Stjarnan - 01.11.1951, Page 3

Stjarnan - 01.11.1951, Page 3
STJARNAN 83 -°g biðjandi“. Til hvers þurfa menn stöð- ugt að vaka og biðja? Svo þeir verði reiðu- búnir að mæta Jesú þegar hann kemur °g að „standa frammi fyrir mannsins syni“. Rreistingar heimsins og umhyggja fyrir þessu lífi eru stöðug viðfangsefni vor. Jesús aðvarar oss: „Gætið yðar, að þessi. dagur ekki komi óvörum yfir yður“. Það er fullkomin ástæða fyrir þessari aðvörun Krists að gæta vor, því að þeir sem sleppa sér út í nautnir eða skemtanir heimsins og áhyggju fyrir þessu lífi, missa sjónar á sinni himnesku köllun, villast af leið og með líferni sínu bera vott um að þeir segja í hjarta sínu: „Það dregst að herra minn komi“. „Gætið yðar, vakið og biðjið, því að þér vitið ekki hvenær tíminn er kominn“. Mark. 13:33. Einungis þeir sem athuga upp- fyllingu spádómanna og lifa í stöðugu bænasamfélagi við Guð geta þekt tímann sem vér lifum á. Þetta, að Jesús bauð okk- ur að vaka bendir á að vér vitum ekki stundina þegar hann kemur. „Himinn og jörð munu líða undir lok, en mín orð munu alls ekki undir lok líða“. Lúk. 21:33. —M. L. RICE ----------☆---------- Hinn síðasti söfnuður Guðs I. Lesið opinberunarbókina 14. kap. 6.—15. vers. 1. Guð opinberar mönnum fyriræil- anir sínar. „Herrann Drottinn gjörir ekkert án þess að hann hafi opin- berað þjónum sínum, spámönnun- um ráðsályktun sína“. Amos 3:7. 2. Nói fluiii boðskap hans iil samiíðar- manna sinna. „Ekki þyrmdi hann hinum forna heimi, heldur varð- veitti Nóa, prédikara réttlætisins við áttunda mann, er hann lét vatns- flóð koma yfir heim hinna óguð- legu“. 2 Pét. 2:5. 3. Hann sendi Jóhannes skírarar iil að boða og undirbúa komu Krisis. „Hann mun ganga fyrir Guði í anda og krafti Elía . . . . til þess að búa Drotni altýjaðan lýð“. Lúk. 1:17. 4. Jesús sendi lærisveina sína iil að prédika fyrir öllum þjóðum. „Farið því og kristnið allar þjóðir .... kennið þeim að halda alt það sem ég hef boðið yður“. Matt. 28:18.—20. 5. Nú sendir Guð heiminum þrefaldan boðskap áður en Jesús kemur afiur. Hinn síðasti söfnuður Guðs flytur þann boðskap. II. Böðskapur fyrsia engilsins. „Ég sá annan engil fljúga um miðhimininn og hélt hann á eilífum fagnaðarboð- skap, til að boða þeim, sem á jörð- unni búa, og sérhverri þjóð og kyn- kvísl, tungu og lýð og sagði hárri röddu: „Óttist Guð og gefið honum dýrð, því komin er stund dóms hans og tilbiðjið þann sem gjört hefir himininn og jörðina og hafið og uppsprettur vatnanna“. Op. 14:6.—7. 1. Stundum táknmyndar Guð þjóðir með dýrum, fuglum, málmi o. s. frv. 2. Fráfallin kirkja er fyrirmynduð með ósiðaðri konu. 3. Sem táknmynd upp á hinn þrefalda boðskap notar hann engla. 4. Boðskapur fyrsta engilsins leggur áherzlu á fjögur atriði. a. Hann á að verða fluttur öllum þjóðum, tungu og lýð. b. Hann hvetur menn til að óttast Guð og gefa honum dýrð. c. Hann auglýsir að tími dómsins sé kominn. d. Hann hvetur menn til að tilbiðja skaparann. III. Annar engillinn segir frá falli Babýlonar. 1. Þessi leyndardómsfulla Babýlon of- sóiíi Guðs börn. „Nafn var ritað á enni hennar: Leyndardómur, Babý- lon hin mikla, móðir hórkvenna og viðurstygða jarðarinnar. Og ég sá að konan var drukkin af blóði hei- lagra, og af blóði Jesú votta“. Op. 17:5.—6. 2. Hún er sama valdið sem beni er á í Daníel 7:25. „Hann mun orð mæla gegn hinum hæðsta, kúga hina hei- lögu hins hæðsta og hafa í hyggju að umbreyta helgitíðum og lögum“. 3. Sama valdið er iáknað með Pardus- dýri í Op. 13. kap. (sjá lexíu 27). 4. Falskenningar hennar eru að mestu leyti upprunnar frá hinni fornu Babýlon, þess vegna er rómverska

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.