Stjarnan - 01.11.1951, Page 8

Stjarnan - 01.11.1951, Page 8
88 STJARNAN STJARNAN Authorized as second class mail, Post Office Depart- ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a year. Publishers: The Can. Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ontario. Ritstjórn og afgreiðslu annast: MISS S. JOHNSON, Lundar, Man., Can. Jesú Kristi. Ef svo er þá gættu þín, þú getur kastað gimsteininum einu sinni ol' oft og mist hann í dýpið. Þá æpir þú: „Glataður, glataður. Sál mín er glötuð“. Að hverju gagni kemur það þér, ungi vinur minn, þó þú gætir eignast allan heiminn ef þú glatar sálu þinni fyrir van- rækslu þína að meðtaka frelsarann og fylgja honum? Hvers virði eru stundar skemtanir í samanburði við óendanlegan fögnuð eilífðarinnar í samfélagi við hann sem elskaði oss og gaf sjálfan sig út fyrir oss? „Sjá, nú er hin æskilega tíð, nú er dagur hjálpræðisins“. Ekki á morgun, heldur í dag. Gef Guði hjarta þitt nú, já þetta yfir- standandi augnablik. Hneig höfuð þitt þar sem þú ert og bið Guð að meðtaka þig eins og þú ert. —RÓBERT H. PIERSON ---------☆---------- Dýr smjörskafa Stór banki hafði fjóra unga menn að vinna í sömu deild bankans. Bankastjór- inn ásetti sér að velja einn af þessum ungu mönnum til að standa fyrir annari deild bankans. Það var meira verk og sá sem kosinn yrði mundi fá miklu þærra kaup. Bankastjórnin hafði komið sér sam- an um að bjóða Henry stöðuna. Þeir ætl- uðu að segja honum frá því eftir að bank- anum yrði lokað um eftirmiðdaginn. Um nónbilið fór einn af bankanefnd- inni út á matsöluhús þar í nágrenninu. Hann tók eftir að Henry var skamt á und- an honum. Henry tók lítinn bita af smjöri á diskinn sinn og lét svo annan mat ofan á svo féhirðirinn sæi það ekki og þá gat hann auðvitað komist hjá að borga það Bankamaðurinn var alveg hissa. Þeir höfðu treyst Henry, en nú kom það í ljós að hann var óráðvandur. Hann sagði fé- lögum sínum í bankanum hvað hann hafði séð. Þeir kváðust ekki vilja hafa óráð- vandan mann til að standa fyrir neinni deild bankans: Sá, sem gat stolið smjör- bita gat stolið peningum. Þeir kusu ann- an mann fyrir deildarstjóra. Henry fékk ekki vinnuna með hærra kaupinu. Það var kostnaðarsamur smjörbiti sem Henry fékk án þess að borga fyrir hann. Heimurinn þarf stúlkur og drengi, menn og konur sem hægt er að reiða sig á einnig í því sem lítils er vert. „Sá sem er trúr yfir litlu er líka trúr yfir miklu“. Það er einmitt það sem Jesús segir. Unglingsdrengur var einu sinni að vinna fyrir mann sem hét Long. Einn dag- inn var hann að stinga upp garð. Það var erfitt og hann fékk aðeins 50 cent í kaup yfir daginn. Charlie var í óða önn að stinga er hann sá eitthvað glitra í moldinni, hann tók það upp, nuggaði moldina af því á buxna- skálminni, það sýndist vera 50 centa silfur- peningur. Honum datt fyrst í hug hvort Mr. Long mundi hafa séð að hann fann peninginn og stakk honum svo í vasa sinn, Næst er tækifæri gafst fór hann bak við hlöðuna og leit á fundinn. Það var áreið- anlega 50 centa silfurpeningur. Hann velti nú fyrir sér hvort hann gæti sjálfur notað peninginn, en kom svo í hug, að honum var borgað fyrir vinnuna og hann fann peninginn í garði Mr. Longs svo hann ætti að skila honum. Foreldrar Charlies höfðu lagt ríkt á við hann að vera altaf ráðvandur og það réð úrslitunum. Um nónbilið fór Charlie til Mr. Long, sýndi honum per%iginn og sagði hvar hann hefði fundið hann. Mr. Long leit á peninginn rétti hann að Charlie og sagði að hann mætti eiga hann, það væri aðeins lítil aukaborgun fyrir vinnuna. Charlie fór heim svo hamingjusamur yfir því að hann hafði verið ráðvandur, og hann hafði hálfan silfurdollar þar að auki. Bygðu framtíð þína á ráðvendni og sannleiksást. Það borgar sig æfinlega. —C. L. PADDOCK ----------☆---------- Venezuela er sjöfalt stærri en NeW York ríkið, en íbúatalan þar er aðeins 5,000,000. Álitið er að landið gæti hæglega framfleytt 45,000,000 íbúum. i

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.