Stjarnan - 01.10.1952, Side 5

Stjarnan - 01.10.1952, Side 5
STJARNAN 77 Jesús tortíma með anda síns munns og að engu gjöra við opinberun komu sinnar.“ 2. Þess. 2:8. „Þeir sem Drottinn hefir felt munu á þeim degi liggja dauðir frá einum enda jarðar til annars, þeim mun eigi verða safnað saman og eigi jarðaðir. Þeir skulu verða að áburði á akrinum.“ Jer. 25:33. „Ég leit á jörðina og sjá, hún var auð og tóm, og, upp til himins og ljós hans var sloknað. Ég leit á fjöllin og sjá, þau nötruðu og allir hæðirnar, og þær bifuð- ust. Ég litaðist um og sjá, þar var enginn maður, og allir fuglar hininsins voru flún- ir. Ég litaðist um og sjá, aldingarðurinn var orðinn að eyðimörk og allar borgir y hans gjöreyddar, af völdum Drottins, af völdum hans brennandi reiði. Því að svo segir Drottinn: Auðn skal alt landið verða, en aleyðing á þeim vil ég ekki gjöra.“ Jer. 4:23.-27. Ennþá eru menn lifandi á jörðinni. Sól og tungl og stjörnur gefa ennþá birtu sína. Borgirnar standa. Fuglarnir syngja. Jörð- in er ennþá ekki orðin að eyðimörk. Vér höfum ennþá ekki heyrt hinn volduga lúður Drottins gjalla, eða séð dýrð hans skína eins og elding frá austri til vesturs. Vér höfum ekki séð hina dauðu rísa upp úr gröfum sínuni og ásamt hinum lifandi hrifna til skýja til að mæta Jesú. Vér höf- um ekki séð hann koma í dýrð og veldi, svo vér vitum að hann er enn ekki kominn. Alt Guðs ráð er fullkomið. Hann mun framkvæma áform sín alveg eins og hann hefir kunngjört oss. Verum því ávalt reiðubúnir að bjóða hann velkominn og segja: „Sjá, þessi er vor Guð, vér vonuðum á hann að hann mundi frelsa oss. Þessi er Drottinn, vér vonuðum á hann. Fögnum og gleðjumst yfir hjálpræði hans.“ Jes. 25:9. —LUCRETIA L. HARMON --------☆------— Jesús gefur eftirfylgjendum sínum ekki vonir um heiður og auð í þessum heimi, eða að þeir geti komist hjá erfiðleikum lífsins, en hann setur þeim fyrir sjónir þau einkaréttindi að mega . feta í fótspor herra síns, götu sjálfsafneitunar og van- virðu, vegna þess að heimurinn þekkir þá ekki. —E. G. W. i Þú þarfnast Krists Fyrir nokkrum mánuðum síðan var íréttagrein í blaði einu í Seattle sem sagði frá canadiskum fasteignasala, sem var sektaður 500 dollara fyrir ólöglega inn- göngu í Bandaríkin. Dómarinn sem hafði málið til meðferðar dæmdi manninn x 15 mánaða fangelsi ef hann ekki borgaði sektina. Ungi maðurinn gat ekki borgað, svo hann samþykti að vérða sendur í íangelsi. Réttarþjónn gekk fram, samkvæmt skipun dómarans, til að leiða manninn í fangelsið. En hann staðnæmdist augnablik og spurði: „Hvers vegna eru þeir að senda þig í fangelsi?“ „Ég gat ekki fengið lánaða peninga til að borga sektina,“ svaraði fanginn. „Borga sekt þína,“ endurtók réttar- þjónninn. „Hún er borguð. Það kom ein- hver inn á skrifstofuna í morgun og borg- aði alla upphæðina. Þú þarft ekki að fara í fangelsi.“ Þetta var rannsakað og reyndist rétt að vera. Ungi maðurinn hafði ekkert til að borga með sektina svo hann varð að sæta fangelsi, en einhver óþektur velgjörða- maður hafði frelsað hann frá því. Þetta líkist frelsun þeirri sem Jesús veitir hjálparlausum syndurum, - sem eru sekir um lagabrot. Syndarinn getur ekki mætt réttlætiskröfu Guðs heilaga lögmáls. En Jesús hefir borgað sektina með dauða sínum á krossinum. Fyrir mörgum árum síðan hafði ég sjálfur reynslu, sem gaf mér betri skilning á að vér erum „frelsaðir fyrir blóð Jesú Krists.“ Faðir minn var kominn að dauða. Læknarnir skipuðu innsprautingu af blóði, og það reynðist að blóð mitt var af sömu tegund og hans, svo að ég var lagður á borð við hlið föður míns, og hjúkrunar- konan dró blóð úr æð á handlegg mínum og veitti því inn í æð á handlegg föður míns. Það voru einhver áríðandi lífsefni sem skorti í blóði hans, en sem voru í mínu, og innsprauting af blóði var því nauðsynleg fyrir hann. Andlega lexían sem ég lærði af þessu atviki hafði djúp áhrif á mig. Maðurinn er að náttúrufari hneigður til syndar. Hann skortir alveg það sem er skilyrði

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.