverk sitt. Hann ásetti sé nú að komast eftir hvers vegna þessi maður var þar altaf viðstaddur, og næsta kvöld er hann kemur yfir að búrinu segir hann við mann- inn: „Hef éf ekki séð þig áður?“ „Jú, og það margsinnis11. „Fylgir þú dýrasýningunni úr einu þorpi í annað?“ „Já, ég gjöri það“. „Hvers vegna ertu altaf á eftir okkur?“ „Af því ég veit að sá tími kcmur að ljónið lokar kjaftinum og endar sögu þína, og þá ætla ég að vera viðstaddur", svaraði maðurinn. Sem betur fór hætti sýningarmaðurinn þessum hættulega og heimskulega leik, að setja líf sitt í hættu ..... Gamall Indíáni fann nýfæddan ljóns- hvolp á veiðum sínum og tók hann heim og ól hann upp og tamdi hann. En einn dag eftir að hvolpurinn var orðinn fullvax- inn drap hann húsbónda sinn. Það er hættulegt að leika sér við villidýr, jafn- vel þó tamin séu, það getur valdið slysi. En margfalt meiri hætta er að ala synd í hjarta sínu, því fyr eða seinna steypir hún í glötun þeim sem heldur við hana. Það er óhjákvæmileg afleiðing, því laun syndarinnar er dauði. Því verður ekki breytt. Svo eina ráðið til að forðast hinar skelfilegu afleiðingar syndarinnar er að snúa sér frá henni og flýja til Jesú, hann sem kom til að „frelsa sitt fólk frá synd- um þess“. Guðs dýrmæta loforð er þetta: „Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur svo hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu rang- læti“. lJóh. 1:9. Vér þekkjum ekkert fyrirheit um fyrir- gefningu syndanna og eilíft líf fyrir þá sem vísvitandi halda við synd, afsaka hana og álíta að nákvæm hlýðni við Guðs orð sé ekki nauðsynleg. Þeir sem halda við þá skoðun og fylgja þeirri stefnu eru staddir í voðalegri hættu. Þeir stofna sálu sinni í voða. „Leitið Drottins meðan hann er að finna, kallið á hann meðan hann er ná- lægur“. C. O. G. ------------☆------------ Til athugunar fyrir foreldra Unglings drengur var kallaður fyrir rétt, sakaður um þjófnað. Dómarinn var vingjarnlegur, góður maður, sem vildi reyna að komast að orsökinni til brotsins, í þeirri von að hann gæti hjálpað unga manninum á réttan veg, svo að hann kall- aði föður drengsins til að tala við hann. Faðirinn var niðurbrotinn og sagðist hafa gjört alt sem hann gat fyrir drenginn. Hann hafði hvatt hann til frítímavinnu, keypt smíðatól og vélar fyrir hann, og reynt að hugsa upp alt sem hann hélt að yrði honum að gagni. Hann skildi ekkert- í hvernig sonur hans gat freistast til að taka það sem hann átti ekki. Dómarinn bað um leyfi til að heim- sækja foreldrana. Hann kom þangað ein- mitt þegar móðirin var að hengja út þvott. Eitt var það sem dróg að sér athygli dóm- arans. Öll handklæðin á snúrunni báru nafnið á einu eða öðru veitingahúsi. Ein- hver annar í fjölskyldunni hafði auðsjá- anlega stolið. Drengurinn lærði það sem var fyrir honum haft. Vér heyrum mikið í útvarpinu um spilta unglinga. Vér lesum um þá í dag- blöðunum, og prestar vorir tala um þá í ræðum sínum. Vér kveinum yfir afvega- leiðslu þeirra. Margir af þeim eru lög- leysingjar sem fyrirlíta bæði lög heimilis- ins og lög landsins. Hví er æskulýður- inn nú öðruvísi en hann var fyrir 30—40 árum síðan?

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.