Stjarnan - 01.11.1951, Side 4
84
STJARNAN
kirkjan kölluð Babýlon. Báðar gjöra
þær kröfu til að hafa andlegt vald
og neyða menn til hlýðni.
5. Allar þjóðir eru drukknar af víni
hennar. „Fallin er, fallin er Babýlon
hin mikla, sem byrlað hefir öllum
þjóðum af víni saurlifnaðar síns“.
Op. 14:8. „Ég mun sýna þér dóminn
yfir skækjunni miklu . . . sem kon-
ungar jarðarinnar hafa drýgt saur-
lifnað með, og þeir sem á jörðinni
búa hafa orðið druknir af saurlifn-
aðarvíni hennar“. Op. 17:2.
6. Fjöldinn af íbúum heimsins munu
fylgja henni (tilbiðja dýrið). „Allir
sem á jörðinni búa munu tilbiðja
það, hver og einn sá, er ekki á nafn
sitt ritað í lífsbók lambsins“.
Op. 13:8.
7. Hún verður aS lokum algjörlega
eySilögS. „Og hornin tíu, sem þú
sást og dýrið, munu hata skækjuna,
og gjöra hana einmana og nakta og
eta hold hennar og brenna hana í
eldi . . . . og konan sem þú sást er
borgin mikla, sem heldur ríki yfir
konungurr^ jarðarinnar11. Op. 17:
16,—18.
IV. BoSskapur þriSja engilsins er fjór-
föld aSvörun.
1. Menn eru varaðir við því að tilbiðja
dýrið.
2. Móti því að tilbiðja líknesi þess.
3. Móti því að taka merki dýrsins.
4. Þeir sem ekki gefa gaum þessum
aðvörunum munu leiða yfir sig
reiði Guðs. Og annar engiíl, hinn
þriðji kom á eftir þeim og sagði
hárri röddu: „Ef einhver tilbiður
dýrið og líkneski þess og fær merki
á enni sitt eða hönd sína, þá skal
hinn sami drekka af reiðivíni Guðs,
sem byrlað er óblandað í reiðibikar
hans og hann mun kvalinn verða í
eldi og brennist'eini í augsýn hei-
lagra engla og lambsins“. Op.
14:9.-10.
V. Tíu airiði einkenna hinn síSasla
söfnuð Guðs.
1. Hann flytur öllum þjóðum boð-
skapinn að tími Guðs dóms er kom-
inn. Op. 14:6.—7.
2. Hann auglýsir fall Babýlonar. Op.
14:8.
3. Hann aðvarar móti dýrinu, líkneski
þess og merki. Op. 14:9.—10.
4. Hann hvetur menn til að tilbiðja
skapara alheimsins. Op. 14:7.
5. Hann varðveitir boðorð Guðs. Op-
14:12.
6. Hann trúir á Jesúm og tilbiður hann
„Hér reynir á þolgæði hinna hei-
lögu, þeir er varðveita boð Guðs
og trúna á Jesúm“. Op. 14:12.
7. Hann heldur sér við vitnisburð
Jesú — anda spádómsins. „Og
drekinn reiddist við konuna og fór
burt til að heyja stríð við hina aðra
afkomendur hennar, þá er varðveita
boð Guðs og hafa Jesú vitnisburð".
Op. 12:17.
„Vitnisburður Jesú er andi spá-
dómsgáijjinnar". Op. 19:10.
8. Hann mun verða að líða illvilja og
ofsóknir. Op. 12:17.
9. Hann mun gefa gaum að skipun
Guðs og ganga út úr Babýlon.
„Gangið út mitt fólk, út úr henni
(Babýlon), svo að þér eigið engan
hlut í syndum hennar og hreppið
ekki plágur hennar“. Op. 18:4.
10. Hann mun fylgja Jesú, vinna með
honum og fyrir hann.
„Farið út um allan heiminn og pré-
dikið gleðiboðskapinn allri skepnu“.
Mark. 16:15. „Ég heyrði rödd af
himni sem sagði: Rita þú Sælir eru
dánir, þeir sem í Drotni deyja upp
frá þessu, já, segir andinn, þeir skulu
fá hvíld frá erfiði sínu, því að verk
þeirra fylgja þeim“. Op. 14:13.
-----------☆-----------
„Verið í bróðurkærleikanum ástúðlegir
hver við annan, og verið hver öðrum fyrri
til að veita hinum virðingu.
Verið ekki hálfvolgir í áhuganum, ver-
ið brennandi í andanum, þjónið Drotni.
Verið glaðir í voninni, þolinmóðir í þján-
ingunni, staðfastir í bæninni.
Takið þátt í þörfum heilagra, stundið
gestrisnina. Fagnið með fagnendum, grátið
með grátendum.
Ef óvin þinn hungrar gef honum að éta,
ef hann þyrstir gef honum að drekka. Lát
ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur sigra
þú ilt með góðu“.