Stjarnan - 01.11.1951, Síða 1

Stjarnan - 01.11.1951, Síða 1
STJARNAN NÓVEMBER 1951 LUNDAR, MANITOBA Væntir þú endurkomu Krists og ert viðbúinn að mæta honum? Óvæntur, undraverður atburður mun eiga sér stað innan skamms. Endurkoma Krists mun verða óvænt og koma mörgum a óvart, ekki einungis vantrúuðum heldur einnig mörgum, sem játa trú á Krist. Menn hafa altaf verið seinir að taka loforð Guðs °g spádóma hans bókstaflega eins og þejj| standa. Þegar það, sem Guð hefir sagt fyr- ir kemur fram, þá er eins og það komi óvænt, jafnvel fyrir Guðs börn. Tökum til dæmis fæðingu Krists. Spá- rnennirnir höfðu sagt fyrir að Messías mundi koma, hvar hann mundi fæðast (Matt. 2:4.—6.) og hvenær hann mundi koma fram. En hvernig brá þeim við, sem væntu komu Messíasar, þegar þeir heyrðu að hann væri kominn? „Og allir sem heyrðu það, undruðust það sem hirðarnir sögðu þeim“. Lúk. 2:18. 1 Jafnvel þó Jesús segði: „Þann dag og stund veit enginn, ekki einu sinni englar himnanna, né sonurinn, heldur aðeins Faðirinn einn“, þá getum vér þó vitað að koma hans er í nánd. „En um tíma og tíðir hafið þér bræður ekki þörf á að yður sé skrifað, því að sjálfir vitið þér gjörla að dagur Drottins kemur sem þjófur á nóttu“. 1 Þess. 5:1.—2. Postulinn talar hér til „bræðranna“, sem hljóta að vera eftir- tylgjendur og lærisveinar Krists, þó þeir viti ekki daginn né stundina þegar hann kemur, þá vita þeir tímabilið þegar hann er í nánd. „En þér bræður eruð ekki í toyrkri svo að dagurinn geti komið yfir yður sem þjófur“. 4. vers. „Vakið því, þar eð þér vitið ekki daginn ne stundina". Matt. 25:13. Ekkert er skýr- ara tekið fram í Ritningunni en það að enginn veit daginn né stundina fyrir endurkomu Krists. En oss er gefið að vita þegar koma hans er nálæg. Aftur og aftur áminnir Jesús okkur um að vaka: „Vakið þér“. „Fyrir því skuluð þér vera viðbúnir“. „En það sem ég segi yður segi ég öllum: Vakið“. Allir sem van- rækja að vaka og vænta komu Drottins verða óviðbúnir að mæta honum. Þessi veruleiki að enginn veit nákvæm- lega um daginn og stundina þegar Jesús kemur, freistar margra til að hugsa sér að þess geti ennþá verið langt að bíða og ár- angurinn getur orðið sá að koma hans kemur þeim á óvart og finnur þá óvið- búna. Af því Jesús kemur ekki fyr en fagnað- arerindið hefir verið prédikað út um allan heim, þá hafa sumir dregið þá ályktun að ennþá sé langur tími eftir. Jesús vissi að menn mundu hugsa þannig, svo hann gef- ur þessa aðvörun: „En ef sá hinn illi þjónn segir í hjarta sínu: Húsbónda mínum dvelst, og hann tekur að berja samþjóna sína, en etur og drekkur með svöllurum, þá mun húsbóndi þess þjóns koma á þeim degi sem hann væntir ekki og á þeirri stundu sem hann veit ekki af og höggva hann sundur og láta hann fá hlutskipti með hræsnurum, þar mun verða grátur og gnístran tanna“. Matt. 24:48.—51. Með þessum orðum skipar Jesús þeim á bekk með hræsnurum sem álíta að end- urkoma hans verði ekki fyr en í fjarlægri framtíð. Hræsnari er sá sem læst trúa eða vera það sem hann ekki er. Jesús kallar ótrúan þjón þann sem segir 1 hjarta sínu: „Það dregst að herra minn komi“. Vér getum aðeins verið viðbúnir þvi sem vér væntum eftir. Þegar vér eigum von á gestum í heimsókn þá undirbúum við alt til að taka á móti þeim. Einungis þeir sem vænta endurkomu Krists búa sig undir að mæta honum. Vegna þess vér vitum ekki hvenær hann kemur þá verð- um vér stöðugt að vera viðbúnir.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.