Stjarnan - 01.10.1952, Page 8

Stjarnan - 01.10.1952, Page 8
80 STJARNAN STJARNAN Authorized as second class mail, Post Office Depart- ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a year. Publishers: The Can. Union Conference of S. D. A„ Oshawa, Ontario. Ritstjórn og aígreiðslu annast: MISS S. JOHNSON, Lundar_ Man., Can. Of seint Járnbrautarstöðin var full af fólki, sem var að tala saman og sumir notuðu tal- símann. „Del Monte“, lestin frá San Fran- cisco, California, hafði rétt staðnæmst í San Jose. Aðrir farþegar ásamt mér voru að flýta sér inn í lestina, sem var á suður- leið. Ég fékk sæti við glugga þar sem að ég hafði bezta útsýni yfir aldingarða, hæð- ir og hóla á leið minni heim. Ég náði í bók og fór að lesa þangað til lestin hreyfðist, þá leit ég út um gluggann og sá mann koma hlaupandi, með far- seðilinn sem han hélt á lofti til þess járn- brautarstjórinn sæi hann. Maðurinn vildi fá að komast með „Del Monte“ lestinni, en hrygð hans, vandræðasvipur og beiðni um að komast með lestinni hafði engin áhrif. „Konan mín er á lestinni.11 En alt var ár- angurslaust. Járnbrautarstjórinn aðeins hristi höfuðið og sagði að hann væri af seinn. Of seint. Ég horfði á landslagið gegn um gluggann og var þakklátur mjög að ég hafði komið í tíma til að ná lestinni. Ég var svo rólegur og ánægður að ég var á réttum stað, á leið heim til mín, og mundi komast þangað til að borða miðdag. Ég var að hugsa um vandræði manns- ins sem misti af lestinni, og hversu miklu ver þeir yrðu þó staddir, bæði menn og konur, sem ekki yrðu viðbúin að mæta Jesú þegar hann kemur. Að tilheyra söfnuði^ verður ekki gildur inngöngumiði, ef hjartað er ekki einhuga með Guði, og maðurinn ekki þar sem Jesús vill hann sé. Eiginkona og aðrir ástvinir, sem eru reiðubúnir fara án hans. Vér vitum ekki daginn né stundina þegar Jesús kemur, en vér höfum ótal merki þess að koma hans sé í nánd. Og þar sem vér vitum þetta ættum yér þá ekki stöðugt að vera viðbúin komu hans? Jesús sagði: „Fyrir því skuluð og þér vera viðbúnir, því manns sonurinn kemur á þeirri stundu sem þér eigi ætlið.“ Matt. 24:44. Frélsari minn, vér viljum ekki vera of seinir eða óviðbúnir. Gef þú að allir sem lesa þessa grein verði viðbúnir að fara heim með þér. LEILA GILHOUSEN ---------------------- Smávegis Lífstími Ijóna er venjulega um 15 ár. Það kemur fyrir að þau verða 20 ára. ☆ ☆ ☆ Árið 1951 voru 19 verzlunarfélög í Bandaríkjunum sem seldu vörur upp á eina biljón dollara á ári. ☆ ☆ ☆ í vesturhluta Bandaríkjanna eru ennþá 16 miljón ekrur af landi óræktaðar, sem vel mætti nota með vatnsveitingum. ☆ ☆ ☆ Strútfuglafjaðrir eru aftur í móð af því París fór áftur að skreyta hatta með þeim. Árið 1882 seldu Suður-Afríkubúar strúts- fjaðrir upp á 5 miljónir dollara. 1913 kost- aði eitt pund af strútsfjöðrum 500 dollara. 1951 kostaði pundið 18 dollara, það var einum tíunda hluta hærra en 1950. ☆ ☆ ☆ Átta miljón bækur eru árlega seldar í Noregi. ☆ ☆ ☆ Það er hægara að fljúga yfir vatn held- ur en land hvern tíma árs sem er. ' ☆ ☆ ☆ Árið 1950 voru framdir 1,790,030 stór- glæpir í Bandaríkiunum. ☆ ☆ ☆ Árið 1946 voru tiltölulega fleiri ógiftir menn á írlandi heldur en í nokkru öðru landi heimsins. Aðeins tveir af hverjum fimm mönnum á aldrinum frá 30—34 ára voru giftir. ☆ ☆ ☆ Álitið er að afkomendur einnar mel- flugu geti étið 92 pund af ull á ári. ☆ ☆ ☆ Aðeins ein af hverjum 10 ungum stúlk- um sem ganga á háskóla (College or Uni- versity) í Bandaríkjunum taka upp hag- fræði og heimilishald.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.