Stjarnan - 01.10.1952, Side 3
STJARNAN
75
Guð er kærleikur
„En sækist eftir náðargáfunum, þeim
hinum meiri og nú bendi ég yður á ennþá
miklu ágætari leið.“
Þetta er eini staðurinn í Ritningunni
þar sem mælt er með því að sækjast eftir
eða girnast, meira að segja mönnum er
skipað það, og þeir hvattir til að sækjast
alvarlega eftir, það er, hafa ákveðið áform
um að öðlast það sem sótt er eftir.
Það er til tvens konar eftirsókn, önnur
æskileg og virðingarverð, hin er vond og
fyrirdæmd í Guðs orði eins og afguða-
dýrkun. Tíunda boðorðið bendir á hvað
menn skuli ekki sækjast eftir, það eru
sýnilegir jarðneskir hlutir, sem tilheyra
náunganum. Það meinar löngun eftir að
ná í annara eignir, með réttu eða röngu á
hvern hátt sem mögulegt er, þetta lýsir
eigingirni og getur leitt til ráns og annara
glæpa.
Að hinu leytinu er eftirsókn eftir and-
legum hlutum æskileg og heiðursverð, að
öðlast meiri þekking og framför í siðferðis-
og menningarlegu tilliti, það getur ekki
skaðað náungann á nokkurn hátt, þess hátt-
ar gæði jafnvel aukast með því að miðla
öðrum af þeim með sér. Jafnvel í þéssu
lífi er hið ósýnilega og eilífa dýrmætasti
fjársjóðurinn. Páll postuli sagði: „Vér
horfum ekki á hið sýnilega heldur hið ó-
sýnilega, því hið sýnilega er stundlegt en
hið andlega eilíft.“ 2 Kor. 4:18.
Hver getur metið sem vert er hinar
varanlegu dygðir: Kærleika, trú, von,
gleði, vizku, þekkingu og göfugt innræti,
en alt þetta er ósýnilegt. Allir kristnir
menn ættu að girnast og sækjast eftir þess-
um dygðum, sem ekkert tímanlegt eða
jarðneskt getur jafnast við. Nemandinn
sem sækist eftir þekkingu og aflar sér
hennar rænir alls ekki kennara sinn sem
hjálpar honum við námið. Kennarinn
sjálfur-tekur framförum er hann miðlar
öðrum af þekkingu sinni. Það er æskilegt
að girnast og keppa eftir að líkjast Jesú
í hugarfari og líferni.
Áminning Páls postula um að sækjast
eftir náðargáfunum meinar gjafir andans,
sem talað er um í 1. Kor. 12:28.—29. versi.
Þessar gjafir eru nauðsynlegar fyrir vel-
ferð og þroska Krists safnaðar. Án þeirra
gæti söfnuðurinn ekki fullnægt skyldu
sinni. Sumar af þessum náðargjöfum and-
ans eru taldar upp í Efes. 4:11.—15. „Frá
honum er sú gjöf komin að sumir eru
postular, sumir spámenn, sumir trúboðar,
sumir hirðar og kennarar, til þess að full-
komna hina heilögu, til að láta þeim þjón-
ustu í té Krists líkama til uppbyggingar,
þangað til vér verðum allir einhuga í
trúnni og þekkingunni á Guðs syni, svo
vér náum aldurshæð Krists fvllingar."
Tilgangur allra þessara gjafa er að vér
komumst til einingar 1 trúnni og þekking-
ar á Guðs syni og náum „vaxtartakmarki
Krists fyllingarinnar.“ Þessi andlegi þroski
er nauðsynlegur svo að menn ekki hrekist
frá trú sinni fyrir hvern kenningarþyt
slægra, afvegaleiðandi manna. Það er ekki
hægt að leggja of mikla áherzlu á nauðsyn
þessara náðargjafa, þær eru svo nauðsyn-
legar fyrir líf og þroska safnaðarins að
postulinn hvetur menn til að sækjast al-
varlega eftir þeim. Seinna nefnir hann
spádómsgáfuna. „Keppið eftir kærleikan-
um. Sækist eftir andagáfunum, en einkum
eftir því að geta spáð.“ 1. Kor. 14:1. „En
nú bendi ég yður á ennþá miklu ágætari
leið.“ 1. Kor. 12:31.
Þessi miklu ágætari leið, sem er mikil-
vægari öllum öðrum gjöfum andans, er
vegur kærleikans, án kærleikans eru aðrar
gjafir lítils virði. Allar gjafir andans eru
eftirsóknarverðar, en af þeim er kærleik-
urinn mestur. Hann er hornsteinninn í
grundvelli kristilegs innrætis, aðrar dygð-
ir fylgjast með að sjálfsögðu. Kærleikur-
inn er miðpunktur og lífæð kristindóms-
ins. Páll postuli hafði án efa meiri andans
gjafir heldur en nokkur annar að Kristi
undanteknum. En hann áleit þær einkis
virði ef kærleikurinn var ekki með. Aðrar
gjafir líða undir lok en kærleikurinn varir
eilíflega.
Verðmæti gjafanna er mikið komið
undir vilja og viðleitni þeirra, sem öðlast
þær. Fáir nota þær til fullnustu, og sumir
láta þær ónotaðar, eða grafa pund sitt í
jörðu eins og maðurinn í dæmisögunni.
Kærleikurinn er starfssamur, ávalt
öðrum til blessunar, svo þeir sem láta
stjórnast af honum eru eins og ritað bréf,
þekt og lesið af öllum mönnum. Gæzka er
sönn mikilmenska, og helzta áhugamál
allra kristinna manna ætti að vera að líkj-