Stjarnan - 01.10.1952, Page 1

Stjarnan - 01.10.1952, Page 1
STJARNAN OKTÓBER, 1952 LUNDAR, MANITOBA Ert þú viðbúinn? Tímarit eitt hafði grein með fyrirsögn- inni: „Viðbúinn.“ Þar var sagt frá stóru félagi einu, sem hafði alt í undirbúningi til að geta hjálpað þjóð sinni ef mikið lægi á. Það er mikið innifalið í orðinu „við- búinn“, þar er lykillinn að ókomnum tíma og dyrnar að framtíðinni. Fyrir þann sem or óviðbúinn hvort heldur er þjóð eða einstaklingur þá er útlitið skelfilegt og framtíðin varhugaverð. En sá sem er við- búinn getur rólegur mætt hverju sem að höndum ber. Framtíðin tilheyrir þeim sem er undir hana búinn. Vér lifum á alvar- fegu tímabili, þar sem sífelt er talað um viðbúnað. Það er helzta krafa vorra tíma, vegna þess að bending um skelfilega at- burði fram undan eru daglegar fréttir. Vesturþjóðirnar minnast afleiðinga þess að vera óviðbúinn þegar þeir hugsa um Dunkirk, Pearl Harbour og fyrstu dag- ana í Kóreu. Þær eru knúðar til að gjöra alt sem unt er að undirbúa sig til þess ef mögulegt er að koma í veg fyrir verri slys. En í þessum almenna viðbúnaði í hern- aðarmálum, þá hættir mönnum við að gleyma hinum mest áríðandi viðbúnaði, það er andlegur undirbúningur einstakl- ingsins undir eilífðina. Það er eins fyrir einstaklinginn eins og þjóðirnar. Viðbún- aður er lykillinn að því að geta staðist. Ritningin segir frá voðalega alvarlegu augnabliki þegar eilífðar ákvæði verður útgefið. Á því augnabliki meinar það líf að vera viðbúinn en dauða að vera óvið- búinn. Jóhannes postuli segir frá þessu al- varlega ákvæði sem innifelst í þessum orð- um: „Hinn rangláti haldi áfram að fremja ranglæti, hinn saurugi saurgi sig áfram, og hinn réttláti stundi áfram réttlæti og hinn heilagi helgist áfram. Sjá, ég kem skjótt og launin hefi ég með mér, til að gjalda hverjum og einum eins og verk hans er.“ Op. 22:11.—12. í Matteus, 24. kapítula segir Jesús fyrir atburði sem munu eiga sér stað rétt á undan þessu augnabliki. Hann gefur mönnum alvarlega áminningu því viðvíkjandi er hann segir: „Fyrir því skulið þér vera viðbúnir, því manns son- urinn kemur á þeirri stundu, sem þér eigi ætlið.“ Skelfileg afdrif bíða þeirra, sem þá eru ekki viðbúnir. Þeir verða eyðilagðir. „Þar mun vera grátur og gnístran tanna.“ Matt. 24:44.-51. Alt í gegn um aldirnar hefir þessi að- vörun hljómað, hún er gefin í dag: „Verið viðbúnir.“ Höfum vér gefið gaum að þeirri aðvörun? Eða segjum vér eða hugsum eins og ótrúi þjónninn: „Það mun dragast að herra minn komi.“ Vonum vér jafnvel að koma hans dragist? Hópur af drengjum innritaðist í ungl- ingaskóla. Þeim var lofað að þeir skyldu fá heilan dag til skemtiferða, þar á meðal til að heimsækja hinn nafnkunna dýra- garð í San Diego ef þeir vildu ljúka við á- kveðið nám fyrir vissan dag. Þetta virtust mikil verðlaun að sækjast eftir því fæstir drengjanna höfðu nokkurn tíma áður átt kost á slíku. Þeir héldu sér kappsamlega að náminu allir nema einn. Hann gat ekki eða vildi ekki lesa vissar bækur, sem þeim var sett fyrir að lesa. Alt var reynt að fá hann til að lesa bækurnar, og loks þegar dagur- inn kom fyrir skemtiferðina, þá hafði hann enn ekki lesið þær. Það var sorgbitinn drengur sem skilinn var eftir heima morguninn sem félagar hans fóru í skemtiferðina, og nutu verð- launarífía fyrir iðni sína. Hefði verið rétt að taka hann með? Auðvitað ekki. Hann var óviðbúinn. Að láta hann njóta verð- launanna hefði verið rangt gagnvart hin- um drengjunum og gagnvart honum sjálfum.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.