Stjarnan - 01.02.1951, Page 7

Stjarnan - 01.02.1951, Page 7
STJARNAN 15 * Æskulýðurinn er öðruvísi af því for- eldrarnir eru öðruvísi, og heimilin eru ekki það sem þau voru þá. Þegar faðirinn skipar syni sínum að horfa út um -bakgluggann á bílnum og gjöra sér aðvart ef hann sér lögregluþjón á reiðhjóli, svo hann geti keyrt 75 mílur á klukkustund, þar sem leyft er að keyra aðeins 55 mílur, hvaða virðingu mun sá drengur læra að béra fyrir lögum rík- isins? Einmitt í dag sá ég, föður og móður með tvo efnilega litla drengi sitja í bif- reið sinni. Bæði hjónin voru að reykja vindlinga. Þurfa þessir foreldrar nokkuð að furða sig á því ef litlu drengirnir þeirra reyna til að reykja. Þegar móðir við mið- dagsborðið stærir sig af því að hún hafi svikið nokkur cent út úr búðarmanninum meðan hún var að verzla í búðinni, hvaða áhrif getur hún búist við að það hafi á börnin? Ungur maður stóð fyrir rétti, dæmdur fyrir fölsun. Dómarinn var vinur fjöl- skyldunnar, og hafði þekt drenginn síðan hann var barn. Faðir unga mannsins hafði verið vel þektur meðal lögfræðinga og hafði ritað bók um lög. Það var einhver hin bezta bók sem til var um það efni. „Manst þú eftir föður þínum?“ spurði dómarinn alvarlega, „föður sem þú hefir smánað með breytni þinni?“ „Já, ég man vel eftir honum“, svaraði pilturinn. „Ég fór oft til hans með við- fangsefni mín og bað um ráðleggingu hans. Ég bað hann oft að koma með mér þangað sem mig langaði að fara. Ég fékk altaf sama svaraði: „Hlauptu nú út dreng- ur, ég á annríkt. Ég er að skrifa bók“. Pabbi lauk við bókina og er íarinn . . . en hér er ég í höndum réttvísinnar. Alt hefði getað gengið öðruvísi“. Þessi nafnkunni lögfræðingur vann sér inn frægð og fé, en hann misti dýrmæt- asta fjársjóðinn — drenginn sinn. Það gleður mig að barnfóstrur vóru ekki komnar í móð á æskuárum mínum. Ef börnin gátu ekki farið út með for- eldrunum þá sátu foreldrarnir heima, eða ef annað þeirra varð að fara út þá var hitt kyrt heima til að líta eftir dýrmæt- asta fjársjóðnum sem þau áttu. Maður nokkur var einu sinni staddur í Tiffanys gimsteinabúð í New York og heyrði afgreiðslumann segja við konu sem var að verzla þar að perlan sem hann sýndi henni væri 17,000 dollara virði. Það var aðeins ein perla. Manninum datt nú í hug hvað hann mundi gjöra ef allir gim- steinar Tiffanys væru skildir eftir á heim- ili hans og honum boðið að ábyrgjast þá. Hann hélt hann mundi strax síma yfir- manni lögreglunnar og biðja um nokkra valda lögregluþjóna til að standa á verði kringum húsið. Alt í einu datt honum í hug að hann hefði 9 ára gamlan son heima, sem var miklu dýrmætari heldur en allir gimsteinar í New York. Hann undraðist yfir að hann hafði ekki íundið meira til hinnar miklu ábyrgðar sem á honum hvíldi að varðveita þennan dýrmæta fjársjóð. Jane Adams sagði: „Heimilin og skól- arnir ákveða framtíð Ameríku!" Calvin Coolidge hafði rétt fyrir sér er hann sagði: „Framtíð og frægð Ameríku er undir heimilunum komin“. Sá dagur kemur að vér foreldrar verð- um spurð: „Hvar er sú hjörð, sem þér var fengin, þín fagra hjörð?“ Hvernig getum við farið til húsa föðursins án þeirra? C. L. Paddock ------------------------ Guði helgað líf Mikið hefir verið talað og ritað um einfalt líf, atorkusamt líf, nægtalíf, en nú er mörgum farið að verða umhugað um Guði helgað líf. Helgun ér verk heilags anda í lífi hins trúaða sem frelsaður er frá synd og hefir gefið Guði líf sitt. Sama hugtak og helgun felst í orðunum endur- fæddur, umventur, frelsaður, guðrækinn. Hinn dýrmætasti ávöxtur helgunarinn- ar er auðmýkt, þar með fylgir stöðug von og traust til Guðs og undirgefni undir vilja hans. Sá sem auðmjúkur er stærir sig al- drei af neinu. Guðs andi sem helgar mann- inn veitir honum stöðugan kraft til að stjórna sjálfum sér. Heilagt líf er ekki gleðisnautt líf i einveru, heldur er það í samrærni við Guðs opinberaða orð í trúmensku við kristileg- ar skyldur mannsins. Það er líf hafið yfir heimsins siði þó menn lifi í heiminum. Helgun er kristileg starfsemi, tru sýnd í verkinu. Hún er guðdómlegur kraftur sem kemur fram í breytninni, til að létta sorgir meðbræðra vorra og biðja fyrir þeim. Stríðið milli ljóssins og myrkravalds-

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.