Stjarnan - 01.11.1951, Page 2
82
STJARNAN
Þegar Guð úthellir anda sínum yfir alt
hold, eins og hann hefir lofað að gjöra á
síðustu dögum, þá verður ekkert tíma
spursmál hve lengi það tekur að flytja
fagnaðarerindið öllum íbúum heimsins.
„Því að Drottinn mun gjöra upp reikning
sinn á jörðinni og ljúka við hann í skyndi“.
Róm. 9:28. Eftir útlitinu að dæma, og frá
mannlegu sjónarmiði þá gætu menn
hugsað að endurkoma Krists mundi drag-
ast nokkuð, vegna þess hve mikið er ó-
gjört ennþá. En að líta þannig á málið
meinar að menn taka Guð ekki með í
reikninginn. Ritningin sem að hann „mun
gjöra upp reikning sinn . . . og ljúka við
hann í skyndi“.
Guð er ekki bundinn við mannlega
hjálp. Hann sem skapaði heiminn og alt
sem í honum er á sex dögum, hann getur
aðvarað mannkynið og fundið á stuttum
tíma þá sem eru einlægir í hjarta.
Dögum Nóa er líkt við síðustu daga
heimsins, rétt áður en Jesús kemur. Það
er vel þess vert að rifja upp lexíuna sem
syndaflóðið kennir oss. „En eins og dagar
Nóa voru, þannig mun verða koma manns-
sonarins . . . og vissu eigi af fyr en flóðið
kom og hreif þá alla burt. Þannig mun
verða koma mannssonarins“. Matt. 24:
37.-39.
Enda þó Nói vissi að flóð myndi koma,
þá vissi hann ekki hvenær. Skipunin sem
honum var gefin var að byggja örkina og
aðvara heiminn. í 120 ár hélt hann áfram
að prédika, og um leið vann hann að
arkarsmíðinu, og sýndi þannig trú sína
á boðskap þann er hann flutti með því
að undirbúa örkina til að frelsa sig og
fjölskyldu sína.
Af því að Nói vissi ekki hvenær flóðið
mundi koma þá varð hann stöðugt að vera
viðbúinn. „Fyrir trú fékk Nói bending um
það, sem ennþá var ekki auðið að sjá, og
óttaðist Guð og smíðaði örk til undan-
komu heimilisfólki sínu, og fyrir trúna
fordæmdi hann heiminn og varð erfingi
trúar réttlætisins“. Hebr. 11:7.
„Meðan Nói gaf heiminum aðvörunar-
boðskapinn, þá sýndi hann í verkinu ein-
lægni trúar sinnar. Þetta vitnaði um trú
hans og fullkomnaði hana. Hann gaf heim-
inum fyrirmynd í því að trúa bókstaflega
því sem Guð segir. Hann lagði allan tíma
sinn og fé í örkina. Þegar hann fór að
byggja þetta stóra skip á þurru landi þá
kom fjöldi fólks úr öllum áttum til að sjá
þessa undra sjón og hlusta á hin alvarlegu,
áhrifamiklu orð þessa einkennilega pré-
dikara. Hvert einasta hamarshögg á örk-
ina var vitnisburður til fólksins.
Nói prédikaði óvelkominn boðskap
Fyrir þann tíma hafði aldrei fallið regn
á jörðina, svo menn álitu að flóð væri ó-
mögulegt. Nói var álitinn ofsatrúarmaður
að flytja slíkan boðskap. En Nói stóð fast-
ur fyrir eins og klettur í hafróti. Hann.
var umkringdur aðhlátri og fyrirlitningu,
en hann sýndi heilaga alvöru og óskeikula
trú“. P. P. bls. 95.
Hvernig gat nokkur trúað því að flóð
mundi koma, óbreytanlegt náttúrulögmál
hafði haldist við svo öldum skifti. Árstíð-
irnar höfðu komið og liðið reglubundið.
Árnar höfðu aldrei flóð yfir bakka sína.
Það var ekkert sem menn gátu séð, er
gæti bent á að flóð mundi koma. Hið eina
sem benti á flóð var Guðs orð. Það virðist
gagnstætt öllu sem menn geta séð og
heyrt að þessi heimur muni undir lok líða.
En vér höfum Guðs óskeikula orð fyrir
því að þessi heimur ferst, og það sem
meira er, vér vitum að endirinn er ná-
lægur.
Óvissunni um það hvenær Kristur kem-
ur er líkt við komu þjófs óvörum að nóttu
til. „En þetta vitið þér, að ef húsráðandinn
hefði vitað á hvaða stundu þjófurinn
kæmi, þá hefði hann vakað og ekki látið
brjótast inn í hús sitt. Verið þér því við-
búnir, því að manns sonurinn kemur á
þeirri stundu sem þér eigi ætlið“. Lúk.
12:39.-40.
Þessi texti bendir á tvö alvarleg atvik.
Að koma Krists kemur mönnum á óvart,
og nauðsyn þess að vera á verði. Þjófur
kemur þegar menn alls ekki vænta hans,
þess vegna finnur hann ólæstar dyr og
kemst inn svo lítið ber á. Hefði húsráð-
andinn verið var um sig, hefði hann ekki
látið þjófinn komast inn. Guð ræður oss
til að vera stöðugt viðbúnir komu Krists.
„Það sem ég segi yður segi ég öllum:
Vakið“. Gætið sjálfra yðar . . . svo ekki
komi þessi dagur skyndilega yfir yður eins
og snara, því að koma mun hann yfir alla
þá sem búa á öllu yfirborði jarðarinnar".
Lúk. 21:34.—35. Kristnir menn verða að
vaka og biðja. „Verið því ávalt vakandi